Viðskipti innlent

Flugmenn og Icelandair funda

Birgir Olgeirsson skrifar
Flugfloti Icelandair á Keflavíkurflugvelli í samgöngubanni
Flugfloti Icelandair á Keflavíkurflugvelli í samgöngubanni Vísir/Vilhelm

Samninganefndir Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair eru fundi þar sem samningaviðræður fara fram um hugsanlega kjarasamninga. Samninganefndirnar hittust klukkan hálf tvö í húsakynnum Félags íslenskra atvinnuflugmanna.

Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugamanna, hefur sagt „ótrúlega stutt“ á milli deiluaðila. Styr hefur staðið um hvernig menn reikna út tilboðin sem reynt er að ná saman um.

Hafa samninganefndirnar til að mynda deilt um hvaða áhrif tilslakanir á kjörum flugmanna mun hafa og hvernig nýtingin verður.

Forstjóri Icelandair hefur sagt að ekki standi til að rýra ráðstöfunartekjur flugstétta Icelandair. Jón Þór sagði að verið væri að vísa til þess að framleiðni yrði aukin með því að unnið yrði meira fyrir sömu tekjur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×