Enski boltinn

Rashford fer í efnafræðipróf á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Hinn átján ára Marcus Rashford er orðin hetja í augum stuðningsmanna Manchester United en þessi átján ára piltur skoraði tvö mörk í 3-2 sigri liðsins á Arsenal í dag.

Sjá einnig: Rashford hetja United í ótrúlegum sigri

Þetta var hans fyrsti deildarleikur með United en þess ber að geta að Rashford skoraði tvö mörk í fyrsta aðalliðsleik hans með United - gegn Mitdjylland á fimmtudagskvöldið.

Sjá einnig: Hver er þessi Rashford?

Rashford var spurður eftir leikinn í dag hvernig hann ætlaði að halda upp á sigurinn í kvöld. Svar hans var einfalt.

„Ég mun ekki fagna í kvöld. Ég er að fara í efnafræðipróf á morgun,“ sagði markaskorarinn ungi.


Tengdar fréttir

Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin

Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×