Enski boltinn

Kaupir ný gler­augu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matheus Cunha baðst afsökunar á hegðun sinni og fer bara í tveggja leikja bann.
Matheus Cunha baðst afsökunar á hegðun sinni og fer bara í tveggja leikja bann. Getty/Shaun Botterill

Matheus Cunha, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Wolves, þarf bara að taka út tvo leiki af þriggja leikja banni sínu.

Cunha sendi frá sér hjartnæma afsökunarbeiðni og bauðst til að borga fyrir ný gleraugu öryggisvarðar sem skemmdust í öllum látunum.

Sjálfstæð aganefnd ákvað fyrir vikið að stytta leikbannið hans úr þremur leikjum niður í tvo. BBC segir frá.

Brasilíumaðurinn lenti í útistöðum við öryggisverði hjá Ipswich eftir 2-1 tap Úlfanna á móti nýliðunum í desember.

Sekt Cunha var líka minnkuð úr 120 þúsund pundum niður í áttatíu þúsund pund eða úr 21 milljón króna niður í fjórtán milljónir.

Cunha hefur átt mjög gott tímabil með Wolves þrátt fyrir slakt gengi liðsins. Hann hefur skorað tíu mörk í aðeins nítján leikjum.

Gary O'Neil var rekinn eftir þetta tap á móti Ipswich og Vitor Pereira tók við liðinu af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×