Þýskaland vann fjögurra marka sigur á Austurríki, 28-32, í Vín í seinni æfingaleik sínum fyrir Evrópumótið í handbolta.
Á laugardaginn unnu Þjóðverjar öruggan sigur á Íslendingum, 33-25.
Þýskaland þurfti að hafa mun meira fyrir sigrinum í dag en á laugardaginn.
Þýska liðið var með yfirhöndina nánast allan leikinn en náði aldrei að slíta sig frá því austurríska. Þýskaland var einu marki yfir í hálfleik, 14-15.
Þjóðverjar náðu fjögurra marka forskoti um miðjan seinni hálfleik og það bil náðu Austurríkismenn ekki að brúa. Lokatölur 28-32, Þýskalandi í vil.
Þýskaland mætir hollensku strákunum hans Erlings Richardssonar í fyrsta leik sínum á EM á föstudaginn. Auk Þýskalands og Hollands eru Spánn og Lettland í C-riðli.
Austurríki er í B-riðli með Tékklandi, Norður-Makedóníu og Úkraínu.
Þjóðverjar þurftu að hafa meira fyrir sigrinum en gegn Íslendingum

Tengdar fréttir

Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 33-25 | Þjóðverjar keyrðu yfir Strákana okkar
Ísland tapaði með átta marka mun fyrir Þýskalandi, 33-25, í eina æfingaleik sínum fyrir Evrópumótið 2020.