Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 10:20 Kjósendur bíða í röð eftir að kjörfundur hefjist í Hoover-framhaldsskólanum í Des Moines í Iowa í gær. AP/Charlie Neibergall Demókrataflokkurinn í Iowa segist búast við því að greint verði frá úrslitum í forvali flokksins þar síðar í dag. Miklar tafir hafa orðið á birtingu úrslita í forvalinu sem fór fram í gær vegna tæknilegra örðugleika í nýju snjallforriti sem var notað til að halda utan um talninguna. Ringulreið hefur ríkt á meðal frambjóðenda og stuðningsmanna þeirra í forvali demókrata vegna tafanna. Fulltrúar flokksins sögðu í gærkvöldi að úrslitin tefðust vegna „misræmis“ í tilkynningum kjörstaða um úrslit. Troy Price, formaður Demókrataflokksins í Iowa, sagði við fréttamenn í nótt að hann byggist við úrslitum þegar búið væri að handtelja gögn um úrslitin „síðar í dag“. Lagði hann áherslu á að tafirnar væru vegna tæknilegra vandamála, ekki vegna þess að brotist hefði verið inn í tölvukerfi. „Þetta tekur lengur en við bjuggumst við. Kerfið er til staðar til að tryggja að við getum greint frá úrslitum með fullri vissu,“ sagði Price og New York Times hefur eftir. Nota myndir, skjöl og tölvukerfi til að telja aftur Forvalið í Iowa er ekki hefðbundin atkvæðagreiðsla heldur safnast kjósendur saman á kjörfundum í íþróttahúsum og samkomusölum þar sem þeir skipta sér í hópa eftir því hvaða frambjóðanda þeir styðja. Auk tölvukerfis sem var notað til að skrásetja úrslitin styðjast fulltrúar flokksins við myndir af úrslitum og skjölum um þau til að staðfesta úrslit. Ellefu frambjóðendur keppast um að hljóta útnefningu sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í forvalinu. Framboð Bernie Sanders, óháðs öldungadeildarþingmanns frá Vermont, og Pete Buttigieg, borgarstjóra frá South Bend í Indiana, birtu eigin tölur um úrslit í gærkvöldi og töldu sig hafa gert vel. Forval Repúblikanaflokksins í Iowa fór einnig fram í gær en þar hafði Donald Trump forseti öruggan sigur. Tveir buðu sig fram gegn honum, þeir Bill Weld, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, og Joe Walsh, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður frá Illinois. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forval demókrata hefst í Iowa Bernie Sanders og Joe Biden mælast með mestan stuðning frambjóðenda í Iowa þar sem val demókrata á forsetaframbjóðanda sínum hefst í dag. 3. febrúar 2020 08:31 Kosningar í Bandaríkjunum: Biden og Bernie þykja sigurstranglegastir Demókratar í Iowa í Bandaríkjunum kjósa um forsetaframbjóðanda flokksins í dag. Nokkuð mjótt er á munum og fyrirkomulag kosninganna óútreiknanlegt. Útlit er því fyrir spennandi kosningar. 3. febrúar 2020 19:00 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Demókrataflokkurinn í Iowa segist búast við því að greint verði frá úrslitum í forvali flokksins þar síðar í dag. Miklar tafir hafa orðið á birtingu úrslita í forvalinu sem fór fram í gær vegna tæknilegra örðugleika í nýju snjallforriti sem var notað til að halda utan um talninguna. Ringulreið hefur ríkt á meðal frambjóðenda og stuðningsmanna þeirra í forvali demókrata vegna tafanna. Fulltrúar flokksins sögðu í gærkvöldi að úrslitin tefðust vegna „misræmis“ í tilkynningum kjörstaða um úrslit. Troy Price, formaður Demókrataflokksins í Iowa, sagði við fréttamenn í nótt að hann byggist við úrslitum þegar búið væri að handtelja gögn um úrslitin „síðar í dag“. Lagði hann áherslu á að tafirnar væru vegna tæknilegra vandamála, ekki vegna þess að brotist hefði verið inn í tölvukerfi. „Þetta tekur lengur en við bjuggumst við. Kerfið er til staðar til að tryggja að við getum greint frá úrslitum með fullri vissu,“ sagði Price og New York Times hefur eftir. Nota myndir, skjöl og tölvukerfi til að telja aftur Forvalið í Iowa er ekki hefðbundin atkvæðagreiðsla heldur safnast kjósendur saman á kjörfundum í íþróttahúsum og samkomusölum þar sem þeir skipta sér í hópa eftir því hvaða frambjóðanda þeir styðja. Auk tölvukerfis sem var notað til að skrásetja úrslitin styðjast fulltrúar flokksins við myndir af úrslitum og skjölum um þau til að staðfesta úrslit. Ellefu frambjóðendur keppast um að hljóta útnefningu sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í forvalinu. Framboð Bernie Sanders, óháðs öldungadeildarþingmanns frá Vermont, og Pete Buttigieg, borgarstjóra frá South Bend í Indiana, birtu eigin tölur um úrslit í gærkvöldi og töldu sig hafa gert vel. Forval Repúblikanaflokksins í Iowa fór einnig fram í gær en þar hafði Donald Trump forseti öruggan sigur. Tveir buðu sig fram gegn honum, þeir Bill Weld, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, og Joe Walsh, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður frá Illinois.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forval demókrata hefst í Iowa Bernie Sanders og Joe Biden mælast með mestan stuðning frambjóðenda í Iowa þar sem val demókrata á forsetaframbjóðanda sínum hefst í dag. 3. febrúar 2020 08:31 Kosningar í Bandaríkjunum: Biden og Bernie þykja sigurstranglegastir Demókratar í Iowa í Bandaríkjunum kjósa um forsetaframbjóðanda flokksins í dag. Nokkuð mjótt er á munum og fyrirkomulag kosninganna óútreiknanlegt. Útlit er því fyrir spennandi kosningar. 3. febrúar 2020 19:00 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Forval demókrata hefst í Iowa Bernie Sanders og Joe Biden mælast með mestan stuðning frambjóðenda í Iowa þar sem val demókrata á forsetaframbjóðanda sínum hefst í dag. 3. febrúar 2020 08:31
Kosningar í Bandaríkjunum: Biden og Bernie þykja sigurstranglegastir Demókratar í Iowa í Bandaríkjunum kjósa um forsetaframbjóðanda flokksins í dag. Nokkuð mjótt er á munum og fyrirkomulag kosninganna óútreiknanlegt. Útlit er því fyrir spennandi kosningar. 3. febrúar 2020 19:00
Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00