Innlent

Eldur í klæðningu tanks á Sævarhöfða

Samúel Karl Ólason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
Verið er að vinna að því að rífa klæðningu utan af tankinum.
Verið er að vinna að því að rífa klæðningu utan af tankinum. Vísir/J'ohann

Mikill eldur kviknaði í malbikunarstöðinni Höfða á Sævarhöfða í morgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallaði út aukalið vegna hans. Eldurinn virðist hafa kviknað í klæðningu í tanki fyrir möl.

Verið er að vinna að því að rífa klæðningu utan af tankinum. Ekki er vitað hvort eldurinn sé kominn inn í tankinn.

Útkallið barst um klukkan hálf ellefu og voru minnst fjórir sjúkrabílar einnig sendir á vettvang. Slökkviliðsmenn frá öllum starfsstöðum slökkviliðsins eru á vettvangi.

Eldurin er kominn í þak tanksins og verið er að saga það niður. Vinnan er seinvirk.

Vísir/Egill
Vísir/Egill
Vísir/Egill
Vísir/Egill
Vísir/Jóhann
Vísir/Jóhann
Vísir/Jóhann
Eldurinn kviknaði í klæðningu tanks.Vísir/Haukurinn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×