Einangrun fanga eykst vegna faraldursins Sylvía Hall skrifar 5. apríl 2020 18:52 Sigurður Örn Hektorsson, geðlæknir og yfirlæknir geðheilsuteymis fanga. Vísir Sigurður Örn Hektorsson, geðlæknir og yfirlæknir geðheilsuteymis fanga, segir fanga ekki fara varhluta af þeim afleiðingum sem kórónuveirufaraldurinn hefur í för með sér. Það að fá ekki heimsóknir frá ástvinum geri aðstæðurnar enn erfiðari. „Fangelsin eru miklu lokaðri en þau þyrftu að vera. Þau eru náttúrulega lokaðar stofnanir fyrir en nú eru þau lokuð fyrir heimsóknir til fanganna, og það er kannski það sem fangana munar mest um, sem eykur mest á þeirra einangrun og vanlíðan í þessu ástandi,“ segir Sigurður, en hann var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þrátt fyrir ástandið reyni teymið að sinna föngum eftir bestu getu, en teymið er frekar nýtt af nálinni og fór af stað í byrjun árs. Sigurður segir þörfina hafa verið mikla, bæði í samfélaginu og hjá föngunum sjálfum. Það hafi því ekki liðið langur tími þar til það þurfti að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. „Við fengum ekki langan undirbúning til þess að mæta faraldrinum áður en hann skall á. Það hefur náttúrulega haft gífurlega mikil áhrif á okkar starfsemi. Við reynum eftir megni að vera í sambandi við fangana. Við gerum það eftir nokkrum leiðum; við gerum það í gegnum heilsugæsluteymin í fangelsunum þar sem eru fyrir hjúkrunarfræðingar og heilsugæslulæknar sem hitta fangana mjög reglulega, við erum í nánum tengslum við þessi teymi.“ Sigurður er einnig í bakvarðarsveit heilsugæslunnar og starfar í fangelsinu á Hólmsheiði sem heilsugæslulæknir. Hann hafi farið þangað á fimmtudag og talað við um tíu fanga símleiðis. „Það er lýsandi fyrir ástandið. Við getum ekki hitt fangana augliti til auglits og það er mjög óþægilegt fyrir þá, og við veitum þeim ekki eins góða þjónustu eins og við myndum vilja. Við heyrum á þá í símanum og það er mjög til bóta, það er eiginlega eina leiðin sem við höfum,“ segir Sigurður en bætir við að það væri þó mun betra að geta hitt fangana augliti til auglits. „Það er verið að koma á fjarfundabúnaði milli heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem rekur þessa þjónustu og fangelsanna, og vonandi mun það ganga eftir á næstu vikum að við getum aukið við allavega fjarfundi.“ Ástandið hefur tafið fíknimeðferð innan fangelsanna „Það er okkar hlutverk að veita almenna geðheilbrigðisþjónustu þannig fangar hafi aðgang að henni eins og aðrir sem eru utan fangelsa. Þeir sem eru að glíma við þunglyndi og eru á þunglyndislyfjum, þeir geti haldið þeim áfram og fái stuðningsviðtöl og þvíumlíkt,“ segir Sigurður. Hann segir eðli málsins samkvæmt sérstaka áhættuhópa vera innan veggja fangelsanna. Fangar eiga margir við fíknivanda að stríða og dæmi séu um fanga með alvarlegar geðraskanir. „Fíknimeðferð er eitt af því sem okkur er ætlað að koma á, og því miður hefur þetta ástand tafið okkur í því en við sjáum fram á það að við getum veitt faglega og markvissa fíknimeðferð inn í fangelsunum áður en langt um líður,“ segir Sigurður og nefnir til að mynda viðhaldsmeðferð. „Það hefur verið ágætt samstarf milli heilsugæslunnar í fangelsunum og SÁÁ sem veitir þessa viðhaldsmeðferð […] Það hefur verið samstarf við Vog um það að fangar fái áfram þessi lyf, hafi þeir verið á þeim áður en þeir komu inn í fangelsið.“ Hagur samfélagsins að fangar fái viðeigandi aðstoð Sigurður segir fangelsin oft endurspegla samfélagið, og þá kannski sérstaklega þá sem eiga hvað erfiðast uppdráttar. Það eigi oft rætur sínar að rekja til æskuáranna og skort á viðeigandi aðstoð. „Það er mikið af föngum sem hafa átt erfitt uppdráttar í uppvexti, hafa orðið fyrir áföllum, einelti, misnotkun, búa við áfallastreituröskun. Í sumum tilvikum hefur fíkniefnaneyslan leitt til geðrofseinkenna, þunglyndis, sjálfsvígshugleiðinga, sjálfskaðahegðunar og þvíumlíkt. Þetta sjáum við allt saman,“ segir Sigurður en bætir þó við að einnig sé mikið af heilbrigðum föngum sem lenda í erfiðum aðstæðum. „Og sumir þurfa að vera mjög lengi í fanglesi, og það er náttúrulega eins og gefur að skilja mjög erfitt og eykur á kvíða og depurð og þunglyndi.“ Hann segir hag samfélagsins alls að mæta þessum hópi, veita honum viðeigandi aðstoð og sjá til þess að þeir geti snúið aftur í samfélagið. Þetta snúist ekki eingöngu um fanga sem einstaklinga. „Það er hagur okkar allra. Það er hagur samfélagsins og ekki síst er það hagur fjölskyldna líka sem standa að föngunum. Við megum ekki gleyma því að á bak við hvern fanga sem situr í fangelsi er fjölskylda sem er úti fyrir, sem þarf líka stuðning og þarf líka liðsinni þegar fanginn kemur út og áður en hann kemur út.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fangelsismál Víglínan Geðheilbrigði Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Sjá meira
Sigurður Örn Hektorsson, geðlæknir og yfirlæknir geðheilsuteymis fanga, segir fanga ekki fara varhluta af þeim afleiðingum sem kórónuveirufaraldurinn hefur í för með sér. Það að fá ekki heimsóknir frá ástvinum geri aðstæðurnar enn erfiðari. „Fangelsin eru miklu lokaðri en þau þyrftu að vera. Þau eru náttúrulega lokaðar stofnanir fyrir en nú eru þau lokuð fyrir heimsóknir til fanganna, og það er kannski það sem fangana munar mest um, sem eykur mest á þeirra einangrun og vanlíðan í þessu ástandi,“ segir Sigurður, en hann var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þrátt fyrir ástandið reyni teymið að sinna föngum eftir bestu getu, en teymið er frekar nýtt af nálinni og fór af stað í byrjun árs. Sigurður segir þörfina hafa verið mikla, bæði í samfélaginu og hjá föngunum sjálfum. Það hafi því ekki liðið langur tími þar til það þurfti að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. „Við fengum ekki langan undirbúning til þess að mæta faraldrinum áður en hann skall á. Það hefur náttúrulega haft gífurlega mikil áhrif á okkar starfsemi. Við reynum eftir megni að vera í sambandi við fangana. Við gerum það eftir nokkrum leiðum; við gerum það í gegnum heilsugæsluteymin í fangelsunum þar sem eru fyrir hjúkrunarfræðingar og heilsugæslulæknar sem hitta fangana mjög reglulega, við erum í nánum tengslum við þessi teymi.“ Sigurður er einnig í bakvarðarsveit heilsugæslunnar og starfar í fangelsinu á Hólmsheiði sem heilsugæslulæknir. Hann hafi farið þangað á fimmtudag og talað við um tíu fanga símleiðis. „Það er lýsandi fyrir ástandið. Við getum ekki hitt fangana augliti til auglits og það er mjög óþægilegt fyrir þá, og við veitum þeim ekki eins góða þjónustu eins og við myndum vilja. Við heyrum á þá í símanum og það er mjög til bóta, það er eiginlega eina leiðin sem við höfum,“ segir Sigurður en bætir við að það væri þó mun betra að geta hitt fangana augliti til auglits. „Það er verið að koma á fjarfundabúnaði milli heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem rekur þessa þjónustu og fangelsanna, og vonandi mun það ganga eftir á næstu vikum að við getum aukið við allavega fjarfundi.“ Ástandið hefur tafið fíknimeðferð innan fangelsanna „Það er okkar hlutverk að veita almenna geðheilbrigðisþjónustu þannig fangar hafi aðgang að henni eins og aðrir sem eru utan fangelsa. Þeir sem eru að glíma við þunglyndi og eru á þunglyndislyfjum, þeir geti haldið þeim áfram og fái stuðningsviðtöl og þvíumlíkt,“ segir Sigurður. Hann segir eðli málsins samkvæmt sérstaka áhættuhópa vera innan veggja fangelsanna. Fangar eiga margir við fíknivanda að stríða og dæmi séu um fanga með alvarlegar geðraskanir. „Fíknimeðferð er eitt af því sem okkur er ætlað að koma á, og því miður hefur þetta ástand tafið okkur í því en við sjáum fram á það að við getum veitt faglega og markvissa fíknimeðferð inn í fangelsunum áður en langt um líður,“ segir Sigurður og nefnir til að mynda viðhaldsmeðferð. „Það hefur verið ágætt samstarf milli heilsugæslunnar í fangelsunum og SÁÁ sem veitir þessa viðhaldsmeðferð […] Það hefur verið samstarf við Vog um það að fangar fái áfram þessi lyf, hafi þeir verið á þeim áður en þeir komu inn í fangelsið.“ Hagur samfélagsins að fangar fái viðeigandi aðstoð Sigurður segir fangelsin oft endurspegla samfélagið, og þá kannski sérstaklega þá sem eiga hvað erfiðast uppdráttar. Það eigi oft rætur sínar að rekja til æskuáranna og skort á viðeigandi aðstoð. „Það er mikið af föngum sem hafa átt erfitt uppdráttar í uppvexti, hafa orðið fyrir áföllum, einelti, misnotkun, búa við áfallastreituröskun. Í sumum tilvikum hefur fíkniefnaneyslan leitt til geðrofseinkenna, þunglyndis, sjálfsvígshugleiðinga, sjálfskaðahegðunar og þvíumlíkt. Þetta sjáum við allt saman,“ segir Sigurður en bætir þó við að einnig sé mikið af heilbrigðum föngum sem lenda í erfiðum aðstæðum. „Og sumir þurfa að vera mjög lengi í fanglesi, og það er náttúrulega eins og gefur að skilja mjög erfitt og eykur á kvíða og depurð og þunglyndi.“ Hann segir hag samfélagsins alls að mæta þessum hópi, veita honum viðeigandi aðstoð og sjá til þess að þeir geti snúið aftur í samfélagið. Þetta snúist ekki eingöngu um fanga sem einstaklinga. „Það er hagur okkar allra. Það er hagur samfélagsins og ekki síst er það hagur fjölskyldna líka sem standa að föngunum. Við megum ekki gleyma því að á bak við hvern fanga sem situr í fangelsi er fjölskylda sem er úti fyrir, sem þarf líka stuðning og þarf líka liðsinni þegar fanginn kemur út og áður en hann kemur út.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fangelsismál Víglínan Geðheilbrigði Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Sjá meira