Vöktu sambýlisfólkið með öskrum eftir umskurð Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2015 14:02 Umskurður er aðgerð sem er nauðsynleg fyrir suma karlmenn en þó ekki vandkvæðalaus líkt og frásögn viðmælenda Vísis leiðir í ljós. Vísir/Getty Um það bil 100 aðgerðir þar sem karlmenn eru umskornir eru framkvæmdar á Íslandi á hverju ári og geta ástæðurnar verið nokkrar. Algengasta orsökin er þröng forhúð en að sögn Rafns Hilmarssonar, sérfræðilæknis á þvagfæraskurðdeild Landspítala Íslands, hafa nánast allir drengir þrönga forhúð sem er ekki hægt að draga til baka við fæðingu. „Þetta er eðlilegt og krefst engrar sérstakrar meðferðar,“ segir Rafn. Þetta breytist þó þegar drengirnir stækka og við átján ára aldur eru um það 1 til 2 prósent þeirra með þrönga forhúð, eða Phimosis. Ennþá færri þarfnast þó aðgerðar vegna þröngrar forhúðar, eða um 0,5 prósent.Tvær tegundir aðgerðar eru algengastar, annars vegar circumcisio og dorsal slip.Vísir/GettyVandamál tengd kynlífi, þvagtregðu og sýkingu Hjá börnum eru vandamálin helst endurteknar sýkingar í eða undir forhúð en hjá fullorðnum eru vandamálin helst tengd kynlífi, þvagtregðu og sýkingu. Sjaldgæfara eru bólgusjúkdómar í forhúð og stundum er krabbamein ástæðan, þó það sé mjög sjaldgæft að sögn Rafns. Hjá ungum drengjum/börnum er hefðbundin meðferð með sterakremi eða deyfikremi sem gefur yfirleitt góðan árangur en hjá fullorðnum þarf oftast skurðaðgerð til að laga vandamálið. Tvær tegundir aðgerðar eru algengastastar að sögn Rafns. Annars vegar umskurn(circumcisio) þar sem fremri hluti forhúðar er fjarlægður, og svo hins vegar aðgerð þar sem forhúð er opnuð án þess að fjarlægja hana (dorsal slit).Enginn sunnudagsgöngutúr Vísir ræddi við tvo unga menn sem fóru nýlega í gegnum umskurð en þeir höfðu burðast með þennan vanda í nokkurn tíma, enda kannski ekki þægilegasta umræðuefnið að bera upp á borð. Að endingu varð niðurstaða þeirra beggja að leita til læknis sem greindi vandann og var um forhúðarþrengingu að ræða í báðum tilvikum. Umskurður er þó enginn síðdegis sunnudagsgöngutúr eftir Ægissíðunni með einhverjum sem þér þykir vænt um.Viðmælendur Vísis lýsa kvíða sem þeir fundu fyrir aðgerðina og meðan henni stóð.Vísir/GettyViðkomandi sem fer í slíka aðgerð er staðdeyfður og glaðvakandi í gegnum allt ferlið. Lýstu ungu mennirnir því stressi sem þeir upplifðu fyrir aðgerðina og ekki síður á meðan henni stóð, og sögðu þeir það fremur óþægilega tilfinningu að vita af einhverjum mundandi egghvöss áhöld í nágrenni við fermingarbróðurinn. „Helvíti á jörð“ Eftir aðgerðina voru þeir saumaðir saman og fengu þeir lýsingar frá lækni við hverju þeir mættu búast á næstu vikum. Það sem bar hæst í þeirri atvikalýsingu var án efa sá sársauki sem þeir ættu eftir að upplifa. „Helvíti á jörð,“ þannig lýsir annar þeirra dögunum eftir aðgerðina.Vöktu sambýlisfólkið með öskrum Vandamálið sem fylgir endurheimtinni af þessari aðgerð er nefnilega fyrirvaralaust holdris sem reynir á þolrif saumanna. Slíkt ris á sér til að mynda nokkrum sinnum stað í svefni og segjast ungu mennirnir hafa vakið sambýlisfólk sitt upp af værum blundi með öskrum sem fylgdu þeim sársauka. Aðgerðin er ekki framkvæmd nema eitthvað virkilega hrjái menn. Rafn segir forhúðaraðgerðir af trúarlegum ástæðum hjá fullorðnum sjárasjaldgæfar hér á landi og ekki gerðar slíkar aðgerðir á börnum að því hann best veit. Forhúðaraðgerðir af öðrum orsökum þar sem ekki er til staðar eiginlegt vandamál eru að því hann best veit ekki gerðar á Íslandi. Þegar nokkrar vikur eru liðnar frá aðgerðinni er þó flest allt orðið eðlilegt þó svo að það hafi tekið viðmælendurna nokkurn tíma að venjast þessu nýja fyrirkomulagi.Skuggahliðar umskurðar Í ljósi þessara skrifa er þó vert að minna á að enn í dag eru kynfæri um þriggja milljóna stúlkna afskræmd á ári hverju með umskurði og telja Sameinuðu þjóðirnar að fleiri en 133 milljónir kvenna hafi orðið fyrir slíku ofbeldi. Sjá nánar hér. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Um það bil 100 aðgerðir þar sem karlmenn eru umskornir eru framkvæmdar á Íslandi á hverju ári og geta ástæðurnar verið nokkrar. Algengasta orsökin er þröng forhúð en að sögn Rafns Hilmarssonar, sérfræðilæknis á þvagfæraskurðdeild Landspítala Íslands, hafa nánast allir drengir þrönga forhúð sem er ekki hægt að draga til baka við fæðingu. „Þetta er eðlilegt og krefst engrar sérstakrar meðferðar,“ segir Rafn. Þetta breytist þó þegar drengirnir stækka og við átján ára aldur eru um það 1 til 2 prósent þeirra með þrönga forhúð, eða Phimosis. Ennþá færri þarfnast þó aðgerðar vegna þröngrar forhúðar, eða um 0,5 prósent.Tvær tegundir aðgerðar eru algengastar, annars vegar circumcisio og dorsal slip.Vísir/GettyVandamál tengd kynlífi, þvagtregðu og sýkingu Hjá börnum eru vandamálin helst endurteknar sýkingar í eða undir forhúð en hjá fullorðnum eru vandamálin helst tengd kynlífi, þvagtregðu og sýkingu. Sjaldgæfara eru bólgusjúkdómar í forhúð og stundum er krabbamein ástæðan, þó það sé mjög sjaldgæft að sögn Rafns. Hjá ungum drengjum/börnum er hefðbundin meðferð með sterakremi eða deyfikremi sem gefur yfirleitt góðan árangur en hjá fullorðnum þarf oftast skurðaðgerð til að laga vandamálið. Tvær tegundir aðgerðar eru algengastastar að sögn Rafns. Annars vegar umskurn(circumcisio) þar sem fremri hluti forhúðar er fjarlægður, og svo hins vegar aðgerð þar sem forhúð er opnuð án þess að fjarlægja hana (dorsal slit).Enginn sunnudagsgöngutúr Vísir ræddi við tvo unga menn sem fóru nýlega í gegnum umskurð en þeir höfðu burðast með þennan vanda í nokkurn tíma, enda kannski ekki þægilegasta umræðuefnið að bera upp á borð. Að endingu varð niðurstaða þeirra beggja að leita til læknis sem greindi vandann og var um forhúðarþrengingu að ræða í báðum tilvikum. Umskurður er þó enginn síðdegis sunnudagsgöngutúr eftir Ægissíðunni með einhverjum sem þér þykir vænt um.Viðmælendur Vísis lýsa kvíða sem þeir fundu fyrir aðgerðina og meðan henni stóð.Vísir/GettyViðkomandi sem fer í slíka aðgerð er staðdeyfður og glaðvakandi í gegnum allt ferlið. Lýstu ungu mennirnir því stressi sem þeir upplifðu fyrir aðgerðina og ekki síður á meðan henni stóð, og sögðu þeir það fremur óþægilega tilfinningu að vita af einhverjum mundandi egghvöss áhöld í nágrenni við fermingarbróðurinn. „Helvíti á jörð“ Eftir aðgerðina voru þeir saumaðir saman og fengu þeir lýsingar frá lækni við hverju þeir mættu búast á næstu vikum. Það sem bar hæst í þeirri atvikalýsingu var án efa sá sársauki sem þeir ættu eftir að upplifa. „Helvíti á jörð,“ þannig lýsir annar þeirra dögunum eftir aðgerðina.Vöktu sambýlisfólkið með öskrum Vandamálið sem fylgir endurheimtinni af þessari aðgerð er nefnilega fyrirvaralaust holdris sem reynir á þolrif saumanna. Slíkt ris á sér til að mynda nokkrum sinnum stað í svefni og segjast ungu mennirnir hafa vakið sambýlisfólk sitt upp af værum blundi með öskrum sem fylgdu þeim sársauka. Aðgerðin er ekki framkvæmd nema eitthvað virkilega hrjái menn. Rafn segir forhúðaraðgerðir af trúarlegum ástæðum hjá fullorðnum sjárasjaldgæfar hér á landi og ekki gerðar slíkar aðgerðir á börnum að því hann best veit. Forhúðaraðgerðir af öðrum orsökum þar sem ekki er til staðar eiginlegt vandamál eru að því hann best veit ekki gerðar á Íslandi. Þegar nokkrar vikur eru liðnar frá aðgerðinni er þó flest allt orðið eðlilegt þó svo að það hafi tekið viðmælendurna nokkurn tíma að venjast þessu nýja fyrirkomulagi.Skuggahliðar umskurðar Í ljósi þessara skrifa er þó vert að minna á að enn í dag eru kynfæri um þriggja milljóna stúlkna afskræmd á ári hverju með umskurði og telja Sameinuðu þjóðirnar að fleiri en 133 milljónir kvenna hafi orðið fyrir slíku ofbeldi. Sjá nánar hér.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira