„Við höfum alltaf gert þetta svona“ ekki lengur í boði Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 09:00 Efri röð frá vinstri: Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar, Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar, Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olís, Neðri röð frá vinstri: Ásthildur Margrét Otharsdóttir stjórnarformaður Marel, Steinþór Pálsson ráðgjafi hjá KPMG,Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Lyfju. Vísir/Vilhelm Hugurinn reikar til fortíðar og framtíðar þegar sex reynsluboltar í atvinnnulífinu eru spurðir álits á því hvort álag á fyrirtækjarekstur sé að þyngjast og áskoranir fyrirtækja fleiri eða flóknari. Óðaverðbólga og óvissa eftir hrun eru nefnd sem og mismunandi staða einstaka atvinnugreina í dag, s.s. staða ferðaþjónustu eða sjávarútvegs og mögulegrar endurtekningar á loðnubresti. Nokkrum verður tíðrætt um regluverk stjórnvalda og ýmsar kvaðir sem létti fyrirtækjum ekki lífið. Atvinnulífið hafi áður gengið í gegnum miklar breytingar en nú séu áskoranir stórar og flóknar, ekki síst vegna hraða í tækniframförum og áskorana í loftlagsmálum. Breytingar feli þó einnig í sér ýmiss tækifæri fyrir framtíðina. Þá hafa neysluvenjur og lífsviðhorf fólks breyst verulega. Í umfjöllun Atvinnulífs í dag um álag á vinnustöðum án upplifunar um kulnun, hefur komið fram að þótt álag sé ekki að mælast mun meir en áður er fleira fólk að upplifa sig úrvinda og þreytt eftir vinnu. Meðal skýringa eru nefndar tíðar breytingar í fyrirtækjum, hraðar tækniframfarir og mikið áreiti á fólk. Við leituðum til sex ólíkra aðila sem hafa mikla reynslu af rekstri og viðskiptum og spurðum um álag útfrá fyrirtækjarekstrinum sjálfum. Spurt var: Telur þú fyrirtækjarekstur almennt í dag glíma við fleiri áskoranir en áður eða er álag á fyrirtækjarekstur sambærilegt nú og áður fyrr? Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar segir nánast allt vera að breytast með tækniframförum, breyttum viðhorfum og breyttum neysluvenjum. Stjórnvöld séu þessum breytingum þó undanskilin því þau sitji enn við sinn keip.Vísir Vilhelm Breyttar neysluvenjur og lífsviðhorf Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar segir viðhorf fólks gagnvart umhverfismálum, heilsu og vellíðan hafa tekið stakkaskiptum síðastliðin ár, hraði hafi aukist og álag sömuleiðis. „Já, hraðinn hefur aukist verulega og álag sömuleiðis. Áskoranir eru breytilegar en fjöldi þeirra og möguleg áhrif eru meiri. Þannig hafa miklar launahækkanir á undanförnum árum sett mikla pressu á fyrirtæki að hagræða,“ svarar Andri Þór. Andri Þór leggur áherslu á tækniframfarir í máli sínu „Þróun tæknilausna gerir nú fyrirtækjum kleift að leysa hluti með sjálfvirkum hætti sem hefði verið óhugsandi fyrir örfáum árum,“ segir Andri Þór og bætir við „hjá íslenskum iðnfyrirtækjum er enn meiri sjálfvirknivæðing lífsnauðsynleg.