Nýnasistar handteknir í tengslum við skotvopnasamkomu og morðtilræði Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2020 10:05 Ríkisþinghúsið í Richmond var girt af eftir að ríkisstjórinn lýsti yfir neyðarástandi vegna samkomu vopnaáhugamanna sem hægriöfgamenn virtust ætla að hleypa upp. Skotvopn hafa verið bönnuð tímabundið í höfuðstaðnum. AP/Dean Hoffmeyer/Richmond Times-Dispatch Sex félagar í ofbeldisfullum nýnasistasamtökum hafa verið handteknir í Bandaríkjunum undanfarna daga. Þrír voru handteknir í vikunni og voru taldir ætla að taka þátt í skotvopnasamkomu í Virginíu. Þrír til viðbótar voru handteknir í Georgíu en þeir eru grunaður um að leggja á ráðin um að drepa liðsmenn úr hópi andfasista. Allir tilheyra mennirnir samtökum sem kalla sig Undirstaðan (e. The Base). Það eru róttæk öfgasamtök nýnasista sem eru sögð þjálfa liðsmenn sína og undirbúa fyrir kynþáttastríð. Bandaríska alríkislögreglan FBI segir að samtökin hafi lýst yfir stríði gegn minnihlutahópum í Bandaríkjunum og erlendis. Þrír nýnasistar voru handteknir í Maryland og Delaware á fimmtudag. AP-fréttastofan segir að í ákæru yfir þeim komi frama að þeir hafi keypt þúsundir skotfæra og skotheld vesti. Sumir þeirra hafi smíðað hríðskotariffil. Talið er að þeir hafi ætla að vera viðstaddir skotvopnasamkomu í Richmond í Virginíuríki á mánudag. Óttast er að samkoman á mánudag gæti leyst upp í ofbeldi. Hún hefur verið haldin árlega án mikils tilstands til þessa en svo virðist sem að nýnasistarnir hafi ætlað sér að taka hana yfir og gera úr henni svipaða uppákomu og samkoma hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í Virginíu í ágúst árið 2017. Þá kom til átaka á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra. Nýnasisti ók meðal annars bíl sínum inn í hóp mótmælenda og olli dauða konu á fertugsaldri og stórslasaði fjölda annarra. Yfirvöld í Virginíu hafa brugðist hart við. Ralph Northam, ríkisstjóri, gaf út tilskipun um að banna skotvopn við ríkisþinghúsið í Richmond fyrir samkomu skotvopnaáhugamannanna. Skotvopnaeigendur kærðu tilskipunina en hæstiréttur Virginíu staðfesti banni á föstudag. Donald Trump forseti skipti sér af málum í Virginíu í tísti í gær og sakaði demókrata um að ætla að svipta fólk rétti til skotvopnaeignar. „Þetta er það sem gerist þegar þið kjósið demókrata, þeir taka byssurnar ykkar í burtu,“ tísti Trump. Mennirnir þrír sem voru handteknir í Georgíu, grunaðir um ráðabrugg um morð.AP/Lögreglan í Floyd-sýslu Lögreglumaður laumaði sér inn í hópinn Þremenningarnir sem voru handteknir í Georgíu eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um morð og að eiga aðild að glæpagengi. Þeir eru sagðir hafa ætlað að myrða hjón sem hafa verið virk í andfasistahreyfingu sem hefur verið nefnd antifa. Nýnasistar hafi talið að það myndi senda óvinum Undirstöðunnar skilaboð. FBI-fulltrúi er sagður hafa laumað sér inn í samtökin og tekið þátt í skotæfingum í fjöllum Georgíu. Þær æfingar hafi átt að vera undirbúningur samtakanna fyrir hrun Bandaríkjanna og kynþáttastríð. Alríkislögreglumaðurinn er einnig sagður hafa fylgt tveimur mannanna sem voru síðar handteknir að heimili hjónanna sem þeir hugðust myrða. Þar hafi þeir tekið út aðstæður og lagt drög að því hvernig þær ætluðu að brjótast inn og myrða þau. Hugðust mennirnir brjóta hurðina upp með sleggju, skjóta fólkið með skammbyssu og kveikja svo í húsinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Sex félagar í ofbeldisfullum nýnasistasamtökum hafa verið handteknir í Bandaríkjunum undanfarna daga. Þrír voru handteknir í vikunni og voru taldir ætla að taka þátt í skotvopnasamkomu í Virginíu. Þrír til viðbótar voru handteknir í Georgíu en þeir eru grunaður um að leggja á ráðin um að drepa liðsmenn úr hópi andfasista. Allir tilheyra mennirnir samtökum sem kalla sig Undirstaðan (e. The Base). Það eru róttæk öfgasamtök nýnasista sem eru sögð þjálfa liðsmenn sína og undirbúa fyrir kynþáttastríð. Bandaríska alríkislögreglan FBI segir að samtökin hafi lýst yfir stríði gegn minnihlutahópum í Bandaríkjunum og erlendis. Þrír nýnasistar voru handteknir í Maryland og Delaware á fimmtudag. AP-fréttastofan segir að í ákæru yfir þeim komi frama að þeir hafi keypt þúsundir skotfæra og skotheld vesti. Sumir þeirra hafi smíðað hríðskotariffil. Talið er að þeir hafi ætla að vera viðstaddir skotvopnasamkomu í Richmond í Virginíuríki á mánudag. Óttast er að samkoman á mánudag gæti leyst upp í ofbeldi. Hún hefur verið haldin árlega án mikils tilstands til þessa en svo virðist sem að nýnasistarnir hafi ætlað sér að taka hana yfir og gera úr henni svipaða uppákomu og samkoma hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í Virginíu í ágúst árið 2017. Þá kom til átaka á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra. Nýnasisti ók meðal annars bíl sínum inn í hóp mótmælenda og olli dauða konu á fertugsaldri og stórslasaði fjölda annarra. Yfirvöld í Virginíu hafa brugðist hart við. Ralph Northam, ríkisstjóri, gaf út tilskipun um að banna skotvopn við ríkisþinghúsið í Richmond fyrir samkomu skotvopnaáhugamannanna. Skotvopnaeigendur kærðu tilskipunina en hæstiréttur Virginíu staðfesti banni á föstudag. Donald Trump forseti skipti sér af málum í Virginíu í tísti í gær og sakaði demókrata um að ætla að svipta fólk rétti til skotvopnaeignar. „Þetta er það sem gerist þegar þið kjósið demókrata, þeir taka byssurnar ykkar í burtu,“ tísti Trump. Mennirnir þrír sem voru handteknir í Georgíu, grunaðir um ráðabrugg um morð.AP/Lögreglan í Floyd-sýslu Lögreglumaður laumaði sér inn í hópinn Þremenningarnir sem voru handteknir í Georgíu eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um morð og að eiga aðild að glæpagengi. Þeir eru sagðir hafa ætlað að myrða hjón sem hafa verið virk í andfasistahreyfingu sem hefur verið nefnd antifa. Nýnasistar hafi talið að það myndi senda óvinum Undirstöðunnar skilaboð. FBI-fulltrúi er sagður hafa laumað sér inn í samtökin og tekið þátt í skotæfingum í fjöllum Georgíu. Þær æfingar hafi átt að vera undirbúningur samtakanna fyrir hrun Bandaríkjanna og kynþáttastríð. Alríkislögreglumaðurinn er einnig sagður hafa fylgt tveimur mannanna sem voru síðar handteknir að heimili hjónanna sem þeir hugðust myrða. Þar hafi þeir tekið út aðstæður og lagt drög að því hvernig þær ætluðu að brjótast inn og myrða þau. Hugðust mennirnir brjóta hurðina upp með sleggju, skjóta fólkið með skammbyssu og kveikja svo í húsinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira