Óttast meiriháttar faraldur í búðum farandverkamanna Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2020 16:38 Súpueldhús fyrir slasaða eða ólaunaða farandverkamenn í Singapúr. Slasist verkamennirnir missa þeir oft vinnuna og hafa ekki efni á að koma sér heim. Vísir/EPA Farandverkamenn sem yfirvöld í Singapúr hafa í reynd lokað inni í tveimur stórum svefnsölum óttast að þeir verði að gróðrarstíu fyrir kórónuveirusmit. Verkamennirnir hafast við í sölunum við þröngan og illan kost. Yfirvöld í Singapúr tilkynntu í gær að þau hefði sett nærri því tuttugu þúsund farandverkamenn í sóttkví í tveimur svefnsölum eftir að um níutíu kórónuveirusmit greindust í hópnum. Verkamennirnir koma flestir frá Bangladess og öðrum löndum Suður-Asíu en efnahagur Singapúr er að miklu leyti háður innfluttu vinnuafli. Sóttkvíin var sögð nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita í borgríkinu. Verkamennirnir fái laun, mat og læknisaðstoð og reynt verði að takmarka samskipti á milli þeirra í svefnsölunum. Skólum og fyrirtækjum verður lokað í vikunni eftir að smituðum fjölgaði. Mannréttindasamtök eru ósátt við aðgerðina og segja hana setja frískt fólk í hættu á að veikjast. Mannréttindavaktin segir að sóttkvíin skapi „púðurtunnu“ fyrir smit og hvatti yfirvöld til þess að skima alla verkamennina og flytja þá smituðu úr svefnsölunum. Amnesty International segir innilokun verkamannanna „uppskrift að stórslysi“. Verkamenn sem lýsa aðstæðunum í sölunum við Reuters-fréttastofuna segja að þeir sofi í herbergjum með tólf kojum. Þeir deili salerni sem stíflist reglulega. Kakkalakkar og yfirfullar ruslatunnur séu út um allt. „Ef einhver er smitaður af veirunni í herberginu okkar eða í blokkinni okkar er það bara tímaspursmál hvenær við smitumst,“ segir Majidul Haq, 25 ára gamall farandverkamaður frá Bangladess. Hann býr í öðrum svefnsalnum með um 13.000 öðum. Shahadat Hossain, þrítugur byggingaverkamaður frá Bangladess, segir að hann og félagar hans óttist tveggja vikna einangrun. „Það yrði alger hörmung ef einhver er smitaður í herberginu mínu. Hvernig getum við haft stjórn á smiti þegar við búum á svo fjölmennum stað?“ spyr Hossain. Stjórnvöld segjast vinna með eigendum salanna að því að tryggja velferð verkamannanna, þar á meðal með því að bæta ræstingar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Singapúr Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Farandverkamenn sem yfirvöld í Singapúr hafa í reynd lokað inni í tveimur stórum svefnsölum óttast að þeir verði að gróðrarstíu fyrir kórónuveirusmit. Verkamennirnir hafast við í sölunum við þröngan og illan kost. Yfirvöld í Singapúr tilkynntu í gær að þau hefði sett nærri því tuttugu þúsund farandverkamenn í sóttkví í tveimur svefnsölum eftir að um níutíu kórónuveirusmit greindust í hópnum. Verkamennirnir koma flestir frá Bangladess og öðrum löndum Suður-Asíu en efnahagur Singapúr er að miklu leyti háður innfluttu vinnuafli. Sóttkvíin var sögð nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita í borgríkinu. Verkamennirnir fái laun, mat og læknisaðstoð og reynt verði að takmarka samskipti á milli þeirra í svefnsölunum. Skólum og fyrirtækjum verður lokað í vikunni eftir að smituðum fjölgaði. Mannréttindasamtök eru ósátt við aðgerðina og segja hana setja frískt fólk í hættu á að veikjast. Mannréttindavaktin segir að sóttkvíin skapi „púðurtunnu“ fyrir smit og hvatti yfirvöld til þess að skima alla verkamennina og flytja þá smituðu úr svefnsölunum. Amnesty International segir innilokun verkamannanna „uppskrift að stórslysi“. Verkamenn sem lýsa aðstæðunum í sölunum við Reuters-fréttastofuna segja að þeir sofi í herbergjum með tólf kojum. Þeir deili salerni sem stíflist reglulega. Kakkalakkar og yfirfullar ruslatunnur séu út um allt. „Ef einhver er smitaður af veirunni í herberginu okkar eða í blokkinni okkar er það bara tímaspursmál hvenær við smitumst,“ segir Majidul Haq, 25 ára gamall farandverkamaður frá Bangladess. Hann býr í öðrum svefnsalnum með um 13.000 öðum. Shahadat Hossain, þrítugur byggingaverkamaður frá Bangladess, segir að hann og félagar hans óttist tveggja vikna einangrun. „Það yrði alger hörmung ef einhver er smitaður í herberginu mínu. Hvernig getum við haft stjórn á smiti þegar við búum á svo fjölmennum stað?“ spyr Hossain. Stjórnvöld segjast vinna með eigendum salanna að því að tryggja velferð verkamannanna, þar á meðal með því að bæta ræstingar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Singapúr Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira