Ísfirðingar áfram í Gettu betur eftir umdeilda endurtekna viðureign Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2020 18:54 Lið Menntaskólans á Ísafirði skipa Davíð Hjaltason, Einar Geir Jónasson (t.h) og Þuríður Kristín Þorsteinsdóttir (t.v.). Þau þurftu að takast á við Austfirðinga aftur, og höfðu betur. Menntaskólinn á Ísafirði Lið Menntaskólans á Ísafirði hafði betur gegn liði Verkmenntaskóla Austurlands í endurtekinni viðureign í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í kvöld, 23 - 12. Endurtaka þurfti viðureignina vegna mistaka við tímatöku. Austfirðingar fóru með sigur af hólmi í upprunalegri viðureign skólanna, en við athugun liðsmanna MÍ kom í ljós að afdrifarík mistök höfðu átt sér stað. Austfirðingar höfðu nefnilega fengið 17 sekúndur umfram þær 90 sem hvoru liði eru gefnar til þess að svara hraðaspurningum, en þær eru fyrsti liður hverrar viðureignar í keppninni. Á þessum 17 sekúndum svöruðu VA-liðar fjórum spurningum rétt, og hlutu fyrir vikið fjögur stig utan tímans sem liðum er gefinn til að svara hraðaspurningum. Fór svo að Austfirðingar fóru með tveggja stiga sigur af hólmi, 19 – 17. Eftir að Ísfirðingar bentu á mistökin, sem Ríkisútvarpið hefur beðist afsökunar á, var ákveðið að viðureign skólanna í spurningakeppninni vinsælu skyldi endurtekin. Sú ákvörðun RÚV lagðist þó misvel í hlutaðeigandi aðila. Birgir Jónsson kennari, gæða- og verkefnastjóri við Verkmenntaskóla Austurlands sagði í samtali við Vísi að liðsmenn VA hafi fagnað sigri eftir keppnina umdeildu, og benti á að samkvæmt reglum Gettu betur yrði úrslitum keppni sem þegar hefði farið fram ekki breytt eftir á. Hann greindi þar frá því að daginn eftir keppnina hafi fulltrúi RÚV hringt í einn liðsmanna Austfirðinga og tilkynnt honum að keppnin hafi verið ógild. Umræddur nemandi hafi þá tjáð samband frá Ríkissjónvarpinu að hann þyrfti að fara upp í skóla og bera þetta undir stjórnendur skólans. Áður en færi gafst á því að VA gæti sagt skoðun sína á málinu hafi RÚV hins vegar sent frá sér yfirlýsingu um að keppnin yrði endurtekin. Í viðtalinu lýsti Birgir því sjónarmiði sínu að sanngjarnast væri að bæði lið kæmust áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Sú virðist þó ekki raunin að óbreyttu, og MÍ komið í 8-liða úrslit keppninnar eftir sigur á VA í endurtekinni viðureign. Menntaskólinn á Ísafirði dróst á móti Verzlunarskólanum og mætast liðin í sjónvarpssal 21. febrúar. Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19 Þungt í Austfirðingum vegna klúðurs í Gettu betur Telja rétt að bæði liðin komist áfram í sjónvarpskeppnina. 16. janúar 2020 14:10 Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Sjá meira
Lið Menntaskólans á Ísafirði hafði betur gegn liði Verkmenntaskóla Austurlands í endurtekinni viðureign í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í kvöld, 23 - 12. Endurtaka þurfti viðureignina vegna mistaka við tímatöku. Austfirðingar fóru með sigur af hólmi í upprunalegri viðureign skólanna, en við athugun liðsmanna MÍ kom í ljós að afdrifarík mistök höfðu átt sér stað. Austfirðingar höfðu nefnilega fengið 17 sekúndur umfram þær 90 sem hvoru liði eru gefnar til þess að svara hraðaspurningum, en þær eru fyrsti liður hverrar viðureignar í keppninni. Á þessum 17 sekúndum svöruðu VA-liðar fjórum spurningum rétt, og hlutu fyrir vikið fjögur stig utan tímans sem liðum er gefinn til að svara hraðaspurningum. Fór svo að Austfirðingar fóru með tveggja stiga sigur af hólmi, 19 – 17. Eftir að Ísfirðingar bentu á mistökin, sem Ríkisútvarpið hefur beðist afsökunar á, var ákveðið að viðureign skólanna í spurningakeppninni vinsælu skyldi endurtekin. Sú ákvörðun RÚV lagðist þó misvel í hlutaðeigandi aðila. Birgir Jónsson kennari, gæða- og verkefnastjóri við Verkmenntaskóla Austurlands sagði í samtali við Vísi að liðsmenn VA hafi fagnað sigri eftir keppnina umdeildu, og benti á að samkvæmt reglum Gettu betur yrði úrslitum keppni sem þegar hefði farið fram ekki breytt eftir á. Hann greindi þar frá því að daginn eftir keppnina hafi fulltrúi RÚV hringt í einn liðsmanna Austfirðinga og tilkynnt honum að keppnin hafi verið ógild. Umræddur nemandi hafi þá tjáð samband frá Ríkissjónvarpinu að hann þyrfti að fara upp í skóla og bera þetta undir stjórnendur skólans. Áður en færi gafst á því að VA gæti sagt skoðun sína á málinu hafi RÚV hins vegar sent frá sér yfirlýsingu um að keppnin yrði endurtekin. Í viðtalinu lýsti Birgir því sjónarmiði sínu að sanngjarnast væri að bæði lið kæmust áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Sú virðist þó ekki raunin að óbreyttu, og MÍ komið í 8-liða úrslit keppninnar eftir sigur á VA í endurtekinni viðureign. Menntaskólinn á Ísafirði dróst á móti Verzlunarskólanum og mætast liðin í sjónvarpssal 21. febrúar.
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19 Þungt í Austfirðingum vegna klúðurs í Gettu betur Telja rétt að bæði liðin komist áfram í sjónvarpskeppnina. 16. janúar 2020 14:10 Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Sjá meira
Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19
Þungt í Austfirðingum vegna klúðurs í Gettu betur Telja rétt að bæði liðin komist áfram í sjónvarpskeppnina. 16. janúar 2020 14:10