Fólk hefur setið fast í bílum frá miðnætti og hægt gengur að ná til þeirra vegna ófærðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. apríl 2020 11:44 Aftakaveður er og hefur verið á landinu. Appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu nema á Höfuðborgarsvæðinu þar sem viðvörun er gul. LANDSBJÖRG Aftakaveður var á suðurhluta landsins í gærkvöld og nótt. Bílar hafa setið fastir þar síðan á miðnætti en hægt gengur að ná til þeirra. Vonskuveður er á landinu í dag og ófært víða um land. Fyrstu útköll bárust björgunarsveitum á Suðurlandi um klukkan 20 í gærkvöld. Aftakaveður er á svæðinu og hafa björgunarsveitir þar sinnt um 30 verkefnum. Flest verkefni snéru að ófærð og föstum ökumönnum. Þungfært er á svæðinu og þurfa björgunarsveitir að notast við snjóbíla á beltum. „Innanbæjar á Selfossi er mjög ófært og í kringum allt Suðurland. Eins og staðan er núna erum við með björgunarsveitir að hjálpa heilbrigðisstarfsfólki að komast til starfa. Skutla þeim heim og frá vinnu,“ sagði Viðar Arason, hjá aðgerðarstjórn björgunarsveita á Suðurlandi. Aftakaveður var á suðurhluta landsins í gærkvöld í nótt og hafa björgunarsveitir þar sinnt um 30 verkefnum.LANDSBJÖRG Appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu nema á Höfuðborgarsvæðinu þar sem viðvörun er gul. Norðaustan stormur gengur yfir landið og mikil snjókoma víða. Ekkert ferðaveður er á landinu og mikið um vegalokanir. „Það er að bæta í vindinn eins og staðan er núna þannig við erum líka að sjá eitthvað af foktjónum en það er bara mjög ófært og erfitt að komast að sumum af þessum stöðum sem verið er að boða okkur í. Við erum líka búin að vera að fá símtöl núna síðustu klukkustundirnar af fólki sem er búið að vera fast í bílum, sumir eru búnir að vera fastir síðan á miðnætti í gærkvöldi og við erum að vinna í að komast að þeim það gengur hægt en við erum að ná til þeirra. Þessu fólki verður síðan skutlað til byggða, það væsir ekkert um það bílar eru enn í gangi,“ sagði Viðar. Hann minnir fólk á að hlýða Víði og ferðast innandyra en ekki innanlands um páskana. „Eins og staðan er núna er engin glóra í því að vera að fara út fólk ætti bara að halda sig innandyra. Muna líka bara að páskarnir verða eflaust líka svona. Hvort það verði gott veður um páskana eða ekki. Halda sig heima og vera ekki að þvælast að óþörfu,“ sagði Viðar. Fyrstu útköll bárust björgunarsveitum á Suðurlandi um klukkan 20 í gærkvöld.LANDSBJÖRG Veður Björgunarsveitir Samgöngur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Aftakaveður var á suðurhluta landsins í gærkvöld og nótt. Bílar hafa setið fastir þar síðan á miðnætti en hægt gengur að ná til þeirra. Vonskuveður er á landinu í dag og ófært víða um land. Fyrstu útköll bárust björgunarsveitum á Suðurlandi um klukkan 20 í gærkvöld. Aftakaveður er á svæðinu og hafa björgunarsveitir þar sinnt um 30 verkefnum. Flest verkefni snéru að ófærð og föstum ökumönnum. Þungfært er á svæðinu og þurfa björgunarsveitir að notast við snjóbíla á beltum. „Innanbæjar á Selfossi er mjög ófært og í kringum allt Suðurland. Eins og staðan er núna erum við með björgunarsveitir að hjálpa heilbrigðisstarfsfólki að komast til starfa. Skutla þeim heim og frá vinnu,“ sagði Viðar Arason, hjá aðgerðarstjórn björgunarsveita á Suðurlandi. Aftakaveður var á suðurhluta landsins í gærkvöld í nótt og hafa björgunarsveitir þar sinnt um 30 verkefnum.LANDSBJÖRG Appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu nema á Höfuðborgarsvæðinu þar sem viðvörun er gul. Norðaustan stormur gengur yfir landið og mikil snjókoma víða. Ekkert ferðaveður er á landinu og mikið um vegalokanir. „Það er að bæta í vindinn eins og staðan er núna þannig við erum líka að sjá eitthvað af foktjónum en það er bara mjög ófært og erfitt að komast að sumum af þessum stöðum sem verið er að boða okkur í. Við erum líka búin að vera að fá símtöl núna síðustu klukkustundirnar af fólki sem er búið að vera fast í bílum, sumir eru búnir að vera fastir síðan á miðnætti í gærkvöldi og við erum að vinna í að komast að þeim það gengur hægt en við erum að ná til þeirra. Þessu fólki verður síðan skutlað til byggða, það væsir ekkert um það bílar eru enn í gangi,“ sagði Viðar. Hann minnir fólk á að hlýða Víði og ferðast innandyra en ekki innanlands um páskana. „Eins og staðan er núna er engin glóra í því að vera að fara út fólk ætti bara að halda sig innandyra. Muna líka bara að páskarnir verða eflaust líka svona. Hvort það verði gott veður um páskana eða ekki. Halda sig heima og vera ekki að þvælast að óþörfu,“ sagði Viðar. Fyrstu útköll bárust björgunarsveitum á Suðurlandi um klukkan 20 í gærkvöld.LANDSBJÖRG
Veður Björgunarsveitir Samgöngur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira