Bush tekur lokasprettinn 31. október 2006 16:46 George W. Bush segir demókrata skorta vilja til sigurs og ekki geta komið sér saman um stefnu varðandi Írak. Íraksstríðið hefur verið helsta vopn demókrata í kosningabaráttunni og það er að virka vel ef marka má skoðanakannanir. George W. Bush forseti veit hins vegar sem er að vika er langur tími í pólitík og reynir nú að snúa vopninu í höndum þeirra. Gagnrýnir stefnuleysi demókrataBush ferðast nú um og heldur kappfundi á þeim stöðum sem talið er að nærvera hans geti gagnast frambjóðendum repúblikana. Nýjasta könnun New York Times/CBS sjónvarpsstöðvarinnar sýnir einungis 38 prósenta ánægju með störf forsetans en það er ekki að sjá á þessum uppákomum. Þær eru vel skipulagðar og gefa þá mynd af Bush að hann sé öruggur og dáður leiðtogi. Markmiðið er að kveikja í flokksmönnum og fá þá til að flykkjast á kjörstaði. Bush, sem var klappstýra sem unglingur, er á heimavelli og gagnrýnir demókrata með grípandi slagorðum. Hann segir demókrata skorta vilja til sigurs og ekki geta komið sér saman um stefnu varðandi Írak. Veikur bletturÞar hittir forsetinn á veikan blett hjá demókrötum. Forystumenn og frambjóðendur flokksins segja nær allir að þeir vilji breyta um stefnu í Íraksstríðinu en þeir eru langt í frá sammála um hvernig eigi að standa að því. Sumir vilja sjá alla bandaríska hermenn burtu þaðan fyrir árslok 2007, aðrir gefa lengri tíma og enn aðrir telja að skipta eigi Írak í þrjú sjálfsstjórnarsvæði sem verði undir öryggisneti bandaríska hersins um óákveðinn tíma. Þar fyrir utan er hópur þingmanna sem vill skera á fjárstreymi til hersins vegna stríðsins. Breytinga ekki að væntaÁ hinn bóginn skiptir kannski ekki öllu máli þótt stefnuleysis gæti hjá demókrötum því á meðan Bush situr enn í Hvíta húsinu er valdið enn hans. Þingið mun hvorki hafa vald til að stjórna hernaði né kalla hersveitir heim. Að sjálfssögðu munu demókratar þó vera í betri aðstöðu til að hafa áhrif á ríkisstjórnina með einum eða öðrum hætti nái flokkurinn meirihluta í annarri eða báðum deildum þingsins. ÁhættaBush tekur ákveðna áhættu með að leggja áherslu á Írak svo stuttu fyrir kosningar. Flestir frambjóðendur repúblikana sem eru í óvissri stöðu forðast umræðu um stríðið og sumir þeirra forðast Bush. Karl Rove, sem kallaður er arkitekt kosningasigra repúblikanaflokksins undanfarin ár, gaf út þá stefnu í sumar að leiðin til að draga úr áhrifum Íraksstríðsins væri að ræða það og nýta til að benda á veikleika demókrata. Forsetinn tók þá stefnu upp af krafti fyrir helgi þegar hann bauð blaðamönnum að ræða Íraksstríðið og viðurkenndi vonbrigði með framgang þess. Það á eftir að koma í ljós hvort ráðgjöf Rove reynist farsæl en færa má rök fyrir því að á þessu stigi hafi repúblikanar litlu að tapa og til mikils að vinna. Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Íraksstríðið hefur verið helsta vopn demókrata í kosningabaráttunni og það er að virka vel ef marka má skoðanakannanir. George W. Bush forseti veit hins vegar sem er að vika er langur tími í pólitík og reynir nú að snúa vopninu í höndum þeirra. Gagnrýnir stefnuleysi demókrataBush ferðast nú um og heldur kappfundi á þeim stöðum sem talið er að nærvera hans geti gagnast frambjóðendum repúblikana. Nýjasta könnun New York Times/CBS sjónvarpsstöðvarinnar sýnir einungis 38 prósenta ánægju með störf forsetans en það er ekki að sjá á þessum uppákomum. Þær eru vel skipulagðar og gefa þá mynd af Bush að hann sé öruggur og dáður leiðtogi. Markmiðið er að kveikja í flokksmönnum og fá þá til að flykkjast á kjörstaði. Bush, sem var klappstýra sem unglingur, er á heimavelli og gagnrýnir demókrata með grípandi slagorðum. Hann segir demókrata skorta vilja til sigurs og ekki geta komið sér saman um stefnu varðandi Írak. Veikur bletturÞar hittir forsetinn á veikan blett hjá demókrötum. Forystumenn og frambjóðendur flokksins segja nær allir að þeir vilji breyta um stefnu í Íraksstríðinu en þeir eru langt í frá sammála um hvernig eigi að standa að því. Sumir vilja sjá alla bandaríska hermenn burtu þaðan fyrir árslok 2007, aðrir gefa lengri tíma og enn aðrir telja að skipta eigi Írak í þrjú sjálfsstjórnarsvæði sem verði undir öryggisneti bandaríska hersins um óákveðinn tíma. Þar fyrir utan er hópur þingmanna sem vill skera á fjárstreymi til hersins vegna stríðsins. Breytinga ekki að væntaÁ hinn bóginn skiptir kannski ekki öllu máli þótt stefnuleysis gæti hjá demókrötum því á meðan Bush situr enn í Hvíta húsinu er valdið enn hans. Þingið mun hvorki hafa vald til að stjórna hernaði né kalla hersveitir heim. Að sjálfssögðu munu demókratar þó vera í betri aðstöðu til að hafa áhrif á ríkisstjórnina með einum eða öðrum hætti nái flokkurinn meirihluta í annarri eða báðum deildum þingsins. ÁhættaBush tekur ákveðna áhættu með að leggja áherslu á Írak svo stuttu fyrir kosningar. Flestir frambjóðendur repúblikana sem eru í óvissri stöðu forðast umræðu um stríðið og sumir þeirra forðast Bush. Karl Rove, sem kallaður er arkitekt kosningasigra repúblikanaflokksins undanfarin ár, gaf út þá stefnu í sumar að leiðin til að draga úr áhrifum Íraksstríðsins væri að ræða það og nýta til að benda á veikleika demókrata. Forsetinn tók þá stefnu upp af krafti fyrir helgi þegar hann bauð blaðamönnum að ræða Íraksstríðið og viðurkenndi vonbrigði með framgang þess. Það á eftir að koma í ljós hvort ráðgjöf Rove reynist farsæl en færa má rök fyrir því að á þessu stigi hafi repúblikanar litlu að tapa og til mikils að vinna.
Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira