Makalaus vinnustaðapartí geta valdið spennu í parasamböndum Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 08:00 Dæmi eru um að fólk hafi hætt störfum í kjölfar vinnustaðapartía og þá jafnvel í kjölfar þess að hafa brugðist trausti maka síns á slíkum viðburði. Ragnheiður Kr. Björnsdóttir hjónabandsráðgjafi hjá Lausninni segir vinnustaðapartí geta valdið spennu hjá hjónum og pörum. Þá segir hún prívattíma parasambanda eiga undir högg að sækja. Vísir/Vilhelm Þótt sum makalaus vinnustaðapartí geti verið hin ánægjulegasta skemmtun mælir Ragnheiður Kr. Björnsdóttir fjölskyldufræðingur og hjónabandsráðgjafi með því að fyrirtæki marki sér stefnu um slík partí og taki afstöðu til þess hvort þau henti vinnustaðnum eða ekki. Mikið sé í húfi þar sem prívattími parasambanda á undir högg að sækja. Dæmi eru um að fólk hafi hætt í starfi í kjölfar makalausra vinnustaðapartía sem farið hafa úr böndunum. Þá getur það myndað pressu á starfsmann að mæta í slík partí. Enginn vilji vera sá sem ,,eyðileggur samstöðuna.“ Ragnheiður Kr. Björnsdóttir starfar sem fjölskyldufræðingur hjá Lausninni, fjölskyldu- og áfallamiðstöð. Þar sérhæfir hún sig í parasamböndum, fjölskyldum, samskiptum, streitu, sjálfstyrkingu og kulnun í starfi og einkalífi. Ragnheiður, sem einnig er menntaður hjúkrunarfræðingar, segir vinnustaðamenningu afar ólíka á milli fyrirtækja. „Vinnustaðamenning er mismunandi milli vinnustaða. Sumir vinnustaðir hafa skýra stefnu varðandi vinnustaðaskemmtanir, hversu oft, hverju skemmtanirnar eigi að skila og svo framvegis á meðan þessi mál eru lausari í reipunum hjá öðrum fyrirtækjum. Makalaus vinnustaðapartí og partí þar sem makinn er velkominn viðgangast víða í bland að því ég best veit en lítið hefur verið fjallað um málefnið.“ En er ástæða til að hafa áhyggjur af því að makalaus vinnustaðapartí geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hjónabönd eða parasambönd? „Sum makalaus vinnustaðapartí geta verið hin ánægjulegasta skemmtun fyrir starfsfólkið og skilað sér í aukinni samkennd og ánægju inná vinnustaðinn á meðan önnur makalaus vinnustaðapartí eiga það til að fara úr böndunum og geta jafnvel ógnað parasambandinu. Í þeim tilfellum þar sem slíkt er uppá teninginn er áfengi oft veitt óhóflega, makalausar skemmtanir eru jafnvel of tíðar og standa of lengi yfir. Sumir upplifa sig í pressu að mæta þrátt fyrir að hafa ekki áhuga á því. Ef fólk hagar sér ósæmilega getur það haft bæði alvarlegar afleiðingar fyrir parasambandið og jafnvel vinnustaðinn líka. Það eru dæmi þess að fólk hefur hætt störfum hjá fyrirtækinu eftir slíkar uppákomur þar sem einstaklingar hafa jafnvel brugðist trausti maka.“ Vinnustaðapartí geta valdið togstreitu á milli para og hjóna. Ef svo er, segir Ragnheiður Björnsdóttir hjónabandsráðgjafi hjá Lausninni gott að velta fyrir sér hvað er að valda þeirri spennuVísir/Getty Það eru dæmi þess að fólk hefur hætt störfum hjá fyrirtækinu eftir slíkar uppákomur þar sem einstaklingar hafa jafnvel brugðist trausti maka Vinnustaðapartí geta valdið spennu Stundum upplifir starfsfólk boð um vinnustaðapartí sem ákveðinn streituvald því það vill enginn vera sá aðili sem eyðileggur samstöðuna í hópnum. Stundum tengist pressan skoðun makans á makalausum partíum. Ragnheiður mælir með því að pör ræði málin sín á milli ef þau upplifa togstreitu eða spennu