Flick stýrir Bayern til 2023 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2020 17:15 Bayern hefur unnið 18 af 21 leik undir stjórn Flick til þessa. Alexander Hassenstein/Bongarts/Getty Images Hansi Flick hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við þýska stórveldið Bayern Munchen. Gildir samningur hans nú til ársins 2023. Hinn 55 ára gamli Flick gekk til liðs við þýsku meistarana í sumar sem aðstoðarmaður Niko Kovac. Þegar Króatinn var látinn fara í nóvember síðastliðnum tók Flick sem stöðu aðalþjálfara liðsins á meðan ákveðið var hver tæki í kjölfarið við stjórnartaumunum. @OliverKahn: "It's important for #FCBayern to have a head coach that understands the club's philosophy. Hansi was a player and assistant coach here, now he's the gaffer - it's a good path to take."#MiaSanMia #Flick2023 pic.twitter.com/s9TvMllNZt— FC Bayern English (@FCBayernEN) April 3, 2020 Í desember var Flick svo ráðinn út tímabilið og nú hefur samningur hans verið framlengdur til þriggja ára. Gott gengi liðsins undir stjórn Flick sannfærði stjórn Bayern en undir hans stjórn hefur liðið unnið 18 af 21 leik sínum. „Við erum mjög ánægðir með störf Hans Flick. Liðið hefur náð góðum árangri og spilar áferðafallegan fótbolta. Þá erum við eina liðið sem er enn í öllum þremur keppnum (Deild, bikar og Evrópukeppni),“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdarstjóri félagsins. Bayern eru ríkjandi Þýskalandsmeistarar og stefnir í að þeir verji titil sinn, hvenær svo sem deildin þar í landi fer aftur af stað. Þegar 25 umferðum er lokið er liðið með fjögurra stiga forystu á Borussia Dortmund. Bæjarar voru einnig komnir í undanúrslit þýska bikarsins. Þá var liðið í frábærum málum í Meistaradeild Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur á Chelsea í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum en leikurinn fór fram á Brúnni, heimavelli Chelsea. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Hansi Flick hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við þýska stórveldið Bayern Munchen. Gildir samningur hans nú til ársins 2023. Hinn 55 ára gamli Flick gekk til liðs við þýsku meistarana í sumar sem aðstoðarmaður Niko Kovac. Þegar Króatinn var látinn fara í nóvember síðastliðnum tók Flick sem stöðu aðalþjálfara liðsins á meðan ákveðið var hver tæki í kjölfarið við stjórnartaumunum. @OliverKahn: "It's important for #FCBayern to have a head coach that understands the club's philosophy. Hansi was a player and assistant coach here, now he's the gaffer - it's a good path to take."#MiaSanMia #Flick2023 pic.twitter.com/s9TvMllNZt— FC Bayern English (@FCBayernEN) April 3, 2020 Í desember var Flick svo ráðinn út tímabilið og nú hefur samningur hans verið framlengdur til þriggja ára. Gott gengi liðsins undir stjórn Flick sannfærði stjórn Bayern en undir hans stjórn hefur liðið unnið 18 af 21 leik sínum. „Við erum mjög ánægðir með störf Hans Flick. Liðið hefur náð góðum árangri og spilar áferðafallegan fótbolta. Þá erum við eina liðið sem er enn í öllum þremur keppnum (Deild, bikar og Evrópukeppni),“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdarstjóri félagsins. Bayern eru ríkjandi Þýskalandsmeistarar og stefnir í að þeir verji titil sinn, hvenær svo sem deildin þar í landi fer aftur af stað. Þegar 25 umferðum er lokið er liðið með fjögurra stiga forystu á Borussia Dortmund. Bæjarar voru einnig komnir í undanúrslit þýska bikarsins. Þá var liðið í frábærum málum í Meistaradeild Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur á Chelsea í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum en leikurinn fór fram á Brúnni, heimavelli Chelsea.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira