Erlent

Danir vilja banna þúsund manna samkomur

Samúel Karl Ólason skrifar
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. EPA/LUDOVIC MARIN

Yfirvöld Danmerkur hafa lagt til að samkomum þúsund manna eða fleiri verði frestað eða hætt við þær. Markmiðið er að sporna gegn dreifingu nýju kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum en Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú fyrir skömmu og verður tillagan gild út mars.

Í yfirlýsingu sinni sagði Frederiksen að ljóst væri að þetta myndi valda einhverjum tjóni. Þetta væri þó nauðsynlegt með tilliti til þess að mögulega myndu aðgerðirnar bjarga mannslífum.

Búið er að staðfesta 21 smit í Danmörku. Smituðum hefur þó farið hratt fjölgandi í Svíþjóð eru þeir nú 101.

Ríkisstjórn Frederiksen hefur kallað eftir því að fyrirtæki greiði laun aðila sem eru í sóttkví og hefur lögreglunni verið gert heimilt að tryggja að fólk sé í sóttkví. Öllum sem hafa verið á skilgreindum hættusvæðum er gert að vera í sóttkví í tvær vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×