Phil Jackson sagði „sjáumst næsta sumar“ en Shaq og Kobe voru á öðru máli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2020 16:00 Kobe Bryant og Shaquille O'Neal fagna saman eftir að Los Angeles Lakers vann NBA-deildina í júní 2000. Getty/Andrew D. Bernstein Shaquille O'Neal var fljótur að svara þegar SportsCenter á ESPN spurði hann út í sína bestu minningu frá ferlinum. Shaq sagði líka söguna á bak við endurkomu Lakers-liðsins þennan dag í byrjun júní fyrir að verða tuttugu árum síðan. Vorið 2000 höfðu þeir Shaquille O'Neal og Kobe Bryant spilað saman í fjögur ár en aldrei orðið NBA-meistarar. Ár eftir ár hafði Los Angeles Lakers liðið ollið vonbrigðum í úrslitakeppninni og tvö ár á undan hafði liðinu verið sópað út úr úrslitakeppninni. Það leit út fyrir enn ein vonbrigðin þegar liðið var komið í slæma stöðu í oddaleik á móti Portland Trail Blazers í úrslitum Vesturdeildarinnar. Portland Trail Blazers var 71-58 yfir fyrir lokaleikhlutann. Hér fyrir neðan má sjá Shaq rifja upp atvikið sem kórónaði endurkomu Lakers-liðsins í leiknum en liðið vann fjórða leikhlutann 31-13 og leikinn 89-84. Shaq's favorite sports memory? The iconic Game 7 lob from Kobe in the 2000 Western Conference Finals. (via @shaq) pic.twitter.com/AONaBAaM4D— SportsCenter (@SportsCenter) April 7, 2020 Shaquille O'Neal sagði meðal annars frá því hvað Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers, sagði við þá fyrir lokaleikhlutann þegar útlitið var ekki bjart. „Þið eigið að vita svarið þessu en það er sjöundi leikurinn í úrslitum Vesturdeildarinnar 2000 og svífandi sendingin frá Kobe. Ég veit nefnilega að ef við hefðum ekki unnið þennan leik þá hefðum við Kobe líklega ekki unnið þrjá meistaratitla saman. Það breyttist margt með þessum leik,“ sagði Shaquille O'Neal. „Phil Jackson kom til okkar þegar við vorum sautján stigum undir og sagði: Við sjáumst næsta sumar. Þetta var gott ár en þetta mun ekki ganga upp hjá okkur í dag. Ég, Kobe, Rick Fox og B. Shaw horfðum á hverja aðra og komum síðan til baka,“ sagði Shaq. watch on YouTube „Ég var alltaf að segja Kobe ég væri opinn. Hann gaf svo sendinguna og hún var reyndar of há. Ég þurfti vængina mína, þá sömu og ég er með hér, sagði Shaq í léttur og sýndi vængjaða styttu en hélt svo áfram: „Hann henti boltanum extra hátt en ég náði í hann og negldi honum niður. SportsCenter, þetta er mín uppáhaldsminning,“ sagði Shaquille O'Neal. Los Angeles Lakers komst í lokaúrslitin þar sem liðið tryggði sér titilinn með 4-2 sigri á Indiana Pacers. Lakers vann einnig meistaratitlana 2001 og 2002. Shaquille O'Neal var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna í öll þrjú skiptin. watch on YouTube NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Þriðja meðgangan á fimm árum skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Shaquille O'Neal var fljótur að svara þegar SportsCenter á ESPN spurði hann út í sína bestu minningu frá ferlinum. Shaq sagði líka söguna á bak við endurkomu Lakers-liðsins þennan dag í byrjun júní fyrir að verða tuttugu árum síðan. Vorið 2000 höfðu þeir Shaquille O'Neal og Kobe Bryant spilað saman í fjögur ár en aldrei orðið NBA-meistarar. Ár eftir ár hafði Los Angeles Lakers liðið ollið vonbrigðum í úrslitakeppninni og tvö ár á undan hafði liðinu verið sópað út úr úrslitakeppninni. Það leit út fyrir enn ein vonbrigðin þegar liðið var komið í slæma stöðu í oddaleik á móti Portland Trail Blazers í úrslitum Vesturdeildarinnar. Portland Trail Blazers var 71-58 yfir fyrir lokaleikhlutann. Hér fyrir neðan má sjá Shaq rifja upp atvikið sem kórónaði endurkomu Lakers-liðsins í leiknum en liðið vann fjórða leikhlutann 31-13 og leikinn 89-84. Shaq's favorite sports memory? The iconic Game 7 lob from Kobe in the 2000 Western Conference Finals. (via @shaq) pic.twitter.com/AONaBAaM4D— SportsCenter (@SportsCenter) April 7, 2020 Shaquille O'Neal sagði meðal annars frá því hvað Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers, sagði við þá fyrir lokaleikhlutann þegar útlitið var ekki bjart. „Þið eigið að vita svarið þessu en það er sjöundi leikurinn í úrslitum Vesturdeildarinnar 2000 og svífandi sendingin frá Kobe. Ég veit nefnilega að ef við hefðum ekki unnið þennan leik þá hefðum við Kobe líklega ekki unnið þrjá meistaratitla saman. Það breyttist margt með þessum leik,“ sagði Shaquille O'Neal. „Phil Jackson kom til okkar þegar við vorum sautján stigum undir og sagði: Við sjáumst næsta sumar. Þetta var gott ár en þetta mun ekki ganga upp hjá okkur í dag. Ég, Kobe, Rick Fox og B. Shaw horfðum á hverja aðra og komum síðan til baka,“ sagði Shaq. watch on YouTube „Ég var alltaf að segja Kobe ég væri opinn. Hann gaf svo sendinguna og hún var reyndar of há. Ég þurfti vængina mína, þá sömu og ég er með hér, sagði Shaq í léttur og sýndi vængjaða styttu en hélt svo áfram: „Hann henti boltanum extra hátt en ég náði í hann og negldi honum niður. SportsCenter, þetta er mín uppáhaldsminning,“ sagði Shaquille O'Neal. Los Angeles Lakers komst í lokaúrslitin þar sem liðið tryggði sér titilinn með 4-2 sigri á Indiana Pacers. Lakers vann einnig meistaratitlana 2001 og 2002. Shaquille O'Neal var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna í öll þrjú skiptin. watch on YouTube
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Þriðja meðgangan á fimm árum skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli