Ró af rangri stærð talin orsök brotlendingar þotu Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 6. apríl 2020 10:39 Ró af rangri stærð í lendingarbúnaði er talin meginorsök brotlendingar Boeing 757-þotu Icelandair á Keflavíkurflugvelli þann 7. febrúar síðastliðinn, samkvæmt bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var í morgun. 160 farþegar og sex manna áhöfn voru um borð í Boeing 757-vélinni þegar hjólabúnaðurinn hægramegin gaf sig í lendingu en engin slys urðu á fólki. Samkvæmt skýrslunni var aðflug vélarinnar eðlilegt en vegna hliðarvinds þurftu flugmennirnir að beita svokallaðri hliðarvindslendingu. Hún var einnig eðlileg og framkvæmd samkvæmt bókinni. Þótt hún þýddi meiri þunga á hjólabúnaðinn hægramegin reyndist þunginn sem kom á hjólið aðeins 1,28 G, sem er langt innan þeirra marka sem lendingarbúnaðurinn á að þola án þess að brotna, sem er 3,75 G. Lendingarbúnaðurinn hægra megin gaf sig um leið og flugvélin snerti flugbrautina.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Óeðlilegt hljóð, eins og málmur væri að brotna, heyrðist hins vegar nánast um leið og flugvélin snerti brautina, þegar nefið var að síga niður, og féll hún þá niður á hægri hliðina. Við rannsókn á vettvangi kom í ljós að ró vantaði í lendingarbúnaðinn, ásamt fylgihlut. Þessir hlutir fundust á flugbrautinni nálægt þeim stað þar sem vélin snerti brautina í lendingu. Róin mældist 1,617 tommur að innanmáli.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Við rannsókn á rónni kom í ljós að hún var of stór til að halda nægilega vel skrúfunni sem gekk inn í hana. Innanvert mál hennar mældist 1,617 tommur en hefði þurft að vera á bilinu 1,5439 til 1,5539 tommur. Boltinn sem gekk á móti rónni mældist að utanmáli 1,622 tommur, og var því lítið hald í rónni. Til að hann héldist nægilega fastur hefði róin að innanmáli þurft að vera á bilinu 1,5439 til 1,5539 tommur.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Í bráðabirgðaskýrslunni kemur fram að Rannsóknarnefndin hafi gefið út öryggisleiðbeiningar til Icelandair og félagsins Cabo Verde Airlines um að lendingarbúnaður fjögurra Boeing 757-véla verði kannaður. Búnaðurinn á það sammerkt að hafa farið í yfirhalningu hjá fyrirtækinu Landing Gear Technologies í Miami á Flórída. Skýringarmynd í bráðabirgðaskýrslunni sýnir hvað brast í lendingunni.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Flugvélin sem brotlenti var nýkomin úr stórskoðun í Kanada, svokallaðri C-skoðun, þar sem skipt var um lendingarbúnað. Lendingarstellið sem sett var á hana kom frá fyrirtækinu á Flórída. Leggurinn sem losnaði frá þegar of stór róin hélt ekki.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Vegna rannsóknarinnar stóð til að gera sérstaka öryggisúttekt á verkferlum Landing Gear Technologies en henni hefur verið frestað vegna Covid 19-faraldursins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af rannsókn málsins: Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Boeing Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Ró af rangri stærð í lendingarbúnaði er talin meginorsök brotlendingar Boeing 757-þotu Icelandair á Keflavíkurflugvelli þann 7. febrúar síðastliðinn, samkvæmt bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var í morgun. 160 farþegar og sex manna áhöfn voru um borð í Boeing 757-vélinni þegar hjólabúnaðurinn hægramegin gaf sig í lendingu en engin slys urðu á fólki. Samkvæmt skýrslunni var aðflug vélarinnar eðlilegt en vegna hliðarvinds þurftu flugmennirnir að beita svokallaðri hliðarvindslendingu. Hún var einnig eðlileg og framkvæmd samkvæmt bókinni. Þótt hún þýddi meiri þunga á hjólabúnaðinn hægramegin reyndist þunginn sem kom á hjólið aðeins 1,28 G, sem er langt innan þeirra marka sem lendingarbúnaðurinn á að þola án þess að brotna, sem er 3,75 G. Lendingarbúnaðurinn hægra megin gaf sig um leið og flugvélin snerti flugbrautina.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Óeðlilegt hljóð, eins og málmur væri að brotna, heyrðist hins vegar nánast um leið og flugvélin snerti brautina, þegar nefið var að síga niður, og féll hún þá niður á hægri hliðina. Við rannsókn á vettvangi kom í ljós að ró vantaði í lendingarbúnaðinn, ásamt fylgihlut. Þessir hlutir fundust á flugbrautinni nálægt þeim stað þar sem vélin snerti brautina í lendingu. Róin mældist 1,617 tommur að innanmáli.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Við rannsókn á rónni kom í ljós að hún var of stór til að halda nægilega vel skrúfunni sem gekk inn í hana. Innanvert mál hennar mældist 1,617 tommur en hefði þurft að vera á bilinu 1,5439 til 1,5539 tommur. Boltinn sem gekk á móti rónni mældist að utanmáli 1,622 tommur, og var því lítið hald í rónni. Til að hann héldist nægilega fastur hefði róin að innanmáli þurft að vera á bilinu 1,5439 til 1,5539 tommur.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Í bráðabirgðaskýrslunni kemur fram að Rannsóknarnefndin hafi gefið út öryggisleiðbeiningar til Icelandair og félagsins Cabo Verde Airlines um að lendingarbúnaður fjögurra Boeing 757-véla verði kannaður. Búnaðurinn á það sammerkt að hafa farið í yfirhalningu hjá fyrirtækinu Landing Gear Technologies í Miami á Flórída. Skýringarmynd í bráðabirgðaskýrslunni sýnir hvað brast í lendingunni.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Flugvélin sem brotlenti var nýkomin úr stórskoðun í Kanada, svokallaðri C-skoðun, þar sem skipt var um lendingarbúnað. Lendingarstellið sem sett var á hana kom frá fyrirtækinu á Flórída. Leggurinn sem losnaði frá þegar of stór róin hélt ekki.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Vegna rannsóknarinnar stóð til að gera sérstaka öryggisúttekt á verkferlum Landing Gear Technologies en henni hefur verið frestað vegna Covid 19-faraldursins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af rannsókn málsins:
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Boeing Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira