NFL: Rodgers minnti á sig í sigri Green Bay Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2016 08:00 Aaron Rodgers náði að þagga niður í efasemdarröddum með öflugri frammistöðu gegn Washington Redskins í síðasta leik helgarinnar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Washington byrjaði mun betur í leiknum og komst í 11-0 forystu en Green Bay hrökk þá í gang og vann leikinn að lokum, 35-18. Eftir rólega byrjun sá Rodgers til þess að Green Bay skoraði sautján stig í röð, með snertimarkssendingum á þá Randall Cobb og Davante Adams. Þá tóku hlaupararnir við en eftir að hafa verið með aðeins sautján jarda í fyrri hálfleik náði Green Bay samtals 141 hlaupajarda í þeim síðari. Þeir Eddie Lacy og James Starks skoruðu báðir snertimark þar að auki. Eftir góða byrjun á tímabilinu hafði Green Bay hikstað nokkuð á síðari hluta tímabilsins og reiknuðu margir með því að liðið myndi lenda í erfiðleikum í Washington í nótt. En Rodgers er þaulreyndur í úrslitakeppninni og sýndi að hann er enn einn besti leikmaður deildarinnar. Washington vann síðustu fjóru leiki sína í deildakeppninni en voru stöðvaðir í nótt. Innherjinn Jordan Reed átti stórleik (120 jardar, eitt snertimark) en það dugði ekki til. Þar með er ljóst að Green Bay mætir Arizona Cardinals um næstu helgi en átta lið eru nú eftir í baráttunni um meistaratitilinn.Næstu leikir:Laugardagur 16. janúar: 21.35: New England - Kansas City 01.15: Arizona - Green BaySunnudagur 17. janúar: 18.05: Carolina - Seattle 21.40: Denver - Pittsburgh NFL Tengdar fréttir NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00 NFL: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Seattle Seahawks liðið hafði heldur betur heppnina með sér í naumum 10-9 sigri á Minnesota Vikings í leik liðanna í úrslitakeppni Þjóðardeildar ameríska fótboltans í kvöld. 10. janúar 2016 21:20 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Sjá meira
Aaron Rodgers náði að þagga niður í efasemdarröddum með öflugri frammistöðu gegn Washington Redskins í síðasta leik helgarinnar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Washington byrjaði mun betur í leiknum og komst í 11-0 forystu en Green Bay hrökk þá í gang og vann leikinn að lokum, 35-18. Eftir rólega byrjun sá Rodgers til þess að Green Bay skoraði sautján stig í röð, með snertimarkssendingum á þá Randall Cobb og Davante Adams. Þá tóku hlaupararnir við en eftir að hafa verið með aðeins sautján jarda í fyrri hálfleik náði Green Bay samtals 141 hlaupajarda í þeim síðari. Þeir Eddie Lacy og James Starks skoruðu báðir snertimark þar að auki. Eftir góða byrjun á tímabilinu hafði Green Bay hikstað nokkuð á síðari hluta tímabilsins og reiknuðu margir með því að liðið myndi lenda í erfiðleikum í Washington í nótt. En Rodgers er þaulreyndur í úrslitakeppninni og sýndi að hann er enn einn besti leikmaður deildarinnar. Washington vann síðustu fjóru leiki sína í deildakeppninni en voru stöðvaðir í nótt. Innherjinn Jordan Reed átti stórleik (120 jardar, eitt snertimark) en það dugði ekki til. Þar með er ljóst að Green Bay mætir Arizona Cardinals um næstu helgi en átta lið eru nú eftir í baráttunni um meistaratitilinn.Næstu leikir:Laugardagur 16. janúar: 21.35: New England - Kansas City 01.15: Arizona - Green BaySunnudagur 17. janúar: 18.05: Carolina - Seattle 21.40: Denver - Pittsburgh
NFL Tengdar fréttir NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00 NFL: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Seattle Seahawks liðið hafði heldur betur heppnina með sér í naumum 10-9 sigri á Minnesota Vikings í leik liðanna í úrslitakeppni Þjóðardeildar ameríska fótboltans í kvöld. 10. janúar 2016 21:20 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Sjá meira
NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00
NFL: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Seattle Seahawks liðið hafði heldur betur heppnina með sér í naumum 10-9 sigri á Minnesota Vikings í leik liðanna í úrslitakeppni Þjóðardeildar ameríska fótboltans í kvöld. 10. janúar 2016 21:20
NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18