Í það minnsta níu manns létu lífið þegar bílsprengja sprakk við dómshús í Bagdad í morgun. Að sögn lögreglu særðust í það minnsta 46 manns í árásinni. Þá fundust í morgun lík tuttugu manna nærri Tikrit. Þeir höfðu verið ráðnir af dögum.
Í það minnsta þrjátíu manns hafa farist í árásum síðustu tvo daga og í gær fann lögregla líkamsleifar fjórtán manna sem höfðu verið myrtir.