Sjeikinn af Dúbaí rændi dætrum sínum og hótaði eiginkonu sinni Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2020 16:57 Maktoum er forsætisráðherra og varaforseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Hér sést hann á ráðstefnu um málefni kvenna í febrúar. Vísir/EPA Breskur dómstóll telur að Sjeik Mohammed bin Rashid al-Maktoum, leiðtogi Dúbaí, hafi látið ræna dætrum sínum, og hótað eiginkonu sinni. Niðurstöðurnar voru birtar í tengslum við mál sem Haya prinsessa, eiginkona Maktoum, höfðaði eftir að hún flúði til Bretlands í fyrra. Sjeik Maktoum reyndi að koma í veg fyrir að niðurstöður dómstólsins yrðu birtar opinberlega. Haya prinsessa hefur sagst óttast um líf sitt eftir að hún flúði Dúbaí ásamt tveimur börnum þeirra í fyrra. Sjeikinn er talinn hafa látið ræna Sjeikja Shamsa, annarri dóttur hans, og snúa henni með valdi aftur til Dúbaí þegar hún dvaldi á Englandi árið 2000. Hún er sögð hafa verið sprautuð með róaandi lyfi og henni haldið í Dúbaí allar götur síðan. Þá er Maktoum talinn bera ábyrgð á sambærilegri meðferð á Sjeikha Latifa, annarri dóttur hans, bæði árið 2002 og 2018. Í fyrsta skiptið lét sjeikinn halda Latifu í fangelsi í þrjú ár. Fyrir tveimur árum var hún stöðvuð á hafi úti þegar hún flúði Dúbaí. Hún er nú sögð í stofufangelsi. Breski dómarinn taldi ásakanir hennar um alvarlegt ofbeldi sem teldust pyntingar trúverðugar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Haya prinsessa varð sjötta og yngsta eiginkona Maktoum árið 2004. Þau eiga saman tvö börn sem eru sjö og ellefu ára gömul. Hún segist hafa flúið Dúbaí eftir að hún fór að grenslast fyrir um örlög dætra Maktoum en hann hafði fullyrt að þeim hefði verið „bjargað“. Dómari féllst á rök Hayu um að hún hafi verið fórnarlamb ógnana útsendara eiginmanns hennar. Þannig hafi byssa með öruggið af í tvígang verið skilin eftir á kodda hennar og þyrlu lent fyrir utan húsið hennar með hótun um að hún yrði flutt nauðug í eyðimerkurfangelsi. Sameinuðu arabísku furstadæmin Bretland Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Breskur dómstóll telur að Sjeik Mohammed bin Rashid al-Maktoum, leiðtogi Dúbaí, hafi látið ræna dætrum sínum, og hótað eiginkonu sinni. Niðurstöðurnar voru birtar í tengslum við mál sem Haya prinsessa, eiginkona Maktoum, höfðaði eftir að hún flúði til Bretlands í fyrra. Sjeik Maktoum reyndi að koma í veg fyrir að niðurstöður dómstólsins yrðu birtar opinberlega. Haya prinsessa hefur sagst óttast um líf sitt eftir að hún flúði Dúbaí ásamt tveimur börnum þeirra í fyrra. Sjeikinn er talinn hafa látið ræna Sjeikja Shamsa, annarri dóttur hans, og snúa henni með valdi aftur til Dúbaí þegar hún dvaldi á Englandi árið 2000. Hún er sögð hafa verið sprautuð með róaandi lyfi og henni haldið í Dúbaí allar götur síðan. Þá er Maktoum talinn bera ábyrgð á sambærilegri meðferð á Sjeikha Latifa, annarri dóttur hans, bæði árið 2002 og 2018. Í fyrsta skiptið lét sjeikinn halda Latifu í fangelsi í þrjú ár. Fyrir tveimur árum var hún stöðvuð á hafi úti þegar hún flúði Dúbaí. Hún er nú sögð í stofufangelsi. Breski dómarinn taldi ásakanir hennar um alvarlegt ofbeldi sem teldust pyntingar trúverðugar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Haya prinsessa varð sjötta og yngsta eiginkona Maktoum árið 2004. Þau eiga saman tvö börn sem eru sjö og ellefu ára gömul. Hún segist hafa flúið Dúbaí eftir að hún fór að grenslast fyrir um örlög dætra Maktoum en hann hafði fullyrt að þeim hefði verið „bjargað“. Dómari féllst á rök Hayu um að hún hafi verið fórnarlamb ógnana útsendara eiginmanns hennar. Þannig hafi byssa með öruggið af í tvígang verið skilin eftir á kodda hennar og þyrlu lent fyrir utan húsið hennar með hótun um að hún yrði flutt nauðug í eyðimerkurfangelsi.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Bretland Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira