„Ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í“ Anton Ingi Leifsson skrifar 13. maí 2020 09:30 Guðjón Valur gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn. vísir/s2s Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður í handbolta í heimi, gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn en hann lagði skóna á hilluna fyrr í mánuðinum. Guðjón Valur gerði sér lítið fyrir og fór á 22 stórmót með landsliðinu en eitt þeirra var HM í Frakklandi 2001. Það var annað stórmót Guðjóns en í fyrsta sinn sem hann var eini vinstri hornamaðurinn í hópnum. „Við spilum við Bandaríkjamenn á Selfossi. Inn í klefa eftir leikinn er hópurinn skorinn niður,“ sagði Guðjón. Gústaf Bjarnason, einn reynslubolti hópsins, var ekki valinn í hópinn og Guðjón því, eins og áður segir, einn með vinstri hornarstöðuna. „Gústi Bjarna var að spila á sínum heimavelli. Ég held að hann hafi verið fyrirliði í þessum leik og er svo „köttaður“. Þetta er ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í með liðinu þá til baka.“ „Þetta var reynslumikill og náinn hópur eins og við urðum síðar. Mér fannst ég eiginlega ekki fitta inn aldurslega og tengingalega séð. Maður var einn af fáum sem var að spila á Íslandi á þeim tíma. Ég man alltaf eftir þessa tilfinningu og mig langaði ekki að líða svona. Þetta var ekkert sem ég gat að gert og þetta var val þjálfarans.“ Hann segir þó að hann hafi lært mikið að því hvernig Gústaf kom fram við hann strax eftir valið. Hann hafi óskað honum til hamingju og strákarnir hafi tekið honum vel þrátt fyrir ungan aldur. „Þetta var óþægilegt og erfitt á þeim tíma en þá lærði ég hvernig maður getur tekið á við erfiðar aðstæður. Gústi kom til mín, óskaði mér til hamingju og góðs gengis og var alvöru karlmaður. Það var ekkert vesen frá hópnum eða honum gagnvart mér en mér fannst þetta rangt. Mér fannst ég vera taka eitthvað frá honum þó að ákvörðunin hafi ekki verið mín. Ég var honum alltaf þakklátur fyrir það hvernig hann tæklaði þetta og tók samviskubitið frá mér. “ Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón um rútuferðina fyrir EM 2001 Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður í handbolta í heimi, gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn en hann lagði skóna á hilluna fyrr í mánuðinum. Guðjón Valur gerði sér lítið fyrir og fór á 22 stórmót með landsliðinu en eitt þeirra var HM í Frakklandi 2001. Það var annað stórmót Guðjóns en í fyrsta sinn sem hann var eini vinstri hornamaðurinn í hópnum. „Við spilum við Bandaríkjamenn á Selfossi. Inn í klefa eftir leikinn er hópurinn skorinn niður,“ sagði Guðjón. Gústaf Bjarnason, einn reynslubolti hópsins, var ekki valinn í hópinn og Guðjón því, eins og áður segir, einn með vinstri hornarstöðuna. „Gústi Bjarna var að spila á sínum heimavelli. Ég held að hann hafi verið fyrirliði í þessum leik og er svo „köttaður“. Þetta er ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í með liðinu þá til baka.“ „Þetta var reynslumikill og náinn hópur eins og við urðum síðar. Mér fannst ég eiginlega ekki fitta inn aldurslega og tengingalega séð. Maður var einn af fáum sem var að spila á Íslandi á þeim tíma. Ég man alltaf eftir þessa tilfinningu og mig langaði ekki að líða svona. Þetta var ekkert sem ég gat að gert og þetta var val þjálfarans.“ Hann segir þó að hann hafi lært mikið að því hvernig Gústaf kom fram við hann strax eftir valið. Hann hafi óskað honum til hamingju og strákarnir hafi tekið honum vel þrátt fyrir ungan aldur. „Þetta var óþægilegt og erfitt á þeim tíma en þá lærði ég hvernig maður getur tekið á við erfiðar aðstæður. Gústi kom til mín, óskaði mér til hamingju og góðs gengis og var alvöru karlmaður. Það var ekkert vesen frá hópnum eða honum gagnvart mér en mér fannst þetta rangt. Mér fannst ég vera taka eitthvað frá honum þó að ákvörðunin hafi ekki verið mín. Ég var honum alltaf þakklátur fyrir það hvernig hann tæklaði þetta og tók samviskubitið frá mér. “ Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón um rútuferðina fyrir EM 2001 Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira