Rannsókn: Vinnustaðapartí algengur vettvangur kynferðislegrar áreitni Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 13:00 Margrét Valdimarsdóttir lektor vann ásamt fleirum að umfangsmikilli rannsókn um kynferðislega áreitni á vinnustöðum. Verkefnið var unnið af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í samvinnu við Ástu Snorradóttur lektor og að beiðni Félagsmálaráðuneytisins. Vísir/Vilhelm „Kynferðisleg áreitni sem byrjar á slíkri skemmtun hefur tilhneigingu til að teygja anga sína inn á vinnustaðinn sjálfan. Þó fólk hafi á yfirborðinu val um að mæta eða mæta ekki í slík partí þá finnst mörgum þeir hreinlega þurfa það til að vera ekki undanvelta í vinnunni, til að vera hluti af hópnum,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, félags- og afbrotafræðingur, lektor við Háskólann á Akureyri og verkefnastjóri hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Margrét vann ásamt fleirum að umfangsmikilli rannsókn um kynferðislega áreitni á vinnustöðum. Verkefnið var unnið af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í samvinnu við Ástu Snorradóttur lektor og að beiðni Félagsmálaráðuneytisins. Ekki var spurt um vinnustaðapartí sérstaklega en þau báru þó á góma í svörum þátttakenda. Í inngangi skýrslu um rannsóknina segir m.a.: „Vinnustaðapartí og skemmtanir þar sem áfengi kemur við sögu var algengur vettvangur kynferðislegrar áreitni. Hegðun sem einkenndist af kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum virtist auðveldlega ýkjast til muna þegar gerendur voru undir áhrifum og á öðrum vettvangi: Þetta var svona eitthvað fyllerí, þá vorum við að halda upp á eitthvað. Og þá segir hann: Veistu það, þú ert heppinn, þú getur lagst þarna og ég get sogið hann á þér. Ekkert mál“ Margrét segir rannsóknina hafa verið framkvæmda þannig að netkönnun var lögð fyrir stórt úrtak fólks á vinnumarkaði. Þá voru ítarleg viðtöl við fólk sem hefur verið beitt kynferðislegri áreitni á vinnustað. Rannsóknin er sú umfangsmesta sem gerð hefur verið um kynferðislega áreitni á vinnustöðum. „Þetta byrjar þá oft sem daður eins og lýst er í skýrslunni. Það getur reynst fólki erfitt að átta sig á hvenær þetta hættir að vera daður og hvenær hegðunin byrjar að vera kynferðisleg áreitni, segir Margrét og bætir við „En það þarf oft nokkuð alvarlega áreitni svo fólk skilgreini hegðunina sem slíka, því margir vilja hreinlega ekki skilgreina sjálfan sig sem þolendur kynferðislegrar áreitni. Ef hegðunin er óumbeðin, óþægileg og kynferðisleg þá er hún kynferðisleg áreitni. Og kynferðisleg áreitni getur haft miklar afleiðingar fyrir þá sem verða fyrir henni eins og að draga úr starfsánægju og starfsgetu, og getur auðvitað haft skemmandi áhrif á allan vinnustaðinn.“ Margrét segir að oft hefjist kynferðisleg áreitni sem daður og algengt er að útskýra hana eftirá sem einhvers konar grín.Vísir/Vilhelm Vinnustaða partí voru samkvæmt viðmælendum oftar en ekki: „svo mikið eitthvað menningin. Þetta var svona partímenning Partímenning á sumum vinnustöðum Margrét segir algengast að fólk í verslunar- og þjónustustörfum eða umönnunarstörfum verði fyrir kynferðislegri áreitni en fólk í hálaunuðum störfum verður það líka. Í skýrslu kemur meðal annars fram í niðurstöðum að einhvers konar samkomur eða partí virðast algengari hjá fyrirtækjum og stofnunum sem hafa rúm fjárráð: „Á sumum vinnustöðum var nokkuð algengt að fólk hafi fengið sér drykk eftir vinnu en vinnustaða partý virtust, samkvæmt viðtölunum, algengari hjá stofnunum og fyrirtækjum þar sem betur er borgað enda er þá um almennt rýmri fjárráð að ræða.“ Margrét segir fáa leggja fram kvörtun um áreitni og oft sé kynferðisleg áreitni sett fram sem einhvers konar grín. „Það er algengt að kynferðisleg áreitni sé sett fram sem grín eða útskýrt eftir á sem grín, eða hrós, og þegar þolandi tekur þessu illa er viðkomandi sagður húmorslaus. Algengasta tegund af kynferðislegri áreitni sem fólk sagði frá var óviðeigandi brandarar með kynferðislegum undirtón eða móðgandi ummæli um vaxtalag sitt eða einkalíf. Minna en fimmtungur þeirra sem verða fyrir kynferðislegri áreitni í starfi leggja fram kvörtun, og því þarf að taka því alvarlega þegar það er gert.“ Þá kemur fram í skýrslu að þáttakendur lýsa menningu á vinnustað sem einhvers konar partímenningu. „Vinnustaðapartí voru samkvæmt viðmælendum oftar en ekki: „svo mikið eitthvað menningin. Þetta var svona partímenning“.“ Margrét segir nokkuð er um að fólk hafi breytt hegðun sinni í kjölfar #metoo byltingarinnar og það á við um bæði karla og konur. „Í rannsókninni kom fram að fólk er almennt jákvætt í garð #metoo hreyfingarinnar, þó fleiri konur en karlar. Flestir telja að #metoo muni koma til að breyta íslensku samfélagi á jákvæðan hátt og rétt undir 20% sögðust í raun hafa breytt hegðun í kjölfar #metoo hreyfingarinnar, bæði konur og karlar.“ Vinnustaðapartí eru til umfjöllunar í Atvinnulífi á Vísi í dag. Tengdar fréttir Vinnustaðapartí: Upplifun makans skiptir máli "Það er mikilvægt að þegar starfsfólk kemur heim að upplifun maka sé ekki sú að verið sé að taka af sameiginlegum tíma fjölskyldunnar,“ segir Sigurjón Þórðarson ráðgjafi hjá Capacent um vinnustaðapartí. Hann segir margt hafa breyst á síðustu tuttugu árum. 19. febrúar 2020 11:00 Makalaus vinnustaðapartí geta valdið spennu í parasamböndum Dæmi eru um að fólk hafi hætt störfum í kjölfar vinnustaðapartía og þá jafnvel í kjölfar þess að hafa brugðist trausti maka síns á slíkum viðburði. Ragnheiður Kr. Björnsdóttir hjónabandsráðgjafi hjá Lausninni segir vinnustaðapartí geta valdið spennu hjá hjónum og pörum. 19. febrúar 2020 08:00 Vinnustaðapartí: Fyrirtæki velt fyrir sér að hætta að bjóða upp á áfengi Sú ,"brjálæðislega“ hugmynd hefur jafnvel komið upp hjá sumum fyrirtækjum að draga verulega úr eða láta alveg af því að bjóða upp á áfengi í vinnustaðapartíum segir Guðríður Sigríðardóttir ráðgjafi og einn eigandi Attendus. Þetta er í takt við það sem sjá má í umfjöllun erlendra miðla. 19. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Samstarf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Kynferðisleg áreitni sem byrjar á slíkri skemmtun hefur tilhneigingu til að teygja anga sína inn á vinnustaðinn sjálfan. Þó fólk hafi á yfirborðinu val um að mæta eða mæta ekki í slík partí þá finnst mörgum þeir hreinlega þurfa það til að vera ekki undanvelta í vinnunni, til að vera hluti af hópnum,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, félags- og afbrotafræðingur, lektor við Háskólann á Akureyri og verkefnastjóri hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Margrét vann ásamt fleirum að umfangsmikilli rannsókn um kynferðislega áreitni á vinnustöðum. Verkefnið var unnið af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í samvinnu við Ástu Snorradóttur lektor og að beiðni Félagsmálaráðuneytisins. Ekki var spurt um vinnustaðapartí sérstaklega en þau báru þó á góma í svörum þátttakenda. Í inngangi skýrslu um rannsóknina segir m.a.: „Vinnustaðapartí og skemmtanir þar sem áfengi kemur við sögu var algengur vettvangur kynferðislegrar áreitni. Hegðun sem einkenndist af kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum virtist auðveldlega ýkjast til muna þegar gerendur voru undir áhrifum og á öðrum vettvangi: Þetta var svona eitthvað fyllerí, þá vorum við að halda upp á eitthvað. Og þá segir hann: Veistu það, þú ert heppinn, þú getur lagst þarna og ég get sogið hann á þér. Ekkert mál“ Margrét segir rannsóknina hafa verið framkvæmda þannig að netkönnun var lögð fyrir stórt úrtak fólks á vinnumarkaði. Þá voru ítarleg viðtöl við fólk sem hefur verið beitt kynferðislegri áreitni á vinnustað. Rannsóknin er sú umfangsmesta sem gerð hefur verið um kynferðislega áreitni á vinnustöðum. „Þetta byrjar þá oft sem daður eins og lýst er í skýrslunni. Það getur reynst fólki erfitt að átta sig á hvenær þetta hættir að vera daður og hvenær hegðunin byrjar að vera kynferðisleg áreitni, segir Margrét og bætir við „En það þarf oft nokkuð alvarlega áreitni svo fólk skilgreini hegðunina sem slíka, því margir vilja hreinlega ekki skilgreina sjálfan sig sem þolendur kynferðislegrar áreitni. Ef hegðunin er óumbeðin, óþægileg og kynferðisleg þá er hún kynferðisleg áreitni. Og kynferðisleg áreitni getur haft miklar afleiðingar fyrir þá sem verða fyrir henni eins og að draga úr starfsánægju og starfsgetu, og getur auðvitað haft skemmandi áhrif á allan vinnustaðinn.“ Margrét segir að oft hefjist kynferðisleg áreitni sem daður og algengt er að útskýra hana eftirá sem einhvers konar grín.Vísir/Vilhelm Vinnustaða partí voru samkvæmt viðmælendum oftar en ekki: „svo mikið eitthvað menningin. Þetta var svona partímenning Partímenning á sumum vinnustöðum Margrét segir algengast að fólk í verslunar- og þjónustustörfum eða umönnunarstörfum verði fyrir kynferðislegri áreitni en fólk í hálaunuðum störfum verður það líka. Í skýrslu kemur meðal annars fram í niðurstöðum að einhvers konar samkomur eða partí virðast algengari hjá fyrirtækjum og stofnunum sem hafa rúm fjárráð: „Á sumum vinnustöðum var nokkuð algengt að fólk hafi fengið sér drykk eftir vinnu en vinnustaða partý virtust, samkvæmt viðtölunum, algengari hjá stofnunum og fyrirtækjum þar sem betur er borgað enda er þá um almennt rýmri fjárráð að ræða.“ Margrét segir fáa leggja fram kvörtun um áreitni og oft sé kynferðisleg áreitni sett fram sem einhvers konar grín. „Það er algengt að kynferðisleg áreitni sé sett fram sem grín eða útskýrt eftir á sem grín, eða hrós, og þegar þolandi tekur þessu illa er viðkomandi sagður húmorslaus. Algengasta tegund af kynferðislegri áreitni sem fólk sagði frá var óviðeigandi brandarar með kynferðislegum undirtón eða móðgandi ummæli um vaxtalag sitt eða einkalíf. Minna en fimmtungur þeirra sem verða fyrir kynferðislegri áreitni í starfi leggja fram kvörtun, og því þarf að taka því alvarlega þegar það er gert.“ Þá kemur fram í skýrslu að þáttakendur lýsa menningu á vinnustað sem einhvers konar partímenningu. „Vinnustaðapartí voru samkvæmt viðmælendum oftar en ekki: „svo mikið eitthvað menningin. Þetta var svona partímenning“.“ Margrét segir nokkuð er um að fólk hafi breytt hegðun sinni í kjölfar #metoo byltingarinnar og það á við um bæði karla og konur. „Í rannsókninni kom fram að fólk er almennt jákvætt í garð #metoo hreyfingarinnar, þó fleiri konur en karlar. Flestir telja að #metoo muni koma til að breyta íslensku samfélagi á jákvæðan hátt og rétt undir 20% sögðust í raun hafa breytt hegðun í kjölfar #metoo hreyfingarinnar, bæði konur og karlar.“ Vinnustaðapartí eru til umfjöllunar í Atvinnulífi á Vísi í dag.
Tengdar fréttir Vinnustaðapartí: Upplifun makans skiptir máli "Það er mikilvægt að þegar starfsfólk kemur heim að upplifun maka sé ekki sú að verið sé að taka af sameiginlegum tíma fjölskyldunnar,“ segir Sigurjón Þórðarson ráðgjafi hjá Capacent um vinnustaðapartí. Hann segir margt hafa breyst á síðustu tuttugu árum. 19. febrúar 2020 11:00 Makalaus vinnustaðapartí geta valdið spennu í parasamböndum Dæmi eru um að fólk hafi hætt störfum í kjölfar vinnustaðapartía og þá jafnvel í kjölfar þess að hafa brugðist trausti maka síns á slíkum viðburði. Ragnheiður Kr. Björnsdóttir hjónabandsráðgjafi hjá Lausninni segir vinnustaðapartí geta valdið spennu hjá hjónum og pörum. 19. febrúar 2020 08:00 Vinnustaðapartí: Fyrirtæki velt fyrir sér að hætta að bjóða upp á áfengi Sú ,"brjálæðislega“ hugmynd hefur jafnvel komið upp hjá sumum fyrirtækjum að draga verulega úr eða láta alveg af því að bjóða upp á áfengi í vinnustaðapartíum segir Guðríður Sigríðardóttir ráðgjafi og einn eigandi Attendus. Þetta er í takt við það sem sjá má í umfjöllun erlendra miðla. 19. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Samstarf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Vinnustaðapartí: Upplifun makans skiptir máli "Það er mikilvægt að þegar starfsfólk kemur heim að upplifun maka sé ekki sú að verið sé að taka af sameiginlegum tíma fjölskyldunnar,“ segir Sigurjón Þórðarson ráðgjafi hjá Capacent um vinnustaðapartí. Hann segir margt hafa breyst á síðustu tuttugu árum. 19. febrúar 2020 11:00
Makalaus vinnustaðapartí geta valdið spennu í parasamböndum Dæmi eru um að fólk hafi hætt störfum í kjölfar vinnustaðapartía og þá jafnvel í kjölfar þess að hafa brugðist trausti maka síns á slíkum viðburði. Ragnheiður Kr. Björnsdóttir hjónabandsráðgjafi hjá Lausninni segir vinnustaðapartí geta valdið spennu hjá hjónum og pörum. 19. febrúar 2020 08:00
Vinnustaðapartí: Fyrirtæki velt fyrir sér að hætta að bjóða upp á áfengi Sú ,"brjálæðislega“ hugmynd hefur jafnvel komið upp hjá sumum fyrirtækjum að draga verulega úr eða láta alveg af því að bjóða upp á áfengi í vinnustaðapartíum segir Guðríður Sigríðardóttir ráðgjafi og einn eigandi Attendus. Þetta er í takt við það sem sjá má í umfjöllun erlendra miðla. 19. febrúar 2020 09:00