Vita um ríflega hundrað manns sem eiga í miklum vandræðum með að komast heim Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. apríl 2020 20:00 Fáir eru á ferli í Leifsstöð þessa dagana vegna Covid-19. Vísir/Vilhelm Enn eru nokkur hundruð Íslendingar á skrá hjá utanríkisráðuneytinu sem stefna á að koma heim til Íslands á næstu dögum og margir þeirra enn í óvissu um hvort það takist. Það verður æ flóknara að finna leiðir til að koma fólki heim. „Við vitum að minnsta kosti um yfir hundrað manns sem að eiga í vandræðum með að komast heim, töluvert flókin leiðin heim. Þar af eru fjölmargir á Spáni þannig það var mjög gott að það skildi takast að tryggja flug þaðan, síðasta flugið í bili á áætlun frá Alicante til Íslands þannig að þar munu fjölmargir komast heim,“ segir María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið viti til þess nú þegar að stór hópur hafi tryggt sér sæti og vafalaust muni fleiri gera það yfir helgina en ferðin frá Alicante verður á miðvikudaginn í næstu viku. „Svo eru flóknari mál þar sem að landamærin eru alveg lokuð og þar höfum við þurft að reiða okkur á Norðurlöndin, norræna samvinnan hefur komið mjög sterk inn og sömuleiðis aðrar Evrópuþjóðir sem hafa verið að flytja fólk heim frá löndum, til dæmis í Suður Ameríku og Asíu og Afríku,“ segir María. Þótt flugsamgöngur liggi að mjög miklu leyti niðri um allan heim eru þó enn ákveðnar leiðir enn opnar til og frá Íslandi. María Mjöll Jónsdóttir.Vísir/Egill „Icelandair er að fljúga til London og Boston og svo verður flug í næstu viku líka til og frá Stokkhólmi, fyrir utan auðvitað Spánarflugið. En það eru flugleiðir út um allan heim sem eru að lokast þannig að ef að fólk hyggst koma heim þá þarf það að gera það núna á meðan að sumt er enn opið,“ segir María Mjöll. „Það hefur fækkað mjög mikið þeim ferðum sem eru í boði.“ Ómögulegt sé að segja til um það hversu lengi þetta ástand mun vara. „Við teljum að það sé mikilvægt að taka ákvörðun núna. Það eru auðvitað fjölmargir sem hafa komið heim nú þegar og aðrir sem hafa ákveðið að vera áfram úti.“ Samgöngur Icelandair Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira
Enn eru nokkur hundruð Íslendingar á skrá hjá utanríkisráðuneytinu sem stefna á að koma heim til Íslands á næstu dögum og margir þeirra enn í óvissu um hvort það takist. Það verður æ flóknara að finna leiðir til að koma fólki heim. „Við vitum að minnsta kosti um yfir hundrað manns sem að eiga í vandræðum með að komast heim, töluvert flókin leiðin heim. Þar af eru fjölmargir á Spáni þannig það var mjög gott að það skildi takast að tryggja flug þaðan, síðasta flugið í bili á áætlun frá Alicante til Íslands þannig að þar munu fjölmargir komast heim,“ segir María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið viti til þess nú þegar að stór hópur hafi tryggt sér sæti og vafalaust muni fleiri gera það yfir helgina en ferðin frá Alicante verður á miðvikudaginn í næstu viku. „Svo eru flóknari mál þar sem að landamærin eru alveg lokuð og þar höfum við þurft að reiða okkur á Norðurlöndin, norræna samvinnan hefur komið mjög sterk inn og sömuleiðis aðrar Evrópuþjóðir sem hafa verið að flytja fólk heim frá löndum, til dæmis í Suður Ameríku og Asíu og Afríku,“ segir María. Þótt flugsamgöngur liggi að mjög miklu leyti niðri um allan heim eru þó enn ákveðnar leiðir enn opnar til og frá Íslandi. María Mjöll Jónsdóttir.Vísir/Egill „Icelandair er að fljúga til London og Boston og svo verður flug í næstu viku líka til og frá Stokkhólmi, fyrir utan auðvitað Spánarflugið. En það eru flugleiðir út um allan heim sem eru að lokast þannig að ef að fólk hyggst koma heim þá þarf það að gera það núna á meðan að sumt er enn opið,“ segir María Mjöll. „Það hefur fækkað mjög mikið þeim ferðum sem eru í boði.“ Ómögulegt sé að segja til um það hversu lengi þetta ástand mun vara. „Við teljum að það sé mikilvægt að taka ákvörðun núna. Það eru auðvitað fjölmargir sem hafa komið heim nú þegar og aðrir sem hafa ákveðið að vera áfram úti.“
Samgöngur Icelandair Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira