Óttast meiriháttar faraldur í búðum farandverkamanna Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2020 16:38 Súpueldhús fyrir slasaða eða ólaunaða farandverkamenn í Singapúr. Slasist verkamennirnir missa þeir oft vinnuna og hafa ekki efni á að koma sér heim. Vísir/EPA Farandverkamenn sem yfirvöld í Singapúr hafa í reynd lokað inni í tveimur stórum svefnsölum óttast að þeir verði að gróðrarstíu fyrir kórónuveirusmit. Verkamennirnir hafast við í sölunum við þröngan og illan kost. Yfirvöld í Singapúr tilkynntu í gær að þau hefði sett nærri því tuttugu þúsund farandverkamenn í sóttkví í tveimur svefnsölum eftir að um níutíu kórónuveirusmit greindust í hópnum. Verkamennirnir koma flestir frá Bangladess og öðrum löndum Suður-Asíu en efnahagur Singapúr er að miklu leyti háður innfluttu vinnuafli. Sóttkvíin var sögð nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita í borgríkinu. Verkamennirnir fái laun, mat og læknisaðstoð og reynt verði að takmarka samskipti á milli þeirra í svefnsölunum. Skólum og fyrirtækjum verður lokað í vikunni eftir að smituðum fjölgaði. Mannréttindasamtök eru ósátt við aðgerðina og segja hana setja frískt fólk í hættu á að veikjast. Mannréttindavaktin segir að sóttkvíin skapi „púðurtunnu“ fyrir smit og hvatti yfirvöld til þess að skima alla verkamennina og flytja þá smituðu úr svefnsölunum. Amnesty International segir innilokun verkamannanna „uppskrift að stórslysi“. Verkamenn sem lýsa aðstæðunum í sölunum við Reuters-fréttastofuna segja að þeir sofi í herbergjum með tólf kojum. Þeir deili salerni sem stíflist reglulega. Kakkalakkar og yfirfullar ruslatunnur séu út um allt. „Ef einhver er smitaður af veirunni í herberginu okkar eða í blokkinni okkar er það bara tímaspursmál hvenær við smitumst,“ segir Majidul Haq, 25 ára gamall farandverkamaður frá Bangladess. Hann býr í öðrum svefnsalnum með um 13.000 öðum. Shahadat Hossain, þrítugur byggingaverkamaður frá Bangladess, segir að hann og félagar hans óttist tveggja vikna einangrun. „Það yrði alger hörmung ef einhver er smitaður í herberginu mínu. Hvernig getum við haft stjórn á smiti þegar við búum á svo fjölmennum stað?“ spyr Hossain. Stjórnvöld segjast vinna með eigendum salanna að því að tryggja velferð verkamannanna, þar á meðal með því að bæta ræstingar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Singapúr Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Farandverkamenn sem yfirvöld í Singapúr hafa í reynd lokað inni í tveimur stórum svefnsölum óttast að þeir verði að gróðrarstíu fyrir kórónuveirusmit. Verkamennirnir hafast við í sölunum við þröngan og illan kost. Yfirvöld í Singapúr tilkynntu í gær að þau hefði sett nærri því tuttugu þúsund farandverkamenn í sóttkví í tveimur svefnsölum eftir að um níutíu kórónuveirusmit greindust í hópnum. Verkamennirnir koma flestir frá Bangladess og öðrum löndum Suður-Asíu en efnahagur Singapúr er að miklu leyti háður innfluttu vinnuafli. Sóttkvíin var sögð nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita í borgríkinu. Verkamennirnir fái laun, mat og læknisaðstoð og reynt verði að takmarka samskipti á milli þeirra í svefnsölunum. Skólum og fyrirtækjum verður lokað í vikunni eftir að smituðum fjölgaði. Mannréttindasamtök eru ósátt við aðgerðina og segja hana setja frískt fólk í hættu á að veikjast. Mannréttindavaktin segir að sóttkvíin skapi „púðurtunnu“ fyrir smit og hvatti yfirvöld til þess að skima alla verkamennina og flytja þá smituðu úr svefnsölunum. Amnesty International segir innilokun verkamannanna „uppskrift að stórslysi“. Verkamenn sem lýsa aðstæðunum í sölunum við Reuters-fréttastofuna segja að þeir sofi í herbergjum með tólf kojum. Þeir deili salerni sem stíflist reglulega. Kakkalakkar og yfirfullar ruslatunnur séu út um allt. „Ef einhver er smitaður af veirunni í herberginu okkar eða í blokkinni okkar er það bara tímaspursmál hvenær við smitumst,“ segir Majidul Haq, 25 ára gamall farandverkamaður frá Bangladess. Hann býr í öðrum svefnsalnum með um 13.000 öðum. Shahadat Hossain, þrítugur byggingaverkamaður frá Bangladess, segir að hann og félagar hans óttist tveggja vikna einangrun. „Það yrði alger hörmung ef einhver er smitaður í herberginu mínu. Hvernig getum við haft stjórn á smiti þegar við búum á svo fjölmennum stað?“ spyr Hossain. Stjórnvöld segjast vinna með eigendum salanna að því að tryggja velferð verkamannanna, þar á meðal með því að bæta ræstingar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Singapúr Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent