Sport

McClaren var alltaf fyrsti kostur

Steve McClaren
Steve McClaren NordicPhotos/GettyImages

Brian Barwick segir að Steve McClaren hafi alltaf verið fyrsti kostur í landsliðsþjálfarastöðuna og þrætir fyrir að Luiz Scolari hafi verið boðin staðan á dögunum.

"McClaren var alltaf fyrsti kostur hjá mér og ráðning hans var samþykkt einróma á stjórnarfundi, en hann kom þar að auki mjög vel út úr viðtölunum sem við tókum við hann. Luiz Scolari var aldrei boðin staðan eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum. Við hittum hann þrisvar, áttum við hann ágæta fundi, en síðar lýsti hann því yfir að hann hefði ekki áhuga á starfinu," sagði Barwick og bætti við að hann væri þess fullviss að nú væri rétti maðurinn tekinn við starfinu.

Þess má til gamans geta að Barwick nefndi Arsene Wenger til sögunnar sem einn af þeim mönnum sem hann leitaði ráða hjá, eftir að hann hafði hafnað því að koma í viðtal út af starfinu. Fyrsti leikur McClaren með enska landsliðið verður vináttuleikur við Grikki á Old Trafford þann 16. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×