Sakar stjórnarandstöðu um verðbólguna 4. maí 2006 15:06 Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarliða um að flýja af hólmi fyrir sveitarstjórnarkosningar og forðast að ræða efnahagsmál. Þingmaður Framsóknarflokksins svaraði með því að segja að stjórnarandstaðan hefði talað upp verðbólguna.Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, hóf umræðuna og gagnrýndi að forsætisráðherra hefði ekki fengist utandagskrárumræðu um efnahagsmálin. Hann sagði stjórnina hafa lagt á flótta undan umræðu um frammistöðu sína með því að fresta þingfundum. Það sagði hann að væri gert vegna komandi sveitarstjórnarkosninga.Steingrímur sagði það ekki passa við dýran kosningaáróður stjórnarflokkanna og þá ímynd sem þeir létu auglýsingastofur hanna fyrir sig að fjallað væri um frammistöðu þeirra.Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri-grænna, var engu sáttari. Hann átaldi stjórnarmeirihlutann harðlega fyrir að ekki yrðu eldhúsdagsumræður í kvöld eins og hafði verið stefnt að. "Hvílík framkoma."Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, minnti menn á jákvæða umsögn bandaríska hagfræðingsins Roberts Mishkins um íslenskt efnahagslíf. Hann bætti við að Miskhin hefði sagt að það væri hægt að upp verðbólguna og velti því fyrir sér hvort allt tal stjórnarandstöðunnar um slæmt efnahagsástand væri ekki farið að skila sér í aukinni verðbólgu.Þetta þótti Margréti Frímannsdóttur, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, ómaklegt. Henni fannst þó sem þetta skilningsleysi stjórnarþingmanna á efnahagsmálum kynni að skýra hvers vegna staða efnahagsmála væri jafn slæmt og raun bæri vitni.Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, furðaði sig á því hversu miklu stjórnarandstæðingar vildu ráða um hvaða mál væru tekin fyrir og hver ekki. Hann sagði það merkilegt að þegar stjórnarandstæðingar vildu ráða hvaða mál væru tekin á dagskrá kölluðu þeir það samstarfsvilja. Þegar stjórnarliðar vildu hafa eitthvað um það að segja kölluðu stjórnarandstæðingar það hins vegar frekju. Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarliða um að flýja af hólmi fyrir sveitarstjórnarkosningar og forðast að ræða efnahagsmál. Þingmaður Framsóknarflokksins svaraði með því að segja að stjórnarandstaðan hefði talað upp verðbólguna.Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, hóf umræðuna og gagnrýndi að forsætisráðherra hefði ekki fengist utandagskrárumræðu um efnahagsmálin. Hann sagði stjórnina hafa lagt á flótta undan umræðu um frammistöðu sína með því að fresta þingfundum. Það sagði hann að væri gert vegna komandi sveitarstjórnarkosninga.Steingrímur sagði það ekki passa við dýran kosningaáróður stjórnarflokkanna og þá ímynd sem þeir létu auglýsingastofur hanna fyrir sig að fjallað væri um frammistöðu þeirra.Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri-grænna, var engu sáttari. Hann átaldi stjórnarmeirihlutann harðlega fyrir að ekki yrðu eldhúsdagsumræður í kvöld eins og hafði verið stefnt að. "Hvílík framkoma."Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, minnti menn á jákvæða umsögn bandaríska hagfræðingsins Roberts Mishkins um íslenskt efnahagslíf. Hann bætti við að Miskhin hefði sagt að það væri hægt að upp verðbólguna og velti því fyrir sér hvort allt tal stjórnarandstöðunnar um slæmt efnahagsástand væri ekki farið að skila sér í aukinni verðbólgu.Þetta þótti Margréti Frímannsdóttur, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, ómaklegt. Henni fannst þó sem þetta skilningsleysi stjórnarþingmanna á efnahagsmálum kynni að skýra hvers vegna staða efnahagsmála væri jafn slæmt og raun bæri vitni.Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, furðaði sig á því hversu miklu stjórnarandstæðingar vildu ráða um hvaða mál væru tekin fyrir og hver ekki. Hann sagði það merkilegt að þegar stjórnarandstæðingar vildu ráða hvaða mál væru tekin á dagskrá kölluðu þeir það samstarfsvilja. Þegar stjórnarliðar vildu hafa eitthvað um það að segja kölluðu stjórnarandstæðingar það hins vegar frekju.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira