Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. febrúar 2020 18:36 Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. Fjölskylda Maní Shahidi, sautján ára transdrengs, kom til Íslands fyrir tæpu ári og sótti um alþjóðlega vernd. Vísa átti fjölskyldunni til Portúgal á mánudagsmorgun en kvöldið áður var Maní lagður inn á BUGL vegna alvarlegrar vanheilsu. „Og á meðan hann er þar og nýtur aðstoðar lækna þá er ekkert að hreyfast í málinu að því er varðar flutning úr landi,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. „Málið fékk sinn farveg og er núna á fresti því það er búið að boða nýjar upplýsingar og við fylgjumst bara með framvindunni," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Endurupptökubeiðni liggur nú fyrir hjá Kærunefnd útlendingamála og hefur lögmaður fjölskyldunnar frest til næsta mánudags til að skila inn nýjum gögnum. „Og þá mun væntanlega kærunefndin í kjölfarið taka ákvörðun um það hvort þeir ætli að endurupptaka málið á grundvelli þeirra gagna eða ekki,“ segir Þorsteinn. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að skýra þyrfti stefnu Útlendingastofnunar um mál hinsegin fólks. Þorsteinn segir að stofnunin horfi til viðmiða Flóttamannastofnuarinnar um réttindi hinsegin fólks. „Það er almennt viðurkennt að þetta sé ein af ástæðunum fyrir því að við verndum fólki alþjóðlega vernd,“ segir Þorsteinn. Þá hefur stofnunin verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki rætt við Maní sjálfan við meðferð málsins. Þorsteinn segir að foreldrar hans hafi hafnað því. Þá hafi umsókn fjölskyldunnar ekki verið byggð á aðstæðum drengsins. „Þá leiðir það frekar til þess að við göngum ekki hart á eftir því að fá viðtal við barnið ef foreldrarnir eru mótfallnir því," segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að stjórnvöld í Portúgal séu bundin af sömu meginreglu og hér er í gildi um að senda fólk ekki þangað sem lífi þeirra er stefnt í hættu. „Og við höfum enga ástæðu til að ætla að Portúgal standi ekki við þær skuldbindingar sínar,“ segir Þorsteinn. En myndi Útlendingastofnun senda transdreng til Íran? „Nei,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Hælisleitendur Tengdar fréttir Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20 Segja foreldra Maní hafa afþakkað að viðtal væri tekið við drenginn Útlendingastofnun segir að framburður foreldra hafi legið til grundvallar ákvörðun stofnunarinnar í máli hins íranska Manís sem hafnað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi. Foreldrar hans hafi afþakkað boð Útlendingastofnunar um að viðtal væri tekið við barnið. 19. febrúar 2020 14:09 Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. Fjölskylda Maní Shahidi, sautján ára transdrengs, kom til Íslands fyrir tæpu ári og sótti um alþjóðlega vernd. Vísa átti fjölskyldunni til Portúgal á mánudagsmorgun en kvöldið áður var Maní lagður inn á BUGL vegna alvarlegrar vanheilsu. „Og á meðan hann er þar og nýtur aðstoðar lækna þá er ekkert að hreyfast í málinu að því er varðar flutning úr landi,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. „Málið fékk sinn farveg og er núna á fresti því það er búið að boða nýjar upplýsingar og við fylgjumst bara með framvindunni," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Endurupptökubeiðni liggur nú fyrir hjá Kærunefnd útlendingamála og hefur lögmaður fjölskyldunnar frest til næsta mánudags til að skila inn nýjum gögnum. „Og þá mun væntanlega kærunefndin í kjölfarið taka ákvörðun um það hvort þeir ætli að endurupptaka málið á grundvelli þeirra gagna eða ekki,“ segir Þorsteinn. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að skýra þyrfti stefnu Útlendingastofnunar um mál hinsegin fólks. Þorsteinn segir að stofnunin horfi til viðmiða Flóttamannastofnuarinnar um réttindi hinsegin fólks. „Það er almennt viðurkennt að þetta sé ein af ástæðunum fyrir því að við verndum fólki alþjóðlega vernd,“ segir Þorsteinn. Þá hefur stofnunin verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki rætt við Maní sjálfan við meðferð málsins. Þorsteinn segir að foreldrar hans hafi hafnað því. Þá hafi umsókn fjölskyldunnar ekki verið byggð á aðstæðum drengsins. „Þá leiðir það frekar til þess að við göngum ekki hart á eftir því að fá viðtal við barnið ef foreldrarnir eru mótfallnir því," segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að stjórnvöld í Portúgal séu bundin af sömu meginreglu og hér er í gildi um að senda fólk ekki þangað sem lífi þeirra er stefnt í hættu. „Og við höfum enga ástæðu til að ætla að Portúgal standi ekki við þær skuldbindingar sínar,“ segir Þorsteinn. En myndi Útlendingastofnun senda transdreng til Íran? „Nei,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20 Segja foreldra Maní hafa afþakkað að viðtal væri tekið við drenginn Útlendingastofnun segir að framburður foreldra hafi legið til grundvallar ákvörðun stofnunarinnar í máli hins íranska Manís sem hafnað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi. Foreldrar hans hafi afþakkað boð Útlendingastofnunar um að viðtal væri tekið við barnið. 19. febrúar 2020 14:09 Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11
Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20
Segja foreldra Maní hafa afþakkað að viðtal væri tekið við drenginn Útlendingastofnun segir að framburður foreldra hafi legið til grundvallar ákvörðun stofnunarinnar í máli hins íranska Manís sem hafnað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi. Foreldrar hans hafi afþakkað boð Útlendingastofnunar um að viðtal væri tekið við barnið. 19. febrúar 2020 14:09
Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“