Heill strætisvagn er nú skreyttur Daða Frey og Gagnamagninu og er tónlistarmaðurinn nokkuð sáttur við það eins og hann greinir frá á Instagram. Þar talar hann um að draumurinn hafi hreinlega ræst.
Vagninn er kominn með nafnið Gagnavagninn.
Á Twitter greinir hann einnig frá því að hann syngi hverja stoppistöð í vagninum og er hægt að hlusta á fallega rödd Daða Freys rétt áður en að stöðinni er komið.
I am also the voice of the big stops in all the buses in Reykjavík. I bring you Strætó (Bus) the album:https://t.co/ne589Qb4Rg
— Daði Freyr 🥑 (@dadimakesmusic) May 14, 2020