“ En tækifæri framtíðarinnar fæðast líka með breytingum segir Andri Þór. „Eitt stærsta tækifæri og jafnframt áskorun fyrirtækja á matvælamarkaði eru breyttar neysluvenjur og lífsviðhorf. Viðhorf gagnvart sóun, umhverfismálum, heilsu og vellíðan hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árum og áhrifin eiga eftir að koma smám saman í ljós á næstu áratugum. Samfélagsmiðlar og tíðarandinn krefjast þess að stjórnendur fyrirtækja bregðist hratt við aðstæðum og það er ekki lengur í boði að vera nokkur ár að þróa nýja vöru,“segir Andri. En þrátt fyrir að margt hafi breyst á það þó ekki við um alla hluti segir Andri Þór. „Eitt hefur þú ekki breyst en það eru heimatilbúnar áskoranir í boði stjórnvalda svo sem boðaðar breytingar í frjálsræðisátt á sölu áfengis, þó án þess að innlendir framleiðendur mega auglýsa eins og þeir erlendu og sértæk vörugjöld á gosdrykki. Neytendur hafa löngu valið og þurfa enga skatta til að segja sér fyrir verkum. Það er ótrúlegt að þurfa enn að bregðast við þessháttar áskorunum árið 2020.“ Aukin umsýsla með nýjum regluverkum Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar segir margt hafa breyst síðastliðna áratugi en þó mismikið á milli tímabila. „Það fer eftir því hvaða tímabil um ræðir, erum við að tala um síðastliðin tíu ár eða síðastliðin þrjátíu ár? Gríðarlega miklar breytingar hafa orðið á Íslandi í rekstrarumhverfi fyrirtækja síðan ég hóf að reka fyrirtæki árið 1986, bæði jákvæðar og neikvæðar,“ segir Ágústa. Ágústu er efst í huga ýmislegt regluverk sem eru ný af nálinni. „En það sem mér finnst blasa við varðandi þróun síðustu ára er aukin áskorun varðandi umsýslu við ýmis ný regluverk sem ekki voru áður sem tengjast til að mynda persónuverndarlögum og jafnlaunavottun,“ segir Ágústa. Að lokum nefnir Ágústa álögur á fyrirtæki. „Einnig má nefna að tryggingargjald er að mínu mati of hátt og íþyngjandi fyrir flest fyrirtæki,“ segir Ágústa og bætir við „og hlutfall launakostnaðar hefur vaxið ört hér á landi undanfarin ár sem gerir mörgum fyrirtækjum mun erfiðara um vik en áður, til að mynda til að halda uppi háu þjónustustigi.“ „Við höfum alltaf gert þetta svona“ ekki lengur í boði Ásthildur Margrét Otharsdóttir stjórnarformaður Marel segir að áður fyrr hafi rekstur snúist um að gæta hagsmuni eigenda en nú sé öldin önnur. „Finnst okkur ekki alltaf, á hverjum tíma, eins og álagið hafi aldrei verið meira? Síaukinn hraði, veldisvöxtur á gagnamagni og alþjóðavæðing. Endalausar breytingar og aukið flækjustig. Fyrirtæki verða sífellt berskjaldaðri fyrir samkeppni úr óvæntum áttum enda hefur meðallíftími þeirra fallið jafnt og þétt á undanförnum árum. „Við höfum alltaf gert þetta svona“ viðhorfið er ekki lengur í boði.“ Ásthildur segir heiminn standa frammi fyrir svo risavöxnum samfélagslegum áskorunum að þær verði aldrei leystar nema í samvinnu hins opinbera, atvinnulífs og einstaklinga. „Samfélagslegar kröfur til fyrirtækja eru að breytast og hlutverk þeirra er orðið óskýrara. Áður snérist það um að gæta hagsmuna eigenda. Nú eru hagsmunir fleiri aðila komnir inn í jöfnuna. Starfsfólk staldrar almennt styttra við og við gerum kröfur um meira en mánaðarlegan launatékka. Við viljum stærri tilgang með störfum okkar,“ segir Ásthildur. En Ásthildur er bjartsýn á framtíðina. „Ætli það hafi nokkurn tímann verið eins spennandi að reka fyrirtæki? Í áskorunum felast tækifæri. Áskoranir geta leitt til magnaðra nýjunga. Skýr stefna og getan til að framkvæma hana hafa aldrei verið mikilvægari.“ Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olís segir samkeppni fara harðnandi ekki aðeins vegna þess að á Íslandi hafi erlendir risar haslað sér völl með starfsstöðvum heldur einnig vegna samkeppni við erlenda aðila sem selja í gegnum netið.Vísir/Vilhelm Fleiri áskoranir, aukið álag og meiri samkeppni Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olís efast ekkert um að meira álag sé nú á fyrirtækjarekstur miðað við áður. „Álag á fyrirtækjarekstur hefur verið að aukast jafnt og þétt á undanförnum árum og á sér nokkrar skýringar. Umhverfi fyrirtækjarekstrar hefur tekið miklum breytingum með þeim áskorunum sem fylgja netvæðingu og stafrænni tækni sem er að rifja sér til rúms um þessar mundir,“ segir Jón. Jón segir samkeppni fara harðnandi þar sem erlend stórfyrirtæki hafi haslað sér völl á Íslandi, bæði í gegnum starfsstöðvar hér en eins erlendir aðilar með netsíður. „Íslensk fyrirtæki hafa í mörgum tilfellum ekki burði til að takast á við stærstu verslunarfyrirtæki heimsins þegar kemur að markaðs- og fjárhagslegum styrkleikum en eru engu að síður að standa sig mjög vel.“ Þá segir Jón Halldór íslenskt hagkerfi viðkvæmt fyrir ytri áhrifum og því geti sveiflur hér verið miklar og áhrifaríkar. Nefnir hann sem dæmi mögulegan loðnubrest, þrengingar í ferðaþjónustu og möguleikann á því að Rio Tinto hætti starfssemi á Íslandi. „Hér á árum áður var gengið fellt og samkeppnishæfni landsins leiðrétt með þeim hætti en nú sjáum við að þessi leiðrétting á sér stað í gegnum vinnumarkaðinn með aukningu í atvinnuleysi og fækkun starfa.“ Að lokum segir Jón Halldór stjórnvöld taka alltof mikinn tíma frá stjórnendum með íþyngjandi regluverki og álögum. „Umhverfi fyrirtækja er einnig sífellt að verða flóknara og meira íþyngjandi vegna regluverks og hárra skatta og af þeim sökum fer orka stjórnenda og starfsmanna í auknum mæli að takast á við skrifræðið sem því fylgir og kemur það niður á framleiðni íslenskra fyrirtækja. Í mínum huga er því óhætt að fullyrða fleiri áskoranir og aukið álag sé nú fyrir hendi en áður enda í takt við þær breytingar sem við erum að upplifa um þessar mundir í breyttum heimi tækni og framfara.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Lyfju segir það forréttindi að fylgja eftir þeim drifkröftum sem nú knýja áfram hraðar breytingar og nýjar áskoranir. Þessar breytingar muni á endanum gera fyrirtækin og samfélagið okkar betra. Breytingarnar munu gera fyrirtækin og samfélagið betra Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Lyfju segir áskoranir og álag geta verið af hinu góða. „Það eina sem er öruggt í fyrirtækjarekstri eru breytingar og það er ekkert nýtt. Álag og streita getur verið af hinu góða, hæfilegt álag hjálpar okkur að ráða við krefjandi aðstæður,“ segir Sigríður og nefnir sem dæmi að áskoranir í rekstri apóteka hafi skilað miklum árangri. Þar sé lyfjaverð helmingi lægra að raunvirði en var í kringum síðustu aldamót og lyfjaverð hér á Íslandi nú á pari við Norðurlöndin. „Á sama tíma er þjónusta apóteka á Íslandi í fremstu röð, apótek er í innan við fimm mínútna akstursfjarlægð fyrir næstum alla sem búa í þéttbýli, við erum með fleiri apótek á hvern í búa á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum,“ segir Sigríður. Sigríður Margrét skorar þó á stjórnvöld að skoða fleiri leiðir til að lækka verð á lyfjum. Hún segir Lyfju hafa bent á nokkrar leiðir í þeim efnum og farið í átak til að fræða viðskiptavini um samheitalyf. „En við höfum líka skorað á stjórnvöld að breyta greiðsluþátttökukerfinu með hliðsjón af öðrum iðnríkjum en á Íslandi greiða neytendur hærra hlutfall af lyfjakostnaði úr eigin vasa en að meðaltali innan OECD,“ segir Sigríður. Sigríður er bjartsýn á framtíðina. „Fyrirtæki sem standast tímans tönn eru fyrirtæki sem sýna heilbrigðan rekstur og aðlögunarhæfni, hafa skilgreind vaxtartækifæri og skilning á því hverjir eru drifkraftar framtíðarinnar.“ Þá segist Sigríður trúa því að nýjar áskoranir muni leiða til þess að atvinnulíf og samfélag verði betra. „Aukin áhersla á umhverfismál, heilbrigði og notkun tækni til að bæta rekstur eru allt jákvæðar áskoranir, sem ég fagna að séu á borði íslenskra stjórnenda. Tækni spilar sífellt stærra hlutverk í rekstri fyrirtækja, líkt og lífinu almennt. Við erum að lifa tæknibyltingu. Tengingum við internetið fjölgar stöðugt, sem og gögnum sem við miðlum um slíkar tengingar og aðgerðir sem byggja á gögnunum breyta raunveruleikanum í rauntíma. Þær áskoranir sem fylgja þessum drifkröftum breytinga eru forréttindi, þær gera fyrirtækin okkar betri og samfélagið okkar betra.“ Steinþór Pálsson ráðgjafi hjá KPMG rifjar upp óðaverðbólgu og hrun og minnir á að tækniframfarir hafa áður haft þau áhrif að sum fyrirtæki líði undir lok. Þar nefnir hann sem dæmi vídeóleigur eða breytingar á fjarskiptamarkaði.Vísir/Vilhelm Fyrirtæki sem aðlaga sig munu dafna, önnur hverfa Steinþór Pálsson ráðgjafi hjá KPMG rifjar upp áskoranir fyrri tíma og segir ekkert eitt algilt svar. „Að mínu mati er ekkert algilt svar við þessari spurningu. Aðstæður geta verið mjög mismunaði milli atvinnugreina, fyrirtækja og á einum tíma miðað við annan. Hægt er að nefna til dæmis óðaverðbólgu fyrri tíma eða óvissu flestra fyrirtækja um sína fjárhagsstöðu fyrst eftir bankahrunið.“ Steinþór minnir líka á að fyrri tíma tækniframfarir hafi haft áhrif á ýmiss fyrirtæki áður. „Þá höfum við séð ákveðnar tegundir fyrirtækja líða undir lok eða breytast verulega vegna tæknibreytinga, dæmi vídeó leigur og fjarskiptafyrirtæki. Sú þróun mun halda áfram.“ Að sögn Steinþórs fylgi því alltaf álag að vera í rekstri í samkeppni. „Það er því alltaf álag og áskoranir þegar kemur að fyrirtækjarekstri, að minnsta kosti hjá þeim sem starfa á virkum samkeppnismarkaði.“ Eins og fleirum verður Steinþóri líka hugsað til hraðans sem fylgir breytingum nútímans og þar bendir hann sérstaklega á mikilvægi sveigjanleika í rekstri. „Fyrirtæki þurfa nú líkt og áður stöðugt að leita leiða til að gera betur við að mæta síbreytilegum kröfum viðskiptavina og annarra hagaðila. Breytingar eru í sjálfu sér ekkert nýtt en líklega má segja að þær séu hraðari nú en oft áður, umhverfi því kvikara sem aftur kallar á aukinn sveigjanleika í starfsemi fyrirtækja. Þau fyrirtæki sem eru fljótari að aðlaga sig breytingum, til dæmis í nýtingu á tækni, tala nú ekki um þau sem stuðla að farsælum breytingum eru líklegri til að lifa og dafna en önnur hverfa.“ Í dag fjallar Atvinnulíf á Vísi um álag á vinnustöðum frá mismunandi vinklum en án upplifunar um kulnun. Tengdar fréttir Úrvinda starfsmenn: Vísbendingar um að fólk eigi erfiðara með að höndla vinnuálag Þótt fólk haldi að álag sé að aukast á vinnustöðum sýna mælingar á milli ára að fólk er ekki að meta álag í vinnunni meira en áður. Mun fleiri segjast þó vera úrvinda eftir vinnu og mjög þreyttir. Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup segir áreiti á fólk og tíðar breytingar nefndar til skýringar. 26. febrúar 2020 08:15 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Sjá meira
