Fótbolti

Buffon hélt hreinu áttunda leikinn í röð | Sjáðu mörkin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Melo reynir að leika á Bonucci sem mætir af hörku
Melo reynir að leika á Bonucci sem mætir af hörku Vísir/Getty
Juventus er komið aftur á sigurbraut eftir að hafa gert óvænt jafntefli við Bologna í síðustu umferð. Liðið hafði betur í stórslag gegn Inter í kvöld, 2-0.

Leonardo Bonucci kom Juventus á bragðið á 47. mínútu eftir slæm mistök í vörn Inter. Paulo Dybala gaf inn á teig úr aukaspyrnu en varnarmaðurinn Danilo D'Ambrosio skallaði boltann beint fyrir fætur Bonucci sem þakkaði fyrir sig og skoraði af stuttu færi.

Síðara mark Juventus kom úr aukaspyrnu sem var dæmd eftir að brotið var á varamanninum Alvaro Morata. Hann skoraði sjálfur úr spyrnunni en hann var þá búinn að vera inn á í aðeins tvær mínútur.

Fyrir leikinn gegn Bologna hafði Juventus unnið fimmtán leiki í röð en Gianlugi Buffon hefur ekki fengið á sig mark í deildarleik síðan 20. desember, er Juventus vann Carpi, 3-2. Hann hefur nú haldið marki sínu hreinu í 746 mínútur sem er metjöfnun hjá þessum magnaða markverði.

Leonardo Bonucci kom Juventus yfir á 47. mínútu: Alvaro Morata skoraði annað mark Juventus úr vítaspyrnu á 84. mínútu:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×