Menn hafa vikið fyrir minna en mistökin í Aserta-málinu Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2016 13:35 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þeir sem stóðu að málsókn gegn fólki í Aserta„málinu og fleiri skyldum málum skuldi þeim einstaklingum sem voru ákærðir að minnsta kosti afsökunarbeiðni. Þá þurfi að svara því hvers vegna Seðlabankinn tryggði ekki betur lagastoð fyrir aðgerðum sínum í þessum málum. Í janúar árið 2010 var boðað til blaðamannafundar sem á sér fá fordæmi á Íslandi þar sem greint var frá ákærum á fjóra nafngreinda einstaklinga í fyrirtækinu Aserta fyrir stórfelld gjaldeyrismisferli. Ekki var dæmt í málinu fyrr en í Héraðsdómi Reykjaness í desember árið 2014 þar sem allir sakborningar voru sýknaðir.Sjá einnig: Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ákæruvaldið tók sér síðan 14 mánuði til að ákveða hvort áfrýja ætti málinu til Hæstaréttar og ákvað svo á föstudag í síðustu viku að gera það ekki. Þá höfðu þessir fjórmenningar haft stöðu grunaðra manna í sex ár. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi allan þennan málatilbúnað harðlega í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Það er náttúrlega ótrúlega dapurt í fyrsta lagi að fulltrúar frá Seðlabanka, Ríkissaksóknara og Fjármálaeftirlitinu skuli boða til fundar með þeim hætti sem þá var gert. Þá sagði forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins, Gunnnar Andersen, að fundurinn ætti að hafa fælingarmátt. Þar eru nánast nafngreindir þeir einstaklingar sem hlut áttu að máli hjá Aserta fyrirtækinu. En málatilbúnaðurinn allur er byggður á reglum um gjaldeyrismál frá Seðlabankanum sem ekki höfðu lögskilið samþykki ráðherra,” sagði Ragnheiður.Sjá einnig: Ragnheiður spyr hver ætli að axla ábyrgð á Aserta-málinu Nú hafi þrjú samskonar mál fallið vegna þess að Seðlabankinn hefði ekki aflað sér nauðsynlegs samþykktar ráðherra á þeim reglum sem sótt var til saka eftir. Þeir sem komu að málunum hafi síðan nánast ekkert tjáð sig um þessi mistök og þess vegna sé því ósvarað hvernig svona lagað geti gerst í þrígang. „Og hvað kallar það á? Kallar það á að öll þessi fyrirtæki, allir þessir einstaklingar, fari í skaðabótamál og við hvern þá? Þeir færu í skaðabótamál við ríkið. Því allt eru þetta ríkisstofnanir,“ segir Ragnheiður. Hún kalli eftir ábyrgð í þessu máli; í það minnsta að þeir sem voru ákærðir í þessum málum verði beðnir afsökunar. Ertu að kalla eftir því að fólk segi af sér, víki,“ spurði Sigurjón M. Egilsson. „Menn hafa nú vikið fyrir minna,“ svaraði Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Samtalið má heyra hér að ofan. Tengdar fréttir Ragnheiður spyr hver ætli að axla ábyrgð á Aserta-málinu „Það er algjörlega ljóst að í þessu máli var farið rangt af stað,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 24. febrúar 2016 16:11 Aserta-málið: „Framlengt um 14 mánuði algjörlega að óþörfu“ Arnar Þór Stefánsson, verjandi Ólafs Sigmundssonar, segir það greinilegt að áfrýjun ríkissaksóknara á sýknudómi Héraðsdóms Reykjaness til Hæstaréttar hafi verið vanhugsuð en fallið var frá áfrýjuninni fyrir helgi. 22. febrúar 2016 21:30 Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. 22. febrúar 2016 15:15 Markús Máni ósáttur við „innistæðulausar afsakanir“ Fallið var frá áfrýjun Aserta-málsins í gær. 24. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þeir sem stóðu að málsókn gegn fólki í Aserta„málinu og fleiri skyldum málum skuldi þeim einstaklingum sem voru ákærðir að minnsta kosti afsökunarbeiðni. Þá þurfi að svara því hvers vegna Seðlabankinn tryggði ekki betur lagastoð fyrir aðgerðum sínum í þessum málum. Í janúar árið 2010 var boðað til blaðamannafundar sem á sér fá fordæmi á Íslandi þar sem greint var frá ákærum á fjóra nafngreinda einstaklinga í fyrirtækinu Aserta fyrir stórfelld gjaldeyrismisferli. Ekki var dæmt í málinu fyrr en í Héraðsdómi Reykjaness í desember árið 2014 þar sem allir sakborningar voru sýknaðir.Sjá einnig: Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ákæruvaldið tók sér síðan 14 mánuði til að ákveða hvort áfrýja ætti málinu til Hæstaréttar og ákvað svo á föstudag í síðustu viku að gera það ekki. Þá höfðu þessir fjórmenningar haft stöðu grunaðra manna í sex ár. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi allan þennan málatilbúnað harðlega í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Það er náttúrlega ótrúlega dapurt í fyrsta lagi að fulltrúar frá Seðlabanka, Ríkissaksóknara og Fjármálaeftirlitinu skuli boða til fundar með þeim hætti sem þá var gert. Þá sagði forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins, Gunnnar Andersen, að fundurinn ætti að hafa fælingarmátt. Þar eru nánast nafngreindir þeir einstaklingar sem hlut áttu að máli hjá Aserta fyrirtækinu. En málatilbúnaðurinn allur er byggður á reglum um gjaldeyrismál frá Seðlabankanum sem ekki höfðu lögskilið samþykki ráðherra,” sagði Ragnheiður.Sjá einnig: Ragnheiður spyr hver ætli að axla ábyrgð á Aserta-málinu Nú hafi þrjú samskonar mál fallið vegna þess að Seðlabankinn hefði ekki aflað sér nauðsynlegs samþykktar ráðherra á þeim reglum sem sótt var til saka eftir. Þeir sem komu að málunum hafi síðan nánast ekkert tjáð sig um þessi mistök og þess vegna sé því ósvarað hvernig svona lagað geti gerst í þrígang. „Og hvað kallar það á? Kallar það á að öll þessi fyrirtæki, allir þessir einstaklingar, fari í skaðabótamál og við hvern þá? Þeir færu í skaðabótamál við ríkið. Því allt eru þetta ríkisstofnanir,“ segir Ragnheiður. Hún kalli eftir ábyrgð í þessu máli; í það minnsta að þeir sem voru ákærðir í þessum málum verði beðnir afsökunar. Ertu að kalla eftir því að fólk segi af sér, víki,“ spurði Sigurjón M. Egilsson. „Menn hafa nú vikið fyrir minna,“ svaraði Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Samtalið má heyra hér að ofan.
Tengdar fréttir Ragnheiður spyr hver ætli að axla ábyrgð á Aserta-málinu „Það er algjörlega ljóst að í þessu máli var farið rangt af stað,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 24. febrúar 2016 16:11 Aserta-málið: „Framlengt um 14 mánuði algjörlega að óþörfu“ Arnar Þór Stefánsson, verjandi Ólafs Sigmundssonar, segir það greinilegt að áfrýjun ríkissaksóknara á sýknudómi Héraðsdóms Reykjaness til Hæstaréttar hafi verið vanhugsuð en fallið var frá áfrýjuninni fyrir helgi. 22. febrúar 2016 21:30 Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. 22. febrúar 2016 15:15 Markús Máni ósáttur við „innistæðulausar afsakanir“ Fallið var frá áfrýjun Aserta-málsins í gær. 24. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ragnheiður spyr hver ætli að axla ábyrgð á Aserta-málinu „Það er algjörlega ljóst að í þessu máli var farið rangt af stað,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 24. febrúar 2016 16:11
Aserta-málið: „Framlengt um 14 mánuði algjörlega að óþörfu“ Arnar Þór Stefánsson, verjandi Ólafs Sigmundssonar, segir það greinilegt að áfrýjun ríkissaksóknara á sýknudómi Héraðsdóms Reykjaness til Hæstaréttar hafi verið vanhugsuð en fallið var frá áfrýjuninni fyrir helgi. 22. febrúar 2016 21:30
Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. 22. febrúar 2016 15:15
Markús Máni ósáttur við „innistæðulausar afsakanir“ Fallið var frá áfrýjun Aserta-málsins í gær. 24. febrúar 2016 10:30