Hugurinn reikar til fortíðar og framtíðar þegar sex reynsluboltar í atvinnnulífinu eru spurðir álits á því hvort álag á fyrirtækjarekstur sé að þyngjast og áskoranir fyrirtækja fleiri eða flóknari. Óðaverðbólga og óvissa eftir hrun eru nefnd sem og mismunandi staða einstaka atvinnugreina í dag, s.s. staða ferðaþjónustu eða sjávarútvegs og mögulegrar endurtekningar á loðnubresti. Nokkrum verður tíðrætt um regluverk stjórnvalda og ýmsar kvaðir sem létti fyrirtækjum ekki lífið. Atvinnulífið hafi áður gengið í gegnum miklar breytingar en nú séu áskoranir stórar og flóknar, ekki síst vegna hraða í tækniframförum og áskorana í loftlagsmálum. Breytingar feli þó einnig í sér ýmiss tækifæri fyrir framtíðina. Þá hafa neysluvenjur og lífsviðhorf fólks breyst verulega. Í umfjöllun Atvinnulífs í dag um álag á vinnustöðum án upplifunar um kulnun, hefur komið fram að þótt álag sé ekki að mælast mun meir en áður er fleira fólk að upplifa sig úrvinda og þreytt eftir vinnu. Meðal skýringa eru nefndar tíðar breytingar í fyrirtækjum, hraðar tækniframfarir og mikið áreiti á fólk. Við leituðum til sex ólíkra aðila sem hafa mikla reynslu af rekstri og viðskiptum og spurðum um álag útfrá fyrirtækjarekstrinum sjálfum. Spurt var: Telur þú fyrirtækjarekstur almennt í dag glíma við fleiri áskoranir en áður eða er álag á fyrirtækjarekstur sambærilegt nú og áður fyrr? Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar segir nánast allt vera að breytast með tækniframförum, breyttum viðhorfum og breyttum neysluvenjum. Stjórnvöld séu þessum breytingum þó undanskilin því þau sitji enn við sinn keip.Vísir Vilhelm Breyttar neysluvenjur og lífsviðhorf Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar segir viðhorf fólks gagnvart umhverfismálum, heilsu og vellíðan hafa tekið stakkaskiptum síðastliðin ár, hraði hafi aukist og álag sömuleiðis. „Já, hraðinn hefur aukist verulega og álag sömuleiðis. Áskoranir eru breytilegar en fjöldi þeirra og möguleg áhrif eru meiri. Þannig hafa miklar launahækkanir á undanförnum árum sett mikla pressu á fyrirtæki að hagræða,“ svarar Andri Þór. Andri Þór leggur áherslu á tækniframfarir í máli sínu „Þróun tæknilausna gerir nú fyrirtækjum kleift að leysa hluti með sjálfvirkum hætti sem hefði verið óhugsandi fyrir örfáum árum,“ segir Andri Þór og bætir við „hjá íslenskum iðnfyrirtækjum er enn meiri sjálfvirknivæðing lífsnauðsynleg.“ En tækifæri framtíðarinnar fæðast líka með breytingum segir Andri Þór. „Eitt stærsta tækifæri og jafnframt áskorun fyrirtækja á matvælamarkaði eru breyttar neysluvenjur og lífsviðhorf. Viðhorf gagnvart sóun, umhverfismálum, heilsu og vellíðan hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árum og áhrifin eiga eftir að koma smám saman í ljós á næstu áratugum. Samfélagsmiðlar og tíðarandinn krefjast þess að stjórnendur fyrirtækja bregðist hratt við aðstæðum og það er ekki lengur í boði að vera nokkur ár að þróa nýja vöru,“segir Andri. En þrátt fyrir að margt hafi breyst á það þó ekki við um alla hluti segir Andri Þór. „Eitt hefur þú ekki breyst en það eru heimatilbúnar áskoranir í boði stjórnvalda svo sem boðaðar breytingar í frjálsræðisátt á sölu áfengis, þó án þess að innlendir framleiðendur mega auglýsa eins og þeir erlendu og sértæk vörugjöld á gosdrykki. Neytendur hafa löngu valið og þurfa enga skatta til að segja sér fyrir verkum. Það er ótrúlegt að þurfa enn að bregðast við þessháttar áskorunum árið 2020.“ Aukin umsýsla með nýjum regluverkum Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar segir margt hafa breyst síðastliðna áratugi en þó mismikið á milli tímabila. „Það fer eftir því hvaða tímabil um ræðir, erum við að tala um síðastliðin tíu ár eða síðastliðin þrjátíu ár? Gríðarlega miklar breytingar hafa orðið á Íslandi í rekstrarumhverfi fyrirtækja síðan ég hóf að reka fyrirtæki árið 1986, bæði jákvæðar og neikvæðar,“ segir Ágústa. Ágústu er efst í huga ýmislegt regluverk sem eru ný af nálinni. „En það sem mér finnst blasa við varðandi þróun síðustu ára er aukin áskorun varðandi umsýslu við ýmis ný regluverk sem ekki voru áður sem tengjast til að mynda persónuverndarlögum og jafnlaunavottun,“ segir Ágústa. Að lokum nefnir Ágústa álögur á fyrirtæki. „Einnig má nefna að tryggingargjald er að mínu mati of hátt og íþyngjandi fyrir flest fyrirtæki,“ segir Ágústa og bætir við „og hlutfall launakostnaðar hefur vaxið ört hér á landi undanfarin ár sem gerir mörgum fyrirtækjum mun erfiðara um vik en áður, til að mynda til að halda uppi háu þjónustustigi.“ „Við höfum alltaf gert þetta svona“ ekki lengur í boði Ásthildur Margrét Otharsdóttir stjórnarformaður Marel segir að áður fyrr hafi rekstur snúist um að gæta hagsmuni eigenda en nú sé öldin önnur. „Finnst okkur ekki alltaf, á hverjum tíma, eins og álagið hafi aldrei verið meira? Síaukinn hraði, veldisvöxtur á gagnamagni og alþjóðavæðing. Endalausar breytingar og aukið flækjustig. Fyrirtæki verða sífellt berskjaldaðri fyrir samkeppni úr óvæntum áttum enda hefur meðallíftími þeirra fallið jafnt og þétt á undanförnum árum. „Við höfum alltaf gert þetta svona“ viðhorfið er ekki lengur í boði.“ Ásthildur segir heiminn standa frammi fyrir svo risavöxnum samfélagslegum áskorunum að þær verði aldrei leystar nema í samvinnu hins opinbera, atvinnulífs og einstaklinga. „Samfélagslegar kröfur til fyrirtækja eru að breytast og hlutverk þeirra er orðið óskýrara. Áður snérist það um að gæta hagsmuna eigenda. Nú eru hagsmunir fleiri aðila komnir inn í jöfnuna. Starfsfólk staldrar almennt styttra við og við gerum kröfur um meira en mánaðarlegan launatékka. Við viljum stærri tilgang með störfum okkar,“ segir Ásthildur. En Ásthildur er bjartsýn á framtíðina. „Ætli það hafi nokkurn tímann verið eins spennandi að reka fyrirtæki? Í áskorunum felast tækifæri. Áskoranir geta leitt til magnaðra nýjunga. Skýr stefna og getan til að framkvæma hana hafa aldrei verið mikilvægari.“ Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olís segir samkeppni fara harðnandi ekki aðeins vegna þess að á Íslandi hafi erlendir risar haslað sér völl með starfsstöðvum heldur einnig vegna samkeppni við erlenda aðila sem selja í gegnum netið.Vísir/Vilhelm Fleiri áskoranir, aukið álag og meiri samkeppni Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olís efast ekkert um að meira álag sé nú á fyrirtækjarekstur miðað við áður. „Álag á fyrirtækjarekstur hefur verið að aukast jafnt og þétt á undanförnum árum og á sér nokkrar skýringar. Umhverfi fyrirtækjarekstrar hefur tekið miklum breytingum með þeim áskorunum sem fylgja netvæðingu og stafrænni tækni sem er að rifja sér til rúms um þessar mundir,“ segir Jón. Jón segir samkeppni fara harðnandi þar sem erlend stórfyrirtæki hafi haslað sér völl á Íslandi, bæði í gegnum starfsstöðvar hér en eins erlendir aðilar með netsíður. „Íslensk fyrirtæki hafa í mörgum tilfellum ekki burði til að takast á við stærstu verslunarfyrirtæki heimsins þegar kemur að markaðs- og fjárhagslegum styrkleikum en eru engu að síður að standa sig mjög vel.