Caballero hetja Manchester City í úrslitum deildarbikarsins | Sjáðu vítaspyrnukeppnina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. febrúar 2016 19:00 Manchester City varð í dag enskur deildabikarmeistari eftir sigur á Liverpool í úrslitaleiknum á Wembley-leikvanginum í London. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 1-1 og því þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Þar var Willy Caballero, markvörður City, hetja sinna manna en hann varði þrjár vítaspyrnu Liverpool af fjórum. Caballero hefur varið mark City í bikarkeppnunum í vetur og Manuel Pellegrini hélt tryggð við hann fyrir leikinn í dag, sem þýddi að enski landsliðsmarkvörðurinn Joe Hart sat á bekknum. Caballero launaði traustið með frábærri frammistöðu í vítaspyrnukeppninni. Liverpool var meira með boltann í leiknum í dag en City komst yfir í upphafi síðari hálfleik er Fernandinho skoraði með skoti sem Simon Mignolet, markvörður Liverpool, átti að verja. City fékk hættulegri færi og hefði átt að auka forystu sína. Raheem Sterling, fyrrum leikmaður Liverpool, brenndi af af stuttu færi en Mignolet varði einnig nokkrum sinnum vel. Liverpool gekk illa að skapa hættu fyrir framan mark City en þung sókn skilaði þeim rauðklæddu loks marki þegar Coutinho náði að fylgja eftir stangarskoti varamannsins Adam Lallana og skora með hnitmiðuðu skoti. Lítið gerðist í framlengingunni en Sergio Agüero átti langbesta færi hennar þegar hann átti skot í teignum sem Mignolet varði glæsilega. Það þurfti því vítaspyrnu til að fá niðurstöðu í leikinn. Vítaspyrnukeppnin byrjaði vel fyrir Liverpool þar sem að Emre Can skoraði í fyrstu spyrnu hennar og Fernandinho skaut í stöng. En þá tók Caballero yfir og varði allar hinar spyrnur Liverpool, á meðan að Jesus Navas, Sergio Agüero og Yaya Toure nýttu allir sínar spyrnur. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi sem má lesa hér fyrir neðan.Bein textalýsing | Liverpool - Manchester City 1-1: 0-1 Fernandinho (49.) 1-1 Philippe Coutinho (83.)Vítaspyrnukeppnin: 1-0 Emre Can skorar. Vippa í mitt markið. Caballero farinn í hornið.Fernandinho skýtur í stöng! Mignolet í réttu horni.Caballero ver frá Lucas Leiva!1-1 Jesus Navas skorar. Mignolet aftur í rétt horn.Caballero ver frá Phillipe Coutinho!1-2 Sergio Agüero skorar. Enn fer Mignolet í rétt horn.Caballero ver frá Adam Lallana!1-3 Yaya Toure skorar! City vann!Fyrir vítaspyrnukeppnina: Liverpool byrjar. Emre Can er fyrstur.Fyrir vítaspyrnukeppnina: Klopp tekur sína menn á fund og rekur upp stríðsöskur. Stórskemmtilegt. Klopp hefur greinilega gaman að þessu. Aðeins rólegra hjá Pellegrini.Venjulegum leiktíma lokið: City fékk þrjú föst leikatriði hér rétt í lokin en náði ekki að nýta neitt þeirra. Því ekkert annað að gera en að fara í vítaspyrnukeppni.5 - Liverpool have won all five cup finals that they have gone to a penalty shootout in before today. Omen?— OptaJoe (@OptaJoe) February 28, 2016 117. mín: Allt á suðupunkti. Yaya Toure og Adam Lallana að hnakkrífast. Toure hrindir Lallana niður sem bregst illa við og veður í hann. Toure bregst við með því að taka hann í glímu. Báðir fá gult fyrir þetta.112. mín: Milner ætlar að skalla boltann aftur til Mignolet en setur ekki nógu mikinn kraft í skallann. Agüero nær til boltans en stýrir honum yfir. Mátti litlu muna.110. mín: Clyne tekur á rás að teignum en er tæklaður hressilega af Otamendi, sem fær gult spjald fyrir. Aukaspyrnan á hættulegum stað. Sturridge með skotið en það er auðvelt fyrir Argentínumanninn í marki City.109. mín: David Silva er tekinn af velli og inn kemur Wilfried Bony, sem hefur verið lengi frá vegna meiðsla.109. mín: Hörkusókn hjá Liverpool. Origi með skalla en Caballero ver af stuttu færi. Mjög vel varið eftir þunga sókn Liverpool.Síðari hálfleikur framlengingar hafinn: Jæja, fáum við sigurmark eða fáum við vítaspyrnukeppni?Fyrri hálfleik framlengingar lokið: Enn er City að fara illa með færin sín. Gæti orðið dýrt.115. mín: Þvílík markvarsla hjá Mignolet! Sá er að bjarga orðsporinu. Agüero í frábæru færi eftir gott samspil við Silva. Reynir að lauma honum fram hjá Mignolet sem nær rétt svo að verja skotið. Frábær markvarsla.102. mín: Origi með skot fyrir Liverpool utan teigs en það er hátt yfir. Afar rólegt þessa stundina.97. mín: Liverpool meira með boltann en getur lítið gert með hann. City reynir að sækja hratt þegar liðið fær boltann. Skyndisóknir City hafa verið hættulegar í leiknum en Liverpool hefur ekki gefið færi á sér í framlengingunni.Framlenging hafin: Tvöföld skipting hjá City. Zabaleta og Navas koma inn fyrir Sagna og Fernando. Nýr hægri kantur.Venjulegum leiktíma lokið: City sótti stíft eftir jöfnunarmark Liverpool en það dugði ekki til. Lítið gerðist í uppbótartímanum og því framlengt.89. mín: Stórsókn hjá City. Toure með skalla af stuttu færi en Mignolet ver. Toure í frákastið en Mignolet nær að kæfa skotið. Liverpool stendur þetta áhlaup af sér.86. mín: Fernando í færi en Mignolet ver af stuttu færi. Sending frá Sterling og boltinn dettur fyrir Fernando sem nær skoti að marki en nú er Belginn vel á verði.83. mín: Liverpool jafnar! City búið að gefa Liverpool pláss og þeir rauðu nýta sér það. Eftir baráttu berst boltinn á Sturridge sem rennir boltanum fyrir markið. Lallana er á fjærstöng en skýtur í stöng. Coutinho er á réttum stað, nær frákastinu og skorar með hnitmiðuðu skoti. Fyrstu skot Liverpool á markið!81. mín: Divock Origi kemur inn fyrir Roberto Firmino. Benteke enn á bekknum og Liverpool búið að nota allar þrjár skiptingarnar sínar. City á enn eftir allar sínar.80. mín: Kun Agüero fer illa með Milner og Lucas á hægri kantinum. Kemur boltanum inn í teig á Sterling sem reynir að stýra honum í fjærhornið en hittir ekki markið, aftur.78. mín: Var þetta skot? Sending frá Sturridge inn á Milner sem er með fínt pláss á vinstri kantinum. Fer inn í teig, er of seinn að taka skotið en þegar það kemur fer það bara inn í þvöguna. Ekki einu sinni nálægt því að fara á markið.73. mín: Tölfræðin. Liverpool: 7 skot - 0 á markið. City: 8 skot - 3 á markið. Það er lítið mál fyrir Caballero að halda hreinu þegar hann fær ekki einu sinni skot á sig. Liverpool samt með boltann meira en 60%.72. mín: Alberto Moreno er tekinn af velli og Adam Lallana kemur inn. Moreno heppinn að fá ekki rautt rétt áðan.66. mín: Enn er verið að opna vörn Liverpool upp á gátt. Nú kemst Fernandinho á sprett og Moreno brýtur. Nú flautar Oliver og gefur Moreno áminningu. Aukaspyrnan á stórhættulegum stað. Silva með spyrnuna en yfir markið.62. mín: Michael Oliver, hvað ertu að spá? Enn ein skyndisóknin hjá City og Liverpool-vörnin á hælunum. Moreno missir Agüero framhjá sér og reynir að ná til boltans með því að rétta út löppina aftur fyrir sig. Missir af boltanum en tekur manninn niður. Ekkert dæmt og City-menn eru skiljanlega afar ósáttir, enda hefði þetta verið víti og rautt.60. mín: Önnur skyndisókn og nú er það Silva sem finnur Sterling dauðafrían rétt fyrir framan markteiginn. Hann hittir ekki markið. Ótrúlegt að hann skoraði ekki en hvar í ósköpunum var vörnin hjá Liverpool þarna?56. mín: Fín sókn hjá Liverpool. Sturridge með stungusendingu á Milner sem er aðeins of seinn og skýtur í hliðarnetið af stuttu færi.49. mín: City komið yfir og það er gjöf hjá Mignolet! Agüro fær boltann rétt utan teigs og bíður eftir hlaupinu frá Fernandinho. Sendingin kemur svo inn í teig á hárréttum tíma fyrir Fernandinho, sem skýtur föstu skoti að marki. Mignolet missir boltann undir sig. Á að gera mun betur þarna.Síðari hálfleikur hafinn: Engar frekari breytingar á liðunum.Fyrri hálfleik lokið: Eftir fína byrjun hefur þessi fyrri hálfleikur verið að mestu tíðindalaus. Vonandi fáum við meira fjör í seinni hálfleikinn.33. mín: Sturridge gerir vel að halda boltanum í baráttunni við Fernando sem brýtur á Sturridge rétt utan teigs vinstra megin, ekki langt frá endalínunni. Milner gefur á Coutinho úr aukaspyrnunni, sem gefur fasta sendingu inn í teig og Kolo Toure var hársbreidd frá því að skalla boltann í netið af stuttu færi.24. mín: Sakho grýtir vatnsbrúsa í bræði sinni og grefur sig undir úlpu á bekknum. Hann er greinilega algjörlega miður sín.24. mín: Sakho fær aftur aðhlynningu. Það á að taka hann út af. Það er augljóst eftir svona höfuðhögg. Sakho fær ræðuna frá Jürgen Klopp og skilur greinilega ekkert í því af hverju hann er að fara út af. En inn kemur Kolo Toure.Klopp ræðir við Sakho.Vísir/Getty23. mín: Liverpool í ágætu færi en Milner rangstæður. Þá fór City í skyndisókn og Kun Agüero fékk langa sendingu frá Silva. Leikur á Silva og Sakho, sem rennur illa til, en skot hans er varið í stöng. Frábær markvarsla hjá Mignolet. Langbesta færi leiksins.16. mín: Leikurinn stöðvaður eftir höfuðsamstuð þeirra Sakho og Can. Stukku báðir upp í skallaboltan en skullu illa saman. Sakho þarf meiri aðhlynningu og Toure byrjar að hita upp. Sakho er þó mættur aftur og leikurinn farinn af stað.7. mín: Það er baulað duglega á Raheem Sterling þegar hann fær boltann. Sterling var að sækja aukaspyrnu rétt utan vítateigs vinstra megin eftir að Clyne braut á honum. Silva með sendinguna inn á teig úr aukaspyrnunni en Sakho skalla frá.6. mín: Firmino reynir skemmtilega „no-look“ stungusendingu inn fyrir varnarlínu City á Clyne en bakvörðurinn nær ekki til boltans. Fín byrjun hjá þeim rauðu.1. mín: Liverpool byrjar af krafti og Caballero þarf að grípa inn í hættulega sendingu frá Alberto Moreno inn í teig. Argentínumaðurinn gerir það.1. mín: Liverpool byrjar með boltann. Úrslitaleikurinn er hafinn á Wembley!Fyrir leik: Daniel Sturridge hefur misst af 32 leikjum til þessa á tímabilinu vegna meiðsla. En ef hann spilar eru líkur á að hann skori. Hann er með fimm mörk í tíu leikjum til þessa.Fyrir leik: Kolo Toure er á bekknum hjá Liverpool en bróðir hans, byrjar vitanlega fyrir Manchester City. Það væri áhugavert að sjá þá tvo kljást á vellinum í dag. Fyrir leik: Pellegrini hefur notað Caballero í marki City í öllum bikarleikjum vetrarins og er engin breyting þar á í dag. Caballero hefur þó fengið á sig mark í hverjum einasta leik City í deildabikarnum í vetur. Hann hefur þó haldið hreinu í tveimur af þremur bikarleikjum til þessa. Caballero hefur spilað tvo deildarleiki í vetur og fékk hann á sig mark í báðum leikjum.Pellegrini goes with Willy Caballero in goal ahead of Joe Hart - have to admire his loyalty...I think.— Phil McNulty (@philmcnulty) February 28, 2016 Fyrir leik: Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvort að Jürgen Klopp nær að vinna sinn fyrsta titil sem knattspyrnustjóri Liverpool í dag. Það yrði sannarlega kærkomið fyrir þann þýska, sem tók við liðinu í október. Þess ber að geta að Manuel Pellegrini vann sinn fyrsta titil sem stjóri City í deildabikarnum árið 2014. Nokkrum mánuðum síðan gerði hann City að Englandsmeisturum. Fyrir leik: Það er ein breyting á byrjunarliði City í dag. Willy Caballero kemur inn í markið fyrir Joe Hart, eins og búist var við. Fyrir leik: Hér er byrjunarliðið hjá City. Vincent Kompany er í vörninni og Raheem Sterling byrjar líka, rétt eins og bakvörðurinn Bacary Sagna. Bony og Navas hafa báðir verið lengi frá en eru á bekknum í dag, sem eru góðar fréttir fyrir City.TEAM NEWS: The City line-up competing for the #capitalonecup today! #cityatwembley #mcfc pic.twitter.com/kegpOEJ3EQ— Manchester City FC (@MCFC) February 28, 2016 Fyrir leik: Vekur líka athygli að Lucas Leiva er í vörninni hjá Liverpool í dag. Hann var miðvörður í leiknum gegn Augsburg í fjarveru þeirra Dejan Lovren og Martin Skrtel en Liverpool hélt hreinu í þeim leik. Skrtel hefur verið meiddur og Lovren veikur. Fyrir leik: Byrjunarliðið hjá Liverpool er klárt. Það er eins og í leiknum gegn Augsburg. Eins og sjá má er Daniel Sturridge í byrjunarliði Liverpool en með honum frammi eru Coutinho og Firmino. Benteke og Origi eru því á bekknum. Adam Lallana er líka á bekknum.Today's confirmed #LFC starting line-up and subs for the Capital One Cup final v @MCFC pic.twitter.com/Fbj2meyWoB— Liverpool FC (@LFC) February 28, 2016 Fyrir leik: Velkomin í beina textalýsingu frá úrslitaleiknum á Wembley. Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Sjá meira
Manchester City varð í dag enskur deildabikarmeistari eftir sigur á Liverpool í úrslitaleiknum á Wembley-leikvanginum í London. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 1-1 og því þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Þar var Willy Caballero, markvörður City, hetja sinna manna en hann varði þrjár vítaspyrnu Liverpool af fjórum. Caballero hefur varið mark City í bikarkeppnunum í vetur og Manuel Pellegrini hélt tryggð við hann fyrir leikinn í dag, sem þýddi að enski landsliðsmarkvörðurinn Joe Hart sat á bekknum. Caballero launaði traustið með frábærri frammistöðu í vítaspyrnukeppninni. Liverpool var meira með boltann í leiknum í dag en City komst yfir í upphafi síðari hálfleik er Fernandinho skoraði með skoti sem Simon Mignolet, markvörður Liverpool, átti að verja. City fékk hættulegri færi og hefði átt að auka forystu sína. Raheem Sterling, fyrrum leikmaður Liverpool, brenndi af af stuttu færi en Mignolet varði einnig nokkrum sinnum vel. Liverpool gekk illa að skapa hættu fyrir framan mark City en þung sókn skilaði þeim rauðklæddu loks marki þegar Coutinho náði að fylgja eftir stangarskoti varamannsins Adam Lallana og skora með hnitmiðuðu skoti. Lítið gerðist í framlengingunni en Sergio Agüero átti langbesta færi hennar þegar hann átti skot í teignum sem Mignolet varði glæsilega. Það þurfti því vítaspyrnu til að fá niðurstöðu í leikinn. Vítaspyrnukeppnin byrjaði vel fyrir Liverpool þar sem að Emre Can skoraði í fyrstu spyrnu hennar og Fernandinho skaut í stöng. En þá tók Caballero yfir og varði allar hinar spyrnur Liverpool, á meðan að Jesus Navas, Sergio Agüero og Yaya Toure nýttu allir sínar spyrnur. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi sem má lesa hér fyrir neðan.Bein textalýsing | Liverpool - Manchester City 1-1: 0-1 Fernandinho (49.) 1-1 Philippe Coutinho (83.)Vítaspyrnukeppnin: 1-0 Emre Can skorar. Vippa í mitt markið. Caballero farinn í hornið.Fernandinho skýtur í stöng! Mignolet í réttu horni.Caballero ver frá Lucas Leiva!1-1 Jesus Navas skorar. Mignolet aftur í rétt horn.Caballero ver frá Phillipe Coutinho!1-2 Sergio Agüero skorar. Enn fer Mignolet í rétt horn.Caballero ver frá Adam Lallana!1-3 Yaya Toure skorar! City vann!Fyrir vítaspyrnukeppnina: Liverpool byrjar. Emre Can er fyrstur.Fyrir vítaspyrnukeppnina: Klopp tekur sína menn á fund og rekur upp stríðsöskur. Stórskemmtilegt. Klopp hefur greinilega gaman að þessu. Aðeins rólegra hjá Pellegrini.Venjulegum leiktíma lokið: City fékk þrjú föst leikatriði hér rétt í lokin en náði ekki að nýta neitt þeirra. Því ekkert annað að gera en að fara í vítaspyrnukeppni.5 - Liverpool have won all five cup finals that they have gone to a penalty shootout in before today. Omen?— OptaJoe (@OptaJoe) February 28, 2016 117. mín: Allt á suðupunkti. Yaya Toure og Adam Lallana að hnakkrífast. Toure hrindir Lallana niður sem bregst illa við og veður í hann. Toure bregst við með því að taka hann í glímu. Báðir fá gult fyrir þetta.112. mín: Milner ætlar að skalla boltann aftur til Mignolet en setur ekki nógu mikinn kraft í skallann. Agüero nær til boltans en stýrir honum yfir. Mátti litlu muna.110. mín: Clyne tekur á rás að teignum en er tæklaður hressilega af Otamendi, sem fær gult spjald fyrir. Aukaspyrnan á hættulegum stað. Sturridge með skotið en það er auðvelt fyrir Argentínumanninn í marki City.109. mín: David Silva er tekinn af velli og inn kemur Wilfried Bony, sem hefur verið lengi frá vegna meiðsla.109. mín: Hörkusókn hjá Liverpool. Origi með skalla en Caballero ver af stuttu færi. Mjög vel varið eftir þunga sókn Liverpool.Síðari hálfleikur framlengingar hafinn: Jæja, fáum við sigurmark eða fáum við vítaspyrnukeppni?Fyrri hálfleik framlengingar lokið: Enn er City að fara illa með færin sín. Gæti orðið dýrt.115. mín: Þvílík markvarsla hjá Mignolet! Sá er að bjarga orðsporinu. Agüero í frábæru færi eftir gott samspil við Silva. Reynir að lauma honum fram hjá Mignolet sem nær rétt svo að verja skotið. Frábær markvarsla.102. mín: Origi með skot fyrir Liverpool utan teigs en það er hátt yfir. Afar rólegt þessa stundina.97. mín: Liverpool meira með boltann en getur lítið gert með hann. City reynir að sækja hratt þegar liðið fær boltann. Skyndisóknir City hafa verið hættulegar í leiknum en Liverpool hefur ekki gefið færi á sér í framlengingunni.Framlenging hafin: Tvöföld skipting hjá City. Zabaleta og Navas koma inn fyrir Sagna og Fernando. Nýr hægri kantur.Venjulegum leiktíma lokið: City sótti stíft eftir jöfnunarmark Liverpool en það dugði ekki til. Lítið gerðist í uppbótartímanum og því framlengt.89. mín: Stórsókn hjá City. Toure með skalla af stuttu færi en Mignolet ver. Toure í frákastið en Mignolet nær að kæfa skotið. Liverpool stendur þetta áhlaup af sér.86. mín: Fernando í færi en Mignolet ver af stuttu færi. Sending frá Sterling og boltinn dettur fyrir Fernando sem nær skoti að marki en nú er Belginn vel á verði.83. mín: Liverpool jafnar! City búið að gefa Liverpool pláss og þeir rauðu nýta sér það. Eftir baráttu berst boltinn á Sturridge sem rennir boltanum fyrir markið. Lallana er á fjærstöng en skýtur í stöng. Coutinho er á réttum stað, nær frákastinu og skorar með hnitmiðuðu skoti. Fyrstu skot Liverpool á markið!81. mín: Divock Origi kemur inn fyrir Roberto Firmino. Benteke enn á bekknum og Liverpool búið að nota allar þrjár skiptingarnar sínar. City á enn eftir allar sínar.80. mín: Kun Agüero fer illa með Milner og Lucas á hægri kantinum. Kemur boltanum inn í teig á Sterling sem reynir að stýra honum í fjærhornið en hittir ekki markið, aftur.78. mín: Var þetta skot? Sending frá Sturridge inn á Milner sem er með fínt pláss á vinstri kantinum. Fer inn í teig, er of seinn að taka skotið en þegar það kemur fer það bara inn í þvöguna. Ekki einu sinni nálægt því að fara á markið.73. mín: Tölfræðin. Liverpool: 7 skot - 0 á markið. City: 8 skot - 3 á markið. Það er lítið mál fyrir Caballero að halda hreinu þegar hann fær ekki einu sinni skot á sig. Liverpool samt með boltann meira en 60%.72. mín: Alberto Moreno er tekinn af velli og Adam Lallana kemur inn. Moreno heppinn að fá ekki rautt rétt áðan.66. mín: Enn er verið að opna vörn Liverpool upp á gátt. Nú kemst Fernandinho á sprett og Moreno brýtur. Nú flautar Oliver og gefur Moreno áminningu. Aukaspyrnan á stórhættulegum stað. Silva með spyrnuna en yfir markið.62. mín: Michael Oliver, hvað ertu að spá? Enn ein skyndisóknin hjá City og Liverpool-vörnin á hælunum. Moreno missir Agüero framhjá sér og reynir að ná til boltans með því að rétta út löppina aftur fyrir sig. Missir af boltanum en tekur manninn niður. Ekkert dæmt og City-menn eru skiljanlega afar ósáttir, enda hefði þetta verið víti og rautt.60. mín: Önnur skyndisókn og nú er það Silva sem finnur Sterling dauðafrían rétt fyrir framan markteiginn. Hann hittir ekki markið. Ótrúlegt að hann skoraði ekki en hvar í ósköpunum var vörnin hjá Liverpool þarna?56. mín: Fín sókn hjá Liverpool. Sturridge með stungusendingu á Milner sem er aðeins of seinn og skýtur í hliðarnetið af stuttu færi.49. mín: City komið yfir og það er gjöf hjá Mignolet! Agüro fær boltann rétt utan teigs og bíður eftir hlaupinu frá Fernandinho. Sendingin kemur svo inn í teig á hárréttum tíma fyrir Fernandinho, sem skýtur föstu skoti að marki. Mignolet missir boltann undir sig. Á að gera mun betur þarna.Síðari hálfleikur hafinn: Engar frekari breytingar á liðunum.Fyrri hálfleik lokið: Eftir fína byrjun hefur þessi fyrri hálfleikur verið að mestu tíðindalaus. Vonandi fáum við meira fjör í seinni hálfleikinn.33. mín: Sturridge gerir vel að halda boltanum í baráttunni við Fernando sem brýtur á Sturridge rétt utan teigs vinstra megin, ekki langt frá endalínunni. Milner gefur á Coutinho úr aukaspyrnunni, sem gefur fasta sendingu inn í teig og Kolo Toure var hársbreidd frá því að skalla boltann í netið af stuttu færi.24. mín: Sakho grýtir vatnsbrúsa í bræði sinni og grefur sig undir úlpu á bekknum. Hann er greinilega algjörlega miður sín.24. mín: Sakho fær aftur aðhlynningu. Það á að taka hann út af. Það er augljóst eftir svona höfuðhögg. Sakho fær ræðuna frá Jürgen Klopp og skilur greinilega ekkert í því af hverju hann er að fara út af. En inn kemur Kolo Toure.Klopp ræðir við Sakho.Vísir/Getty23. mín: Liverpool í ágætu færi en Milner rangstæður. Þá fór City í skyndisókn og Kun Agüero fékk langa sendingu frá Silva. Leikur á Silva og Sakho, sem rennur illa til, en skot hans er varið í stöng. Frábær markvarsla hjá Mignolet. Langbesta færi leiksins.16. mín: Leikurinn stöðvaður eftir