Enski boltinn

Leik­menn Arsenal fá að taka fjöl­skyldurnar með í æfingaferðina til Dúbaí

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mikel Arteta tók við Arsenal í desember.
Mikel Arteta tók við Arsenal í desember. vísir/getty

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, virðist ekki vera með strangar reglur hjá félaginu ef marka má nýjustu fréttir er varðar æfingaferð liðsins til Dúbaí síðar í vikunni.

Arsenal mun á fimmtudaginn ferðast til Dúbaí þar sem liðið mun æfa næstu fjóra daganna enda á liðið ekki leik fyrr en 16. febrúar gegn Newcastle.

Flogið er á fimmtudaginn til furstadæmanna og hinn spænski Arteta hefur boðið leikmönnum liðsins að taka fjölskyldur sínar með.







Arteta sagði í viðtali við heimasíðu Arsenal að hann vildi komast í burtu frá Englandi svo leikmennirnir gætu slappað af og byrjað að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Newcastle.

Arsenal gerði markalaust jafntefli við Burnley um helgina og eru þeir í 10. sæti deildarinnar, tíu stigum frá Meistaradeildarsæti.

Liðið hefur einungis unnið sex af fyrstu 25 leikjum sínum í deildinni og það er það minnsta á þessum tímapunkti tímabilsins síðan 1913.    




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×