Fótbolti

Starfsmaður Liverpool ósáttur og finnst hann ekki vera hluti af „fjölskyldunni“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jurgen Klopp ræðir við sína aðstoðarmenn en talið er að starfsmaðurinn sem um ræðir sé aftar í keðjunni.
Jurgen Klopp ræðir við sína aðstoðarmenn en talið er að starfsmaðurinn sem um ræðir sé aftar í keðjunni.

Það vakti athygli margra þegar Liverpool ákvað um helgina að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda hvað varðar greiðslu til sinna starfsmanna. Einn starfsmaður félagsins er ekki sáttur með ákvörðunina og lætur óánægju sína í ljós við BBC.

Það var tilkynnt á laugardaginn þá ákváðu Liverpool að nýta sér úrræði stjórnvalda en þá greiðir ríkisstjórnin 80% launa starfsfólksins á meðan faraldurinn ríður yfir.

Liverpool var ekki eina liðið sem nýtti sér þetta því félög eins og Newcastle og Tottenham nýttu sér það einnig en starfsmennirnir eru ekki sáttir. Einn þeirra var í viðtali við breska ríkisútvarpið og lýsti skoðun sinni.

„Félagið kallar starfsmennina fjölskyldu og mér líður ekki eins og einum af fjölskyldunni núna. Afhverju er félag sem er með hagnað upp á milljónir punda að nota leiðir ríkisstjórnarinnar fyrir starfsmenn þegar önnur fyrirtæki þurfa þess frekar?“ sagði einn starfsmaðurinn.

„Ég er sár og mér líður eins og þetta útspil ríkisstjórnarinnar ætti að vera notað fyrir þau fyrirtæki sem eru í vandræðum.“

Margir stuðningsmenn toppliðsins lýstu yfir mikilli óánægju með framgöngu félagsins á Twitter um helgina sem og fyrrum leikmenn á borð við Jamie Carragher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×