Olnboguðu verksamninga eftir að öllum tilboðum var hafnað Kristján Már Unnarsson skrifar 3. apríl 2020 17:07 Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, olnboga samningana að lokinni undirskrift í dag. Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson. Vegagerðin og Ístak undirrituðu í dag tvo verksamninga um smíði tveggja nýrra brúa á hringveginum á Suðausturlandi, yfir Kvíá í Öræfum og Brunná í Fljótshverfi, upp á samtals 590 milljónir króna. Þetta er liður í fækkun einbreiðra brúa á þjóðvegakerfinu og eiga báðar að vera tilbúnar fyrir 1. nóvember í haust. Athygli vakti að samningar voru ekki handsalaðir að lokinni undirskrift, heldur „olnbogaðir“ vegna kórónufaraldursins. Þeir Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, rétt létu olnbogana snertast í stað þess að takast í hendur, eins og venjan hefur verið við athafnir sem þessar. Með þessari undirskrift er Ístak komið með samninga um smíði fjögurra brúa á Suðausturlandi fyrir samtals 1.360 milljónir króna.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson. Þá var handspritt haft til taks á undirskriftarborðinu og aðrir viðstaddir dreifðu sér um fundarsal Vegagerðarinnar og höfðu langt bil á milli sín. Verkin voru bæði boðin út í haust og tilboð opnuð í nóvember. Hér má sjá tilboðin í Kvíá og hér má sjá tilboðin í Brunná. Vegagerðin taldi þau of há og hafnaði þeim öllum, að sögn Óskars. Þess í stað hóf Vegagerðin samningaviðræður við tvo lægstbjóðendur og varð niðurstaðan sú að semja við Ístak. Frá undirritun í fundarsal Vegagerðarinnar í Borgartúni í dag.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson. Verksamningurinn um Kvíá hljóðar upp á 430 milljónir króna en þar á jafnframt að leggja tengiveg að áningarstað og leiðigarð að brú, ásamt því að rífa núverandi brú. Samningurinn um Brunná hljóðar upp á 160 milljónir króna. Áður hafði Vegagerðin samið við Ístak um smíði tveggja annarra brúa í Suðursveit, yfir Steinavötn og Fellsá, en þar var Ístak lægstbjóðandi, bauð 770 milljónir króna. Þar eru verklok áætluð í mars 2021. Ístak er þannig komið með samninga um smíði fjögurra brúa á Suðausturlandi fyrir samtals 1.360 milljónir króna. Sjá einnig hér: Vegagerðin samdi við Ístak um brýrnar í Suðursveit Það blés raunar ekki byrlega síðastliðið sumar hjá Vegagerðinni þegar hún bauð út brúasmíðina yfir Steinavötn og Fellsá, stærsta brúarverkefni ársins, en þá barst ekkert tilboð, eins og greint var frá í þessari frétt: Samgöngur Hornafjörður Skaftárhreppur Umferðaröryggi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Vegagerðin og Ístak undirrituðu í dag tvo verksamninga um smíði tveggja nýrra brúa á hringveginum á Suðausturlandi, yfir Kvíá í Öræfum og Brunná í Fljótshverfi, upp á samtals 590 milljónir króna. Þetta er liður í fækkun einbreiðra brúa á þjóðvegakerfinu og eiga báðar að vera tilbúnar fyrir 1. nóvember í haust. Athygli vakti að samningar voru ekki handsalaðir að lokinni undirskrift, heldur „olnbogaðir“ vegna kórónufaraldursins. Þeir Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, rétt létu olnbogana snertast í stað þess að takast í hendur, eins og venjan hefur verið við athafnir sem þessar. Með þessari undirskrift er Ístak komið með samninga um smíði fjögurra brúa á Suðausturlandi fyrir samtals 1.360 milljónir króna.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson. Þá var handspritt haft til taks á undirskriftarborðinu og aðrir viðstaddir dreifðu sér um fundarsal Vegagerðarinnar og höfðu langt bil á milli sín. Verkin voru bæði boðin út í haust og tilboð opnuð í nóvember. Hér má sjá tilboðin í Kvíá og hér má sjá tilboðin í Brunná. Vegagerðin taldi þau of há og hafnaði þeim öllum, að sögn Óskars. Þess í stað hóf Vegagerðin samningaviðræður við tvo lægstbjóðendur og varð niðurstaðan sú að semja við Ístak. Frá undirritun í fundarsal Vegagerðarinnar í Borgartúni í dag.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson. Verksamningurinn um Kvíá hljóðar upp á 430 milljónir króna en þar á jafnframt að leggja tengiveg að áningarstað og leiðigarð að brú, ásamt því að rífa núverandi brú. Samningurinn um Brunná hljóðar upp á 160 milljónir króna. Áður hafði Vegagerðin samið við Ístak um smíði tveggja annarra brúa í Suðursveit, yfir Steinavötn og Fellsá, en þar var Ístak lægstbjóðandi, bauð 770 milljónir króna. Þar eru verklok áætluð í mars 2021. Ístak er þannig komið með samninga um smíði fjögurra brúa á Suðausturlandi fyrir samtals 1.360 milljónir króna. Sjá einnig hér: Vegagerðin samdi við Ístak um brýrnar í Suðursveit Það blés raunar ekki byrlega síðastliðið sumar hjá Vegagerðinni þegar hún bauð út brúasmíðina yfir Steinavötn og Fellsá, stærsta brúarverkefni ársins, en þá barst ekkert tilboð, eins og greint var frá í þessari frétt:
Samgöngur Hornafjörður Skaftárhreppur Umferðaröryggi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57
Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05