Erlent

Varnarkerfið virkaði ekki

Þetta starfsfólk matvöruverslunar á Tonga þurfti að hreinsa til eftir skjálftann.
Þetta starfsfólk matvöruverslunar á Tonga þurfti að hreinsa til eftir skjálftann. MYND/AP

Varnarkerfi vegna flóðbylgja virkuðu ekki sem skildi í gær þegar jarðskjálfti upp á tæpa átta varð í sunnanverðu Kyrrahafinu í gær. Flóðbylgjuviðvörun barst ekki til Toga sem er næst upptöku skjálftans.

Ástæðan var rafmagnstruflun en viðvörunin var einungis send út með tölvupósti. En gefin var út viðvörun fyrir Honolulu á Hawai, Fiji-eyjar, Nýja-Sjáland, Tonga, Niue, Samóa-eyjur og Wallis-Futuna. Henni var aflétt tveimur tímum eftir skjálftann eftir að ljóst varð að flóðbylgja sem fylgdi skjálftanum það lítil að hún myndi ekki valda tjóni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×