Um 70 hafa bókað ferð heim frá Alicante í næstu viku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. apríl 2020 12:18 Icelandair flýgur enn til London og Boston nokkuð reglulega. Þá verða ferðir í næstu viku frá Alicante og um Stokkhólm í næstu viku. Vísir/Vilhelm Sjötíu hafa þegar bókað ferð heim með Icelandair frá Alicante í næstu viku og enn eru laus sæti í vélinni. Nokkuð vel er einnig bókað í ferð sem er á áætlun frá Stokkhólmi í næstu viku. Icelandair vinnur nú að því að reyna að taka ákvarðanir um flugáætlun um það bil viku fram í tímann. Verulegt röskun hefur orðið á flugsamgöngum um allan heim vegna kórónuveirufaraldursins og enn er nokkur fjöldi Íslendinga í útlöndum sem stefnir á að koma heim. Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir daglega einhverjar ferðir á áætlun þótt meira og minna allt flug til og frá landinu liggi niðri. „Eins og staðan hefur verið þá höfum við verið að aðlaga flugáætlunina okkar svona 48 tíma fram í tímann og auðvitað lagt áherslu á að halda uppi flugsamgöngum til og frá landinu. Núna erum við að vinna að því að taka ákvarðanir aðeins lengra fram í tímann, svona um það bil viku,“ segir Ásdís. „Eins og staðan er núna þá höfum við verið fyrst og fremst að fljúga til London Evrópu megin og Boston Ameríku megin en síðan erum við með tvö önnur flug sett upp í næstu viku, það er til og frá Stokkhólmi á þriðjudaginn 7. apríl og síðan frá Alicante þar sem við erum að sækja Íslendinga,“ segir Ásdís. Um sjötíu manns hafa þegar bókað ferð heim frá Alicante sem verður á miðvikudaginn og nokkuð vel hefur einnig verið bókað milli Keflavíkur og Stokkhólms að sögn Ásdísar. Ferðir til og frá London og Boston séu á áætlun nánast daglega. „En við höfum líka sameinað flug, þannig það hefur kannski ekki verið á hverjum einasta degi til tveggja áfangastaða en svona nánast,“ segir Ásdís. Þótt áfram standi ákveðnar leiðir opnar til og frá landinu hvetur María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, þá sem hafa hug á að koma heim að gera ráðstafanir hið fyrsta. „Við teljum að það sé mikilvægt að taka ákvörðun núna. Það eru auðvitað fjölmargir sem hafa komið heim nú þegar og aðrir sem hafa ákveðið að vera áfram úti,“ segir María Mjöll. „Það eru flugleiðir út um allan heim sem eru að loka þannig að ef fólk hyggst koma heim, þá þarf það að gera það núna.“ Ómögulegt sé að segja til um það á þessari stundu hversu lengi þetta ástand muni vara. Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Sjötíu hafa þegar bókað ferð heim með Icelandair frá Alicante í næstu viku og enn eru laus sæti í vélinni. Nokkuð vel er einnig bókað í ferð sem er á áætlun frá Stokkhólmi í næstu viku. Icelandair vinnur nú að því að reyna að taka ákvarðanir um flugáætlun um það bil viku fram í tímann. Verulegt röskun hefur orðið á flugsamgöngum um allan heim vegna kórónuveirufaraldursins og enn er nokkur fjöldi Íslendinga í útlöndum sem stefnir á að koma heim. Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir daglega einhverjar ferðir á áætlun þótt meira og minna allt flug til og frá landinu liggi niðri. „Eins og staðan hefur verið þá höfum við verið að aðlaga flugáætlunina okkar svona 48 tíma fram í tímann og auðvitað lagt áherslu á að halda uppi flugsamgöngum til og frá landinu. Núna erum við að vinna að því að taka ákvarðanir aðeins lengra fram í tímann, svona um það bil viku,“ segir Ásdís. „Eins og staðan er núna þá höfum við verið fyrst og fremst að fljúga til London Evrópu megin og Boston Ameríku megin en síðan erum við með tvö önnur flug sett upp í næstu viku, það er til og frá Stokkhólmi á þriðjudaginn 7. apríl og síðan frá Alicante þar sem við erum að sækja Íslendinga,“ segir Ásdís. Um sjötíu manns hafa þegar bókað ferð heim frá Alicante sem verður á miðvikudaginn og nokkuð vel hefur einnig verið bókað milli Keflavíkur og Stokkhólms að sögn Ásdísar. Ferðir til og frá London og Boston séu á áætlun nánast daglega. „En við höfum líka sameinað flug, þannig það hefur kannski ekki verið á hverjum einasta degi til tveggja áfangastaða en svona nánast,“ segir Ásdís. Þótt áfram standi ákveðnar leiðir opnar til og frá landinu hvetur María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, þá sem hafa hug á að koma heim að gera ráðstafanir hið fyrsta. „Við teljum að það sé mikilvægt að taka ákvörðun núna. Það eru auðvitað fjölmargir sem hafa komið heim nú þegar og aðrir sem hafa ákveðið að vera áfram úti,“ segir María Mjöll. „Það eru flugleiðir út um allan heim sem eru að loka þannig að ef fólk hyggst koma heim, þá þarf það að gera það núna.“ Ómögulegt sé að segja til um það á þessari stundu hversu lengi þetta ástand muni vara.
Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“