vegna vinnustaðapartía. Hvaða ráð myndir þú gefa hjónum/pörum sem eru að upplifa spennu í sínu sambandi vegna vinnustaðaviðburða? „Fjölskyldulífið á undir högg að sækja hvað varðar tíma. Undirliggjandi spenna gæti stafað af svo mörgum ástæðum. Gott væri að skoða þá þætti sem valda spennunni og reyna að bregðast við samkvæmt því. Spennan gæti verið hjá þeim sem vinnur á vinnustaðnum sem býður í makalaust partí og gæti óánægjan stafað af því að viðkomandi langar ekki einum eða að það sé pressa á viðkomandi að mæta því „annars er viðkomandi að eyðileggja samstöðuna í deildinni.“ Einnig gæti spennan verið vegna þess að makalausu partíin eru haldin of oft og fólk finnur fyrir streitu yfir því að upplifa að það ráði ekki frítíma sínum sjálft. Pressan gæti tengst skoðun makans á makalausum partíum sem samræmast jafnvel ekki skoðunum hins aðilans. Mitt ráð til fólks í þessari stöðu er að ræða saman um væntingar varðandi þessi mál og líðan sína. Gott er að spyrja sig ef um tortryggni er að ræða. Hef ég getað treyst makanum hingað til? Hvað er það sem ég er óánægð/ur með? Einnig fyrir þann sem á boðið í partíið: Langar mig í þetta partí? Er það að gera eitthvað fyrir mig? Er ég að þóknast einhverjum öðrum með því að fara? Eða ætti ég að sleppa því að fara í þetta sinn og næst þegar mökum er boðið förum við saman.“ Þýðir þetta þá að einstaklingur sem upplifir óöryggi gagnvart makalausum vinnustaða partíum maka síns ætti frekar að velta fyrir sér hver staðan er á sambandinu sjálfu? „Ef fólk er að upplifa tortryggni í garð hvors annar þegar makinn fer að hitta félagana hvort sem það eru vinnufélagar eða vinir þá mæli ég með því að fólk ræði málin því ein af undirstöðum þess að líða vel í parasambandinu er að það ríki vinátta og traust í sambandinu. Með því að segja makanum hvernig manni líður er líklegra að makinn skilji hvað hinn aðilinn er að ganga í gegnum og breytir jafnvel hegðun ef óánægjan snýr að atferli eða gjörðum sem makinn getur sæst á að séu út fyrir mörkin eins og að drekka sig fulla/an, haga sér illa á skemmtunum, daðra við hitt kynið, koma seint heim og valda þannig áhyggjum. Ef þetta samtal á sér ekki stað einhverra hluta vegna eða makanum finnst ekki hlustað á sig þá getur það grafið undan parasambandinu. Gott samtal parsins getur líka orðið til þess að slá á óþarfa áhyggjur makans sem er heima í þeim tilfellum þar sem aðilinn sem sækir vinnustaðgleðina hefur aldrei brugðist trausti makans síns.“ Þá mælir Ragnheiður með því að fólk leiti sér aðstoðar ef það er togstreita til staðar. „Að leita sér aðstoðar fyrr en seinna til hjónabandsráðgjafa er eitthvað sem fólk ætti að huga að því ráðgjafinn eða meðferðaraðilinn hafa sérhæft sig í því að aðstoða fólk í slíkum erfiðleikum.“ Fjölskyldulífið á undir högg að sækja hvað varðar tíma. Undirliggjandi spenna gæti stafað af svo mörgum ástæðum. Gott væri að skoða þá þætti sem valda spennunni og reyna að bregðast við samkvæmt því Ragnheiður mælir með því að makalaus vinnustaða partí séu haldin strax eftir dagvinnutíma og áfengi sé þá veitt í hófi. Mikilvægt er að fyrirtæki velti fyrir sér hver tilgangurinn er með slíkum partíum og hvort tilganginum sé náð.Vísir/Vilhelm Samtöl vinnufélaga eru oft önnur þegar makinn er ekki með. Getur verið gott í þeim tilfellum þegar mikið álag hefur verið á fólki og það þarf að blása Hópefli ekki það sama og drykkjusamkoma Ragnheiður mælir með því að fyrirtæki marki sér skýra stefnu um makalaus partí og aðra viðburði fyrir starfsfólk. Vinnustaðapartí geti bæði verið með maka og makalaus en aðalmálið er að tilgangur þeirra sé hópefli en þau ekki notuð Þar sé mikilvægt að vinnustaðapartí séu bæði með maka og makalaus en aðalmálið sé að partíin séu notuð sem hópefli en ekki drykkjusamkoma. „Ég mæli með að vinnuveitendur eða starfsmannafélög marki sér stefnu í þessum málum og endurskoði ákvörðunina um makalausa skemmtun ef slík skemmtun er á einhvern hátt ekki að skila tilætluðum árangri um að tengja starfsmenn og veita meiri ánægju. Í þeim tilfellum þar sem boðið er uppá makalaus vinnustaða partí teldi ég jákvætt að þau hæfust jafnvel strax eftir dagvinnutíma og ef veita á áfengi sé það gert í hófi og að boðið sé uppá til dæmis hópefli til þess að þjappa fólki betur saman. Þar er til dæmis hægt að skipta fólki upp í keppnislið og spila, fara í göngu saman eða ratleik áður en sest er niður. Þegar skemmtun hefst snemma er líka hægt að hætta snemma það gefur þeim sem vilja ekki eyða öllu kvöldinu tækifæri til þess að vera með en hinir sem vilja vera áfram geta það.“ Það verður að segjast að það er mikið í húfi að vel takist til þegar boðið er uppá makalaus vinnustaðapartí og vert fyrir skipuleggjendur og starfsfólk að leggja mat á það hvort slík partí séu heppileg fyrir þeirra vinnustað eða ekki. Ég vil líka benda á að mikilvægt er að fólk hafi val og upplifi sig ekki undir mikilli pressu frá öðrum að mæta ef áhugi er ekki fyrir hendi. Margvíslegar ástæður geta legið að baki. Parasambandið á undir högg að sækja varðandi sinn prívattíma.“ Nú geta vinnustaða partí verið hluti af hópefli eða þjöppun, hvort myndir þú mæla með því að vinnustaðapartí væru með eða án maka? „Bæði með og án en í hófi og séu notuð sem hópefli en ekki drykkjusamkoma. Skipulögð partí sem innifela hópefli sem getur verið nauðsynlegt á sumum vinnustöðum, þar sem fólk til dæmis spilar, fer í ratleiki, fjallgöngur skipulögð af vinnunni eða fengið utanaðkomandi aðila sem sjá um svona uppákomur til þess að skipuleggja. Samtöl vinnufélaga eru oft önnur þegar makinn er ekki með. Getur verið gott í þeim tilfellum þegar mikið álag hefur verið á fólki og það þarf að blása. Af sama skapi má segja að fólk sé enn í vinnunni í slíkum tilfellum. Það er mikilvægt að það sé jafnvægi á þeim tíma sem fólk er í vinnunni og frítíma þess. Eftir hópeflið væri jafnvel við hæfi að bjóða mökum að koma og borða með sínum mökum og skemmta sér. Það er mjög jákvætt að bjóða uppá uppákomur þar sem makanum er boðið með því þá kynnast makarnir vinnufélögum maka síns.“ Að leita sér aðstoðar fyrr en seinna til hjónabandsráðgjafa er eitthvað sem fólk ætti að huga að því ráðgjafinn eða meðferðaraðilinn hafa sérhæft sig í því að aðstoða fólk í slíkum erfiðleikum Vinnustaðapartí verða til umfjöllunar í Atvinnulífi á Vísi í dag. Tengdar fréttir Vinnustaðapartí: Fyrirtæki velt fyrir sér að hætta að bjóða upp á áfengi Sú ,"brjálæðislega“ hugmynd hefur jafnvel komið upp hjá sumum fyrirtækjum að draga verulega úr eða láta alveg af því að bjóða upp á áfengi í vinnustaðapartíum segir Guðríður Sigríðardóttir ráðgjafi og einn eigandi Attendus. Þetta er í takt við það sem sjá má í umfjöllun erlendra miðla. 19. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Þótt sum makalaus vinnustaðapartí geti verið hin ánægjulegasta skemmtun mælir Ragnheiður Kr. Björnsdóttir fjölskyldufræðingur og hjónabandsráðgjafi með því að fyrirtæki marki sér stefnu um slík partí og taki afstöðu til þess hvort þau henti vinnustaðnum eða ekki. Mikið sé í húfi þar sem prívattími parasambanda á undir högg að sækja. Dæmi eru um að fólk hafi hætt í starfi í kjölfar makalausra vinnustaðapartía sem farið hafa úr böndunum. Þá getur það myndað pressu á starfsmann að mæta í slík partí. Enginn vilji vera sá sem ,,eyðileggur samstöðuna.“ Ragnheiður Kr. Björnsdóttir starfar sem fjölskyldufræðingur hjá Lausninni, fjölskyldu- og áfallamiðstöð. Þar sérhæfir hún sig í parasamböndum, fjölskyldum, samskiptum, streitu, sjálfstyrkingu og kulnun í starfi og einkalífi. Ragnheiður, sem einnig er menntaður hjúkrunarfræðingar, segir vinnustaðamenningu afar ólíka á milli fyrirtækja. „Vinnustaðamenning er mismunandi milli vinnustaða. Sumir vinnustaðir hafa skýra stefnu varðandi vinnustaðaskemmtanir, hversu oft, hverju skemmtanirnar eigi að skila og svo framvegis á meðan þessi mál eru lausari í reipunum hjá öðrum fyrirtækjum. Makalaus vinnustaðapartí og partí þar sem makinn er velkominn viðgangast víða í bland að því ég best veit en lítið hefur verið fjallað um málefnið.“ En er ástæða til að hafa áhyggjur af því að makalaus vinnustaðapartí geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hjónabönd eða parasambönd? „Sum makalaus vinnustaðapartí geta verið hin ánægjulegasta skemmtun fyrir starfsfólkið og skilað sér í aukinni samkennd og ánægju inná vinnustaðinn á meðan önnur makalaus vinnustaðapartí eiga það til að fara úr böndunum og geta jafnvel ógnað parasambandinu. Í þeim tilfellum þar sem slíkt er uppá teninginn er áfengi oft veitt óhóflega, makalausar skemmtanir eru jafnvel of tíðar og standa of lengi yfir. Sumir upplifa sig í pressu að mæta þrátt fyrir að hafa ekki áhuga á því. Ef fólk hagar sér ósæmilega getur það haft bæði alvarlegar afleiðingar fyrir parasambandið og jafnvel vinnustaðinn líka. Það eru dæmi þess að fólk hefur hætt störfum hjá fyrirtækinu eftir slíkar uppákomur þar sem einstaklingar hafa jafnvel brugðist trausti maka.“ Vinnustaðapartí geta valdið togstreitu á milli para og hjóna. Ef svo er, segir Ragnheiður Björnsdóttir hjónabandsráðgjafi hjá Lausninni gott að velta fyrir sér hvað er að valda þeirri spennuVísir/Getty Það eru dæmi þess að fólk hefur hætt störfum hjá fyrirtækinu eftir slíkar uppákomur þar sem einstaklingar hafa jafnvel brugðist trausti maka Vinnustaðapartí geta valdið spennu Stundum upplifir starfsfólk boð um vinnustaðapartí sem ákveðinn streituvald því það vill enginn vera sá aðili sem eyðileggur samstöðuna í hópnum. Stundum tengist pressan skoðun makans á makalausum partíum. Ragnheiður mælir með því að pör ræði málin sín á milli ef þau upplifa togstreitu eða spennu vegna vinnustaðapartía. Hvaða ráð myndir þú gefa hjónum/pörum sem eru að upplifa spennu í sínu sambandi vegna vinnustaðaviðburða? „Fjölskyldulífið á undir högg að sækja hvað varðar tíma. Undirliggjandi spenna gæti stafað af svo mörgum ástæðum. Gott væri að skoða þá þætti sem valda spennunni og reyna að bregðast við samkvæmt því. Spennan gæti verið hjá þeim sem vinnur á vinnustaðnum sem býður í makalaust partí og gæti óánægjan stafað af því að viðkomandi langar ekki einum eða að það sé pressa á viðkomandi að mæta því „annars er viðkomandi að eyðileggja samstöðuna í deildinni.“ Einnig gæti spennan verið vegna þess að makalausu partíin eru haldin of oft og fólk finnur fyrir streitu yfir því að upplifa að það ráði ekki frítíma sínum sjálft. Pressan gæti tengst skoðun makans á makalausum partíum sem samræmast jafnvel ekki skoðunum hins aðilans. Mitt ráð til fólks í þessari stöðu er að ræða saman um væntingar varðandi þessi mál og líðan sína. Gott er að spyrja sig ef um tortryggni er að ræða. Hef ég getað treyst makanum hingað til? Hvað er það sem ég er óánægð/ur með? Einnig fyrir þann sem á boðið í partíið: Langar mig í þetta partí? Er það að gera eitthvað fyrir mig? Er ég að þóknast einhverjum öðrum með því að fara? Eða ætti ég að sleppa því að fara í þetta sinn og næst þegar mökum er boðið förum við saman.“ Þýðir þetta þá að einstaklingur sem upplifir óöryggi gagnvart makalausum vinnustaða partíum maka síns ætti frekar að velta fyrir sér hver staðan er á sambandinu sjálfu? „Ef fólk er að upplifa tortryggni í garð hvors annar þegar makinn fer að hitta félagana hvort sem það eru vinnufélagar eða vinir þá mæli ég með því að fólk ræði málin því ein af undirstöðum þess að líða vel í parasambandinu er að það ríki vinátta og traust í sambandinu. Með því að segja makanum hvernig manni líður er líklegra að makinn skilji hvað hinn aðilinn er að ganga í gegnum og breytir jafnvel hegðun ef óánægjan snýr að atferli eða gjörðum sem makinn getur sæst á að séu út fyrir mörkin eins og að drekka sig fulla/an, haga sér illa á skemmtunum, daðra við hitt kynið, koma seint heim og valda þannig áhyggjum. Ef þetta samtal á sér ekki stað einhverra hluta vegna eða makanum finnst ekki hlustað á sig þá getur það grafið undan parasambandinu. Gott samtal parsins getur líka orðið til þess að slá á óþarfa áhyggjur makans sem er heima í þeim tilfellum þar sem aðilinn sem sækir vinnustaðgleðina hefur aldrei brugðist trausti makans síns.“ Þá mælir Ragnheiður með því að fólk leiti sér aðstoðar ef það er togstreita til staðar. „Að leita sér aðstoðar fyrr en seinna til hjónabandsráðgjafa er eitthvað sem fólk ætti að huga að því ráðgjafinn eða meðferðaraðilinn hafa sérhæft sig í því að aðstoða fólk í slíkum erfiðleikum.“ Fjölskyldulífið á undir högg að sækja hvað varðar tíma. Undirliggjandi spenna gæti stafað af svo mörgum ástæðum. Gott væri að skoða þá þætti sem valda spennunni og reyna að bregðast við samkvæmt því Ragnheiður mælir með því að makalaus vinnustaða partí séu haldin strax eftir dagvinnutíma og áfengi sé þá veitt í hófi. Mikilvægt er að fyrirtæki velti fyrir sér hver tilgangurinn er með slíkum partíum og hvort tilganginum sé náð.Vísir/Vilhelm Samtöl vinnufélaga eru oft önnur þegar makinn er ekki með. Getur verið gott í þeim tilfellum þegar mikið álag hefur verið á fólki og það þarf að blása Hópefli ekki það sama og drykkjusamkoma Ragnheiður mælir með því að fyrirtæki marki sér skýra stefnu um makalaus partí og aðra viðburði fyrir starfsfólk. Vinnustaðapartí geti bæði verið með maka og makalaus en aðalmálið er að tilgangur þeirra sé hópefli en þau ekki notuð Þar sé mikilvægt að vinnustaðapartí séu bæði með maka og makalaus en aðalmálið sé að partíin séu notuð sem hópefli en ekki drykkjusamkoma. „Ég mæli með að vinnuveitendur eða starfsmannafélög marki sér stefnu í þessum málum og endurskoði ákvörðunina um makalausa skemmtun ef slík skemmtun er á einhvern hátt ekki að skila tilætluðum árangri um að tengja starfsmenn og veita meiri ánægju. Í þeim tilfellum þar sem boðið er uppá makalaus vinnustaða partí teldi ég jákvætt að þau hæfust jafnvel strax eftir dagvinnutíma og ef veita á áfengi sé það gert í hófi og að boðið sé uppá til dæmis hópefli til þess að þjappa fólki betur saman. Þar er til dæmis hægt að skipta fólki upp í keppnislið og spila, fara í göngu saman eða ratleik áður en sest er niður. Þegar skemmtun hefst snemma er líka hægt að hætta snemma það gefur þeim sem vilja ekki eyða öllu kvöldinu tækifæri til þess að vera með en hinir sem vilja vera áfram geta það.“ Það verður að segjast að það er mikið í húfi að vel takist til þegar boðið er uppá makalaus vinnustaðapartí og vert fyrir skipuleggjendur og starfsfólk að leggja mat á það hvort slík partí séu heppileg fyrir þeirra vinnustað eða ekki. Ég vil líka benda á að mikilvægt er að fólk hafi val og upplifi sig ekki undir mikilli pressu frá öðrum að mæta ef áhugi er ekki fyrir hendi. Margvíslegar ástæður geta legið að baki. Parasambandið á undir högg að sækja varðandi sinn prívattíma.“ Nú geta vinnustaða partí verið hluti af hópefli eða þjöppun, hvort myndir þú mæla með því að vinnustaðapartí væru með eða án maka? „Bæði með og án en í hófi og séu notuð sem hópefli en ekki drykkjusamkoma. Skipulögð partí sem innifela hópefli sem getur verið nauðsynlegt á sumum vinnustöðum, þar sem fólk til dæmis spilar, fer í ratleiki, fjallgöngur skipulögð af vinnunni eða fengið utanaðkomandi aðila sem sjá um svona uppákomur til þess að skipuleggja. Samtöl vinnufélaga eru oft önnur þegar makinn er ekki með. Getur verið gott í þeim tilfellum þegar mikið álag hefur verið á fólki og það þarf að blása. Af sama skapi má segja að fólk sé enn í vinnunni í slíkum tilfellum. Það er mikilvægt að það sé jafnvægi á þeim tíma sem fólk er í vinnunni og frítíma þess. Eftir hópeflið væri jafnvel við hæfi að bjóða mökum að koma og borða með sínum mökum og skemmta sér. Það er mjög jákvætt að bjóða uppá uppákomur þar sem makanum er boðið með því þá kynnast makarnir vinnufélögum maka síns.“ Að leita sér aðstoðar fyrr en seinna til hjónabandsráðgjafa er eitthvað sem fólk ætti að huga að því ráðgjafinn eða meðferðaraðilinn hafa sérhæft sig í því að aðstoða fólk í slíkum erfiðleikum Vinnustaðapartí verða til umfjöllunar í Atvinnulífi á Vísi í dag.
Tengdar fréttir Vinnustaðapartí: Fyrirtæki velt fyrir sér að hætta að bjóða upp á áfengi Sú ,"brjálæðislega“ hugmynd hefur jafnvel komið upp hjá sumum fyrirtækjum að draga verulega úr eða láta alveg af því að bjóða upp á áfengi í vinnustaðapartíum segir Guðríður Sigríðardóttir ráðgjafi og einn eigandi Attendus. Þetta er í takt við það sem sjá má í umfjöllun erlendra miðla. 19. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Vinnustaðapartí: Fyrirtæki velt fyrir sér að hætta að bjóða upp á áfengi Sú ,"brjálæðislega“ hugmynd hefur jafnvel komið upp hjá sumum fyrirtækjum að draga verulega úr eða láta alveg af því að bjóða upp á áfengi í vinnustaðapartíum segir Guðríður Sigríðardóttir ráðgjafi og einn eigandi Attendus. Þetta er í takt við það sem sjá má í umfjöllun erlendra miðla. 19. febrúar 2020 09:00