“ Þá segir Jón Halldór íslenskt hagkerfi viðkvæmt fyrir ytri áhrifum og því geti sveiflur hér verið miklar og áhrifaríkar. Nefnir hann sem dæmi mögulegan loðnubrest, þrengingar í ferðaþjónustu og möguleikann á því að Rio Tinto hætti starfssemi á Íslandi. „Hér á árum áður var gengið fellt og samkeppnishæfni landsins leiðrétt með þeim hætti en nú sjáum við að þessi leiðrétting á sér stað í gegnum vinnumarkaðinn með aukningu í atvinnuleysi og fækkun starfa.“ Að lokum segir Jón Halldór stjórnvöld taka alltof mikinn tíma frá stjórnendum með íþyngjandi regluverki og álögum. „Umhverfi fyrirtækja er einnig sífellt að verða flóknara og meira íþyngjandi vegna regluverks og hárra skatta og af þeim sökum fer orka stjórnenda og starfsmanna í auknum mæli að takast á við skrifræðið sem því fylgir og kemur það niður á framleiðni íslenskra fyrirtækja. Í mínum huga er því óhætt að fullyrða fleiri áskoranir og aukið álag sé nú fyrir hendi en áður enda í takt við þær breytingar sem við erum að upplifa um þessar mundir í breyttum heimi tækni og framfara.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Lyfju segir það forréttindi að fylgja eftir þeim drifkröftum sem nú knýja áfram hraðar breytingar og nýjar áskoranir. Þessar breytingar muni á endanum gera fyrirtækin og samfélagið okkar betra. Breytingarnar munu gera fyrirtækin og samfélagið betra Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Lyfju segir áskoranir og álag geta verið af hinu góða. „Það eina sem er öruggt í fyrirtækjarekstri eru breytingar og það er ekkert nýtt. Álag og streita getur verið af hinu góða, hæfilegt álag hjálpar okkur að ráða við krefjandi aðstæður,“ segir Sigríður og nefnir sem dæmi að áskoranir í rekstri apóteka hafi skilað miklum árangri. Þar sé lyfjaverð helmingi lægra að raunvirði en var í kringum síðustu aldamót og lyfjaverð hér á Íslandi nú á pari við Norðurlöndin. „Á sama tíma er þjónusta apóteka á Íslandi í fremstu röð, apótek er í innan við fimm mínútna akstursfjarlægð fyrir næstum alla sem búa í þéttbýli, við erum með fleiri apótek á hvern í búa á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum,“ segir Sigríður. Sigríður Margrét skorar þó á stjórnvöld að skoða fleiri leiðir til að lækka verð á lyfjum. Hún segir Lyfju hafa bent á nokkrar leiðir í þeim efnum og farið í átak til að fræða viðskiptavini um samheitalyf. „En við höfum líka skorað á stjórnvöld að breyta greiðsluþátttökukerfinu með hliðsjón af öðrum iðnríkjum en á Íslandi greiða neytendur hærra hlutfall af lyfjakostnaði úr eigin vasa en að meðaltali innan OECD,“ segir Sigríður. Sigríður er bjartsýn á framtíðina. „Fyrirtæki sem standast tímans tönn eru fyrirtæki sem sýna heilbrigðan rekstur og aðlögunarhæfni, hafa skilgreind vaxtartækifæri og skilning á því hverjir eru drifkraftar framtíðarinnar.“ Þá segist Sigríður trúa því að nýjar áskoranir muni leiða til þess að atvinnulíf og samfélag verði betra. „Aukin áhersla á umhverfismál, heilbrigði og notkun tækni til að bæta rekstur eru allt jákvæðar áskoranir, sem ég fagna að séu á borði íslenskra stjórnenda. Tækni spilar sífellt stærra hlutverk í rekstri fyrirtækja, líkt og lífinu almennt. Við erum að lifa tæknibyltingu. Tengingum við internetið fjölgar stöðugt, sem og gögnum sem við miðlum um slíkar tengingar og aðgerðir sem byggja á gögnunum breyta raunveruleikanum í rauntíma. Þær áskoranir sem fylgja þessum drifkröftum breytinga eru forréttindi, þær gera fyrirtækin okkar betri og samfélagið okkar betra.“ Steinþór Pálsson ráðgjafi hjá KPMG rifjar upp óðaverðbólgu og hrun og minnir á að tækniframfarir hafa áður haft þau áhrif að sum fyrirtæki líði undir lok. Þar nefnir hann sem dæmi vídeóleigur eða breytingar á fjarskiptamarkaði.Vísir/Vilhelm Fyrirtæki sem aðlaga sig munu dafna, önnur hverfa Steinþór Pálsson ráðgjafi hjá KPMG rifjar upp áskoranir fyrri tíma og segir ekkert eitt algilt svar. „Að mínu mati er ekkert algilt svar við þessari spurningu. Aðstæður geta verið mjög mismunaði milli atvinnugreina, fyrirtækja og á einum tíma miðað við annan. Hægt er að nefna til dæmis óðaverðbólgu fyrri tíma eða óvissu flestra fyrirtækja um sína fjárhagsstöðu fyrst eftir bankahrunið.“ Steinþór minnir líka á að fyrri tíma tækniframfarir hafi haft áhrif á ýmiss fyrirtæki áður. „Þá höfum við séð ákveðnar tegundir fyrirtækja líða undir lok eða breytast verulega vegna tæknibreytinga, dæmi vídeó leigur og fjarskiptafyrirtæki. Sú þróun mun halda áfram.“ Að sögn Steinþórs fylgi því alltaf álag að vera í rekstri í samkeppni. „Það er því alltaf álag og áskoranir þegar kemur að fyrirtækjarekstri, að minnsta kosti hjá þeim sem starfa á virkum samkeppnismarkaði.“ Eins og fleirum verður Steinþóri líka hugsað til hraðans sem fylgir breytingum nútímans og þar bendir hann sérstaklega á mikilvægi sveigjanleika í rekstri. „Fyrirtæki þurfa nú líkt og áður stöðugt að leita leiða til að gera betur við að mæta síbreytilegum kröfum viðskiptavina og annarra hagaðila. Breytingar eru í sjálfu sér ekkert nýtt en líklega má segja að þær séu hraðari nú en oft áður, umhverfi því kvikara sem aftur kallar á aukinn sveigjanleika í starfsemi fyrirtækja. Þau fyrirtæki sem eru fljótari að aðlaga sig breytingum, til dæmis í nýtingu á tækni, tala nú ekki um þau sem stuðla að farsælum breytingum eru líklegri til að lifa og dafna en önnur hverfa.“ Í dag fjallar Atvinnulíf á Vísi um álag á vinnustöðum frá mismunandi vinklum en án upplifunar um kulnun.
Tengdar fréttir Úrvinda starfsmenn: Vísbendingar um að fólk eigi erfiðara með að höndla vinnuálag Þótt fólk haldi að álag sé að aukast á vinnustöðum sýna mælingar á milli ára að fólk er ekki að meta álag í vinnunni meira en áður. Mun fleiri segjast þó vera úrvinda eftir vinnu og mjög þreyttir. Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup segir áreiti á fólk og tíðar breytingar nefndar til skýringar. 26. febrúar 2020 08:15 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Sjá meira
Úrvinda starfsmenn: Vísbendingar um að fólk eigi erfiðara með að höndla vinnuálag Þótt fólk haldi að álag sé að aukast á vinnustöðum sýna mælingar á milli ára að fólk er ekki að meta álag í vinnunni meira en áður. Mun fleiri segjast þó vera úrvinda eftir vinnu og mjög þreyttir. Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup segir áreiti á fólk og tíðar breytingar nefndar til skýringar. 26. febrúar 2020 08:15