höfuðsamstuð þeirra Sakho og Can. Stukku báðir upp í skallaboltan en skullu illa saman. Sakho þarf meiri aðhlynningu og Toure byrjar að hita upp. Sakho er þó mættur aftur og leikurinn farinn af stað.7. mín: Það er baulað duglega á Raheem Sterling þegar hann fær boltann. Sterling var að sækja aukaspyrnu rétt utan vítateigs vinstra megin eftir að Clyne braut á honum. Silva með sendinguna inn á teig úr aukaspyrnunni en Sakho skalla frá.6. mín: Firmino reynir skemmtilega „no-look“ stungusendingu inn fyrir varnarlínu City á Clyne en bakvörðurinn nær ekki til boltans. Fín byrjun hjá þeim rauðu.1. mín: Liverpool byrjar af krafti og Caballero þarf að grípa inn í hættulega sendingu frá Alberto Moreno inn í teig. Argentínumaðurinn gerir það.1. mín: Liverpool byrjar með boltann. Úrslitaleikurinn er hafinn á Wembley!Fyrir leik: Daniel Sturridge hefur misst af 32 leikjum til þessa á tímabilinu vegna meiðsla. En ef hann spilar eru líkur á að hann skori. Hann er með fimm mörk í tíu leikjum til þessa.Fyrir leik: Kolo Toure er á bekknum hjá Liverpool en bróðir hans, byrjar vitanlega fyrir Manchester City. Það væri áhugavert að sjá þá tvo kljást á vellinum í dag. Fyrir leik: Pellegrini hefur notað Caballero í marki City í öllum bikarleikjum vetrarins og er engin breyting þar á í dag. Caballero hefur þó fengið á sig mark í hverjum einasta leik City í deildabikarnum í vetur. Hann hefur þó haldið hreinu í tveimur af þremur bikarleikjum til þessa. Caballero hefur spilað tvo deildarleiki í vetur og fékk hann á sig mark í báðum leikjum.Pellegrini goes with Willy Caballero in goal ahead of Joe Hart - have to admire his loyalty...I think.— Phil McNulty (@philmcnulty) February 28, 2016 Fyrir leik: Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvort að Jürgen Klopp nær að vinna sinn fyrsta titil sem knattspyrnustjóri Liverpool í dag. Það yrði sannarlega kærkomið fyrir þann þýska, sem tók við liðinu í október. Þess ber að geta að Manuel Pellegrini vann sinn fyrsta titil sem stjóri City í deildabikarnum árið 2014. Nokkrum mánuðum síðan gerði hann City að Englandsmeisturum. Fyrir leik: Það er ein breyting á byrjunarliði City í dag. Willy Caballero kemur inn í markið fyrir Joe Hart, eins og búist var við. Fyrir leik: Hér er byrjunarliðið hjá City. Vincent Kompany er í vörninni og Raheem Sterling byrjar líka, rétt eins og bakvörðurinn Bacary Sagna. Bony og Navas hafa báðir verið lengi frá en eru á bekknum í dag, sem eru góðar fréttir fyrir City.TEAM NEWS: The City line-up competing for the #capitalonecup today! #cityatwembley #mcfc pic.twitter.com/kegpOEJ3EQ— Manchester City FC (@MCFC) February 28, 2016 Fyrir leik: Vekur líka athygli að Lucas Leiva er í vörninni hjá Liverpool í dag. Hann var miðvörður í leiknum gegn Augsburg í fjarveru þeirra Dejan Lovren og Martin Skrtel en Liverpool hélt hreinu í þeim leik. Skrtel hefur verið meiddur og Lovren veikur. Fyrir leik: Byrjunarliðið hjá Liverpool er klárt. Það er eins og í leiknum gegn Augsburg. Eins og sjá má er Daniel Sturridge í byrjunarliði Liverpool en með honum frammi eru Coutinho og Firmino. Benteke og Origi eru því á bekknum. Adam Lallana er líka á bekknum.Today's confirmed #LFC starting line-up and subs for the Capital One Cup final v @MCFC pic.twitter.com/Fbj2meyWoB— Liverpool FC (@LFC) February 28, 2016 Fyrir leik: Velkomin í beina textalýsingu frá úrslitaleiknum á Wembley.
Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Sjá meira