Skilur örvæntinguna og ræðir við bareigendur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2020 11:17 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að yfirvöld muni heyra í fulltrúum kráareigenda á næstu dögum vegna þeirra takmarkana sem verið hafa á starfsemi skemmtistaða og kráa vegna kórónuveirufaraldursins. Kráareigendur hafa gagnrýnt mjög þá ákvörðun yfirvalda að þeim sé gert að hafa sína starfsemi lokaða á meðan veitingahús fái að hafa opið. Vilja þeir fá að opna þann 25. maí, þegar næstu stóru skref í afléttingum samkomubannsins verða tekin, og hefur hópur bareiganda í miðbæ Reykjavíkur sent erindi á lögregluna, Reykjavíkurborg og almannavarnir þess efnis. Fái þeir ekki leyfi til að opna sjá þeir sig engu að síður tilneydda til þess að opna að því er fram kom í frétt RÚV í gærkvöldi. Víðir kveðst ekki hafa fengið umrætt erindi í hendurnar en hann hafi séð fréttina í gærkvöldi. „Þetta er eins og við höfum sagt frá, að þetta er eitt af því sem er í skoðun fyrir breytingarnar 25. maí. Við höfum ekkert gefið út endanlega hverjar breytingarnar verða þá. Þetta er eins og allt annað sem eru takmarkanir á, það er til skoðunar fyrir þann tíma og skýrist bara á næstu dögum,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hefur fullan skilning á því að menn séu orðnir örvæntingarfullir Stefnt er að því að opna sundlaugar landsins næstkomandi mánudag og hafa almannavarnir og landlæknir haft samráð við rekstraraðila sundstaða varðandi það hvernig hægt er að útfæra opnanirnar. Aðspurður hvort eitthvað svipað samstarf eða samtal hafi átt sér stað við kráareigendur segir Víðir: „Nei, við höfum ekki gert það en við ætlum að gera það. Við ætlum að heyra í einhverjum fulltrúum þeirra á næstu dögum og heyra í þeim hljóðið. En eins og ég segi þá erum við að fara í gegnum hvern þátt fyrir sig sem verður 25. og þetta er á listanum.“ Kráareigendur hafa sagt að þeim finnist það ósanngjarnt og í því felist mismunun að þeim sé gert að hafa lokað á meðan veitingahús séu opin. Samkvæmt reglunum mega þau ekki vera opin lengur en til 23 á kvöldin og vilja bareigendur fá að opna og hafa sama opnunartíma. Víðir kveðst hafa mikinn skilning á stöðu allra þeirra sem eru búnir að sæta lokunum eða mjög miklum takmörkunum á sinni starfsemi. „Þetta er lífsviðurværi fólks sem við erum að tala um, við tökum þetta ekki af neinum léttleika, þetta er ekki neitt svoleiðis. Maður hefur bara fullan skilning á því að menn séu orðnir örvæntingarfullir með sitt lífsviðurværi. Það er bara mjög alvarlegt og þess vegna er þetta til skoðunar fyrir 25. maí og var það áður en þessi frétt birtist.“ Hann kveðst ekki búast við því að opnunartími veitingahúsa verði lengdur þann 25. maí. „Það er til skoðunar en ég hef trú á að menn vilji halda þessari línu áfram,“ segir Víðir. Og þá væri möguleiki á að barirnir myndu fá sama opnunartíma? „Það er til mjög alvarlegrar skoðunar. Þegar við förum yfir þetta þá erum við að skoða alla þessa staði sem eru ekki búnir að fá heimild, það eru líkamsræktarstöðvarnar, spilasalir, spilakassar, skemmtistaðir og krár sem eru sérstaklega tilteknar enn þá lokaðar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að yfirvöld muni heyra í fulltrúum kráareigenda á næstu dögum vegna þeirra takmarkana sem verið hafa á starfsemi skemmtistaða og kráa vegna kórónuveirufaraldursins. Kráareigendur hafa gagnrýnt mjög þá ákvörðun yfirvalda að þeim sé gert að hafa sína starfsemi lokaða á meðan veitingahús fái að hafa opið. Vilja þeir fá að opna þann 25. maí, þegar næstu stóru skref í afléttingum samkomubannsins verða tekin, og hefur hópur bareiganda í miðbæ Reykjavíkur sent erindi á lögregluna, Reykjavíkurborg og almannavarnir þess efnis. Fái þeir ekki leyfi til að opna sjá þeir sig engu að síður tilneydda til þess að opna að því er fram kom í frétt RÚV í gærkvöldi. Víðir kveðst ekki hafa fengið umrætt erindi í hendurnar en hann hafi séð fréttina í gærkvöldi. „Þetta er eins og við höfum sagt frá, að þetta er eitt af því sem er í skoðun fyrir breytingarnar 25. maí. Við höfum ekkert gefið út endanlega hverjar breytingarnar verða þá. Þetta er eins og allt annað sem eru takmarkanir á, það er til skoðunar fyrir þann tíma og skýrist bara á næstu dögum,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hefur fullan skilning á því að menn séu orðnir örvæntingarfullir Stefnt er að því að opna sundlaugar landsins næstkomandi mánudag og hafa almannavarnir og landlæknir haft samráð við rekstraraðila sundstaða varðandi það hvernig hægt er að útfæra opnanirnar. Aðspurður hvort eitthvað svipað samstarf eða samtal hafi átt sér stað við kráareigendur segir Víðir: „Nei, við höfum ekki gert það en við ætlum að gera það. Við ætlum að heyra í einhverjum fulltrúum þeirra á næstu dögum og heyra í þeim hljóðið. En eins og ég segi þá erum við að fara í gegnum hvern þátt fyrir sig sem verður 25. og þetta er á listanum.“ Kráareigendur hafa sagt að þeim finnist það ósanngjarnt og í því felist mismunun að þeim sé gert að hafa lokað á meðan veitingahús séu opin. Samkvæmt reglunum mega þau ekki vera opin lengur en til 23 á kvöldin og vilja bareigendur fá að opna og hafa sama opnunartíma. Víðir kveðst hafa mikinn skilning á stöðu allra þeirra sem eru búnir að sæta lokunum eða mjög miklum takmörkunum á sinni starfsemi. „Þetta er lífsviðurværi fólks sem við erum að tala um, við tökum þetta ekki af neinum léttleika, þetta er ekki neitt svoleiðis. Maður hefur bara fullan skilning á því að menn séu orðnir örvæntingarfullir með sitt lífsviðurværi. Það er bara mjög alvarlegt og þess vegna er þetta til skoðunar fyrir 25. maí og var það áður en þessi frétt birtist.“ Hann kveðst ekki búast við því að opnunartími veitingahúsa verði lengdur þann 25. maí. „Það er til skoðunar en ég hef trú á að menn vilji halda þessari línu áfram,“ segir Víðir. Og þá væri möguleiki á að barirnir myndu fá sama opnunartíma? „Það er til mjög alvarlegrar skoðunar. Þegar við förum yfir þetta þá erum við að skoða alla þessa staði sem eru ekki búnir að fá heimild, það eru líkamsræktarstöðvarnar, spilasalir, spilakassar, skemmtistaðir og krár sem eru sérstaklega tilteknar enn þá lokaðar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira