Innlent

Árni Þór þurfti að hætta keppni eftir tæplega 37 kílómetra

Árni syndir í Ermarsundinu í dag
Árni syndir í Ermarsundinu í dag mynd/ermarsund.com
Árni Þór Árnason sundkappi þurfti að hætta sundi yfir Ermarsundið nú fyrir stundu. Á heimasíðu hans segir að axlarmeiðsl og miklir straumar þvingi hann til að taka þessa ákvörðun i samráði við skipstjórann og aðstoðarmenn sína um borð. Árni var búinn að synda í nákvæmlega 9 klukkutíma og 33 mínútur og lagt að baki 36,5 kílómetra.

Hann var að öðru leyti í mjög góðu ásigkomulagi þegar hann kom um borð og vildi hann skila þakklæti til allra sem hafa fylgst með veitt sér stuðning í verkefninu. Þetta var fyrsta tilraun Árna til að synda Ermarsundið en einungis einum Íslendingi hefur tekist að synda yfir sundið. Það gerði Benedikt Hjartarson árið 2008.

Heimasíða Árna Þórs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×