Erlent

Öflugar sprengingar í Bagdad

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá vettvangi árásarinnar.
Frá vettvangi árásarinnar. twitter
Írakskir lögreglumenn segja að minnsta kosti 24 hafa látið lífið í Bagdad í dag þegar tvær sprengjur sprungu á markaði í borginni. 52 aðrir eru í það minnsta særðir.

Sprengjurnar sprungu á farsímamarkaði í Sadr-hverfinu þar sem meirihluti íbúa eru shía-múslimar.

Mikill ófriður hefur einkennt hverfið sem hefur reglulega mátt þola sprengingar sem þessar síðastliðinn áratug.

Í ágúst síðastliðnum sprakk bílasprengja á öðrum markaði í hverfinu sem varð 80 manns að bana. Skæruliðar með tengsl við Íslamska ríkið lýstu yfir ábyrgð á þeirri árás.

Árásin í Sadr áttu sér stað skömmu eftir að hermenn ISIS réðust að Abu Ghraib, vestan við höfuðborgina. Áhlaupið var leitt áfram af sjálfsmorðssprengjuárásum þungvopnuðum mönnum á pallbílum. Hún er sögð stærsta árás ISIS í landinu svo mánuðum skiptir. 12 stjórnarhermenn létust í árásinni.

Abu Ghraib er þekkt fyrir hið alræmda fangelsi sem Bandaríkjamenn nýttu til að pynta og niðurlægja fanga sem þar var haldið. Því var lokað í apríl árið 2014.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×