Vinkonan þurfti að flýja með barnið í rennblautum burðarpoka Sylvía Hall skrifar 7. janúar 2020 08:00 Elísa bjó í Ástralíu með móður sinni á unglingsárum sínum og kláraði menntaskólann þar í landi. Hún flutti svo aftur til Ástralíu, bjó í Canberra og á því marga vini á því svæði. Samsett/AP Elísa Gyrðisdóttir, íslensk kona sem bjó lengi í Ástralíu, segir ástandið í landinu alvarlegra en marga grunar. Þúsundir hafa þurft að flýja Nýju Suður-Wales undanfarið og hafa eldarnir eyðilagt meira en 1300 heimili. Að minnsta kosti 24 hafa farist í hamförunum síðan eldarnir hófust í september.Sjá einnig: Varar Ástrali við að eldarnir gætu brunnið næstu mánuðina Elísa bjó í Ástralíu með móður sinni á unglingsárum sínum og kláraði menntaskólann þar í landi. Hún flutti svo aftur til Ástralíu, bjó í Canberra og á því marga vini á því svæði. Hún segir fólk í Canberra farið að finna verulega fyrir áhrifum eldanna og óttast að ástandið stigmagnist á næstunni. „Fjölskylduvinir okkar og þau í Ástralíu eru úti allan daginn að vökva húsið sitt, sem við þurftum alveg að gera líka þegar við bjuggum þarna og það var kannski bruni í næstu götu og maður var tilbúinn. Þetta er samt miklu meira, það hefur aldrei verið svona mikill eldur þarna. Þau vita bara ekkert hvað þau eiga að gera,“ segir Elísa í samtali við Vísi. Elísa hefur verið í sambandi við vinkonu sína Amy Mae sem var búsett í bænum Mogo. Bærinn hefur farið illa út úr gróðureldunum en Amy Mae þurfti að flýja þaðan með ársgamla dóttur sína. Amy Mae og Ruth.Aðsend Gátu ekki tekið bensín til þess að komast burt „Hún býr ein með dóttur sinni sem er rúmlega eins árs. Hún þurfti bara að flýja undan eldinum, rennbleyta burðarpoka, setja barnið framan á sig með rennblautt handklæði yfir höfuðið á henni og bara hlaupa,“ segir Elísa um flótta vinkonu sinnar. „Hún komst ekki af svæðinu því hún reyndi að fara að taka bensín og þá kláraðist bensínið, það var svo löng röð,“ segir Elísa. Hún segir lögreglu hafa þurft að stýra því hversu mikið bensín fólk tók til þess að koma í veg fyrir óeirðir. Þegar loks kom að þeim hafði bensínið klárast. Íbúar Bateman’s Bay bíða í röð eftir matarúthlutun eftir að vörubirgðir í matvöruverslunum kláruðust.Aðsend „Þær voru fastar þarna og enduðu á því að lokast bara inni. Þó þær hefðu á endanum fengið bensín hefði það verið of seint að fara.“ Mæðgurnar fóru því til Batemans Bay sem er í um það bil tíu kílómetra fjarlægð og hætta sér ekki annað, þrátt fyrir að vera komnar með bensín, þar sem ástandið er óútreiknanlegt. Þær dvelja nú á móteli í bænum en geta lítið gert sökum rafmagnsleysis. „Það er ekkert rafmagn á bænum og eina rafmagnið sem hún fær er að hún getur hlaðið símann sinn í bílnum. Ég hef verið að spyrja hvort hún viti hvort húsið standi enn og hún sagðist ekki geta komist að því. Það væri ekkert farsímasamband þannig hún gæti ekki hringt og spurt,“ segir Elísa. Hús Amy stóð enn fyrir fjórum dögum síðan. Hún veit ekki hvernig staðan er núna enda erfitt að ná sambandi við þá sem eru eftir í bænum.Aðsend Ekkert hægt að gera nema bíða Þá hefur Amy Mae sent Elísu myndir úr matvörubúðum þar sem sjást tómar matarhillur og ljóst að fólk sé að búa sig undir það versta. Það sé lítið hægt að gera nema að bíða og sjá hvernig ástandið þróast og vera undir allt búinn í millitíðinni.Sjá einnig: Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum „Það er búið að segja að það sé engin leið til þess að slökkva eldana. Það eina sem gæti slökkt eldana væri langt og gott regntímabil og það er ekki spáð neinni rigningu fyrr en í lok janúar þannig fólk er að sjá fram á að vera bara í útilegu þangað til.“ Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur varað íbúa landsins við því að gróðureldarnir gætu brunnið áfram næstu mánuðina. Þá hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Nýju-Suður Wales sem veitir yfirvöldum heimild til þess að þvinga fólk til þess að rýma ákveðin svæði, loka vegum og í raun flest það sem yfirvöld telja nauðsynlegt til að tryggja öryggi borgara. Elísa segir fólk búa sig undir það að vera í nokkurs konar útilegu þar sem ekki er vitað hvenær ástandið skánar.Aðsend Aðspurð hvort hún upplifi ótta á meðal þeirra sem hún er í sambandi við í Ástralíu segir Elísa svo vera. Margir hafi þurft að horfa á eftir heimilum sínum og heimabær vinkonu hennar sé nánast horfinn eftir hamfarirnar. „Ástralar eru yfirleitt frekar slakir en hún er samt hrædd um barnið sitt og hvaða áhrif reykurinn hefur á hana og hvort hún sé með eitthvað „trauma“ eftir þennan flótta og að hafa séð allan eldinn. Þetta er náttúrulega bara mjög óþægilegt og mikil óvissa,“ segir Elísa en hún hafði ætlað sér að eyða síðustu jólum í Ástralíu með fjölskyldu sinni. „Við vorum búin að plana fyrir ári síðan að fara út og vera yfir jólin. Ég einhvern veginn pantaði ekki miðana, ég fékk mig ekki til þess. Ég var svo spennt að sýna manninum mínum þennan bæ því hann var svo æðislegur, en núna er hann bara ekki til.“ Ástandið verra en margir halda Elísa segir erfitt að hugsa til aðstæðna þeirra sem eru staddir hvað næst gróðureldunum. Fólk reyni sitt besta að fyrirbyggja tjón en umfang gróðureldanna er mun meira en áður hefur sést. Elísa segir það besta sem fólk geti gert á þessum tímapunkti til þess að aðstoða sé að styrkja sjálfboðaliða á svæðinu. Sem dæmi má nefna Rauða krossinn í Ástralíu og bendir hún jafnframt á söfnun áströlsku grínleikkonunnar Celeste Barber sem fer fram í gegnum Facebook. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Varar Ástrali við að eldarnir gætu brunnið næstu mánuðina Að minnsta kosti 24 hafa látið lífið í hamförunum og loftgæði í höfuðborginni Canberra voru um helgina talin þau verstu í heimi. 6. janúar 2020 07:02 Óttast að breytingar á vindátt valdi enn meiri skaða Yfirvöld í Ástralíu óttast að breytingar á vindátt í ríkinu Nýja Suður-Wales muni valda aukinni útbreiðslu skógar- og gróðurelda sem nú geisa á svæðinu. 4. janúar 2020 20:49 Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðureldanna í Ástralíu Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. 3. janúar 2020 10:15 Herafli kallaður út vegna gróðureldanna Um 3000 ástralskir hermenn hafa verið kallaðir til vegna gróðureldanna sem logað hafa í Ástralíu frá í september. 4. janúar 2020 10:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Elísa Gyrðisdóttir, íslensk kona sem bjó lengi í Ástralíu, segir ástandið í landinu alvarlegra en marga grunar. Þúsundir hafa þurft að flýja Nýju Suður-Wales undanfarið og hafa eldarnir eyðilagt meira en 1300 heimili. Að minnsta kosti 24 hafa farist í hamförunum síðan eldarnir hófust í september.Sjá einnig: Varar Ástrali við að eldarnir gætu brunnið næstu mánuðina Elísa bjó í Ástralíu með móður sinni á unglingsárum sínum og kláraði menntaskólann þar í landi. Hún flutti svo aftur til Ástralíu, bjó í Canberra og á því marga vini á því svæði. Hún segir fólk í Canberra farið að finna verulega fyrir áhrifum eldanna og óttast að ástandið stigmagnist á næstunni. „Fjölskylduvinir okkar og þau í Ástralíu eru úti allan daginn að vökva húsið sitt, sem við þurftum alveg að gera líka þegar við bjuggum þarna og það var kannski bruni í næstu götu og maður var tilbúinn. Þetta er samt miklu meira, það hefur aldrei verið svona mikill eldur þarna. Þau vita bara ekkert hvað þau eiga að gera,“ segir Elísa í samtali við Vísi. Elísa hefur verið í sambandi við vinkonu sína Amy Mae sem var búsett í bænum Mogo. Bærinn hefur farið illa út úr gróðureldunum en Amy Mae þurfti að flýja þaðan með ársgamla dóttur sína. Amy Mae og Ruth.Aðsend Gátu ekki tekið bensín til þess að komast burt „Hún býr ein með dóttur sinni sem er rúmlega eins árs. Hún þurfti bara að flýja undan eldinum, rennbleyta burðarpoka, setja barnið framan á sig með rennblautt handklæði yfir höfuðið á henni og bara hlaupa,“ segir Elísa um flótta vinkonu sinnar. „Hún komst ekki af svæðinu því hún reyndi að fara að taka bensín og þá kláraðist bensínið, það var svo löng röð,“ segir Elísa. Hún segir lögreglu hafa þurft að stýra því hversu mikið bensín fólk tók til þess að koma í veg fyrir óeirðir. Þegar loks kom að þeim hafði bensínið klárast. Íbúar Bateman’s Bay bíða í röð eftir matarúthlutun eftir að vörubirgðir í matvöruverslunum kláruðust.Aðsend „Þær voru fastar þarna og enduðu á því að lokast bara inni. Þó þær hefðu á endanum fengið bensín hefði það verið of seint að fara.“ Mæðgurnar fóru því til Batemans Bay sem er í um það bil tíu kílómetra fjarlægð og hætta sér ekki annað, þrátt fyrir að vera komnar með bensín, þar sem ástandið er óútreiknanlegt. Þær dvelja nú á móteli í bænum en geta lítið gert sökum rafmagnsleysis. „Það er ekkert rafmagn á bænum og eina rafmagnið sem hún fær er að hún getur hlaðið símann sinn í bílnum. Ég hef verið að spyrja hvort hún viti hvort húsið standi enn og hún sagðist ekki geta komist að því. Það væri ekkert farsímasamband þannig hún gæti ekki hringt og spurt,“ segir Elísa. Hús Amy stóð enn fyrir fjórum dögum síðan. Hún veit ekki hvernig staðan er núna enda erfitt að ná sambandi við þá sem eru eftir í bænum.Aðsend Ekkert hægt að gera nema bíða Þá hefur Amy Mae sent Elísu myndir úr matvörubúðum þar sem sjást tómar matarhillur og ljóst að fólk sé að búa sig undir það versta. Það sé lítið hægt að gera nema að bíða og sjá hvernig ástandið þróast og vera undir allt búinn í millitíðinni.Sjá einnig: Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum „Það er búið að segja að það sé engin leið til þess að slökkva eldana. Það eina sem gæti slökkt eldana væri langt og gott regntímabil og það er ekki spáð neinni rigningu fyrr en í lok janúar þannig fólk er að sjá fram á að vera bara í útilegu þangað til.“ Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur varað íbúa landsins við því að gróðureldarnir gætu brunnið áfram næstu mánuðina. Þá hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Nýju-Suður Wales sem veitir yfirvöldum heimild til þess að þvinga fólk til þess að rýma ákveðin svæði, loka vegum og í raun flest það sem yfirvöld telja nauðsynlegt til að tryggja öryggi borgara. Elísa segir fólk búa sig undir það að vera í nokkurs konar útilegu þar sem ekki er vitað hvenær ástandið skánar.Aðsend Aðspurð hvort hún upplifi ótta á meðal þeirra sem hún er í sambandi við í Ástralíu segir Elísa svo vera. Margir hafi þurft að horfa á eftir heimilum sínum og heimabær vinkonu hennar sé nánast horfinn eftir hamfarirnar. „Ástralar eru yfirleitt frekar slakir en hún er samt hrædd um barnið sitt og hvaða áhrif reykurinn hefur á hana og hvort hún sé með eitthvað „trauma“ eftir þennan flótta og að hafa séð allan eldinn. Þetta er náttúrulega bara mjög óþægilegt og mikil óvissa,“ segir Elísa en hún hafði ætlað sér að eyða síðustu jólum í Ástralíu með fjölskyldu sinni. „Við vorum búin að plana fyrir ári síðan að fara út og vera yfir jólin. Ég einhvern veginn pantaði ekki miðana, ég fékk mig ekki til þess. Ég var svo spennt að sýna manninum mínum þennan bæ því hann var svo æðislegur, en núna er hann bara ekki til.“ Ástandið verra en margir halda Elísa segir erfitt að hugsa til aðstæðna þeirra sem eru staddir hvað næst gróðureldunum. Fólk reyni sitt besta að fyrirbyggja tjón en umfang gróðureldanna er mun meira en áður hefur sést. Elísa segir það besta sem fólk geti gert á þessum tímapunkti til þess að aðstoða sé að styrkja sjálfboðaliða á svæðinu. Sem dæmi má nefna Rauða krossinn í Ástralíu og bendir hún jafnframt á söfnun áströlsku grínleikkonunnar Celeste Barber sem fer fram í gegnum Facebook.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Varar Ástrali við að eldarnir gætu brunnið næstu mánuðina Að minnsta kosti 24 hafa látið lífið í hamförunum og loftgæði í höfuðborginni Canberra voru um helgina talin þau verstu í heimi. 6. janúar 2020 07:02 Óttast að breytingar á vindátt valdi enn meiri skaða Yfirvöld í Ástralíu óttast að breytingar á vindátt í ríkinu Nýja Suður-Wales muni valda aukinni útbreiðslu skógar- og gróðurelda sem nú geisa á svæðinu. 4. janúar 2020 20:49 Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðureldanna í Ástralíu Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. 3. janúar 2020 10:15 Herafli kallaður út vegna gróðureldanna Um 3000 ástralskir hermenn hafa verið kallaðir til vegna gróðureldanna sem logað hafa í Ástralíu frá í september. 4. janúar 2020 10:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Varar Ástrali við að eldarnir gætu brunnið næstu mánuðina Að minnsta kosti 24 hafa látið lífið í hamförunum og loftgæði í höfuðborginni Canberra voru um helgina talin þau verstu í heimi. 6. janúar 2020 07:02
Óttast að breytingar á vindátt valdi enn meiri skaða Yfirvöld í Ástralíu óttast að breytingar á vindátt í ríkinu Nýja Suður-Wales muni valda aukinni útbreiðslu skógar- og gróðurelda sem nú geisa á svæðinu. 4. janúar 2020 20:49
Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðureldanna í Ástralíu Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. 3. janúar 2020 10:15
Herafli kallaður út vegna gróðureldanna Um 3000 ástralskir hermenn hafa verið kallaðir til vegna gróðureldanna sem logað hafa í Ástralíu frá í september. 4. janúar 2020 10:03