Ólafía stefnir á að vinna mót og komast á LPGA áður en árið er á enda Anton Ingi Leifsson skrifar 8. apríl 2020 19:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur verið að gera það gott. vísir/getty Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir langar að vinna eins og eitt mót og komast á LPGA-mótaröðina, sterkustu mótaröð heims fyrir kvenkylfinga áður en árið 2019 er á enda. Það er ekkert spilað í golfinu þessar vikurnar en golfið er eins og flestar aðrar íþróttir á ís vegna kórónuveirunnar. Ólafía gaf sér því tíma og mætti í settið í Sportinu í dag og ræddi við þá Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atla Kjartansson. „Ég verð vonandi búin að brjóta ísinn og vinna mót. Auðvitað komast á LPGA og líða bara vel og vera á góðum stað,“ sagði Ólafía áður en horfði til baka fimm ár aftur í tímann og hvað hún hefur lært á þessum viðburðaríka tíma. „Það er ótrúlega mikið af góðu fólki í kringum það og ef það er ekki gott þá er gott að það sýni þá hlið því þá geturðu hætt að eyða orkunni í það. Það er smá kúnst að læra hvernig maður á höndla öll þessi ferðalög, fjölmiðla og setja pressu á sjálfan sig. Ég er enn að læra allt þetta.“ Ólafía hefur verið að keppa á Evrópumótaröðinni en hún varð fyrsti íslenski kvenkylfingurinn til að keppa á LPGA. Hún náði þar bestum árangri á Evian-meistaramótinu er hún endaði í 48. sæti. „Það hefði verið gott að vita fyrir fimm árum að vera trú sjálfum sér og trúa á sjálfan sig og vinna hörðum höndum. Þetta er allt klisjur en bara finna hvað virkar fyrir mig og vera þakklát fyrir allt það góða því það er auðvitað erfitt stundum en að muna eftir öllu því góða sem er að gerast. Stundum kemur svona skuggi yfir mann og maður sér bara það slæma en það er svo miklu, miklu meira gott sem er í gangi.“ Klippa: Sportið í dag - Ólafía Þórunn um framtíðina og fortíðina Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Golf Sportið í dag Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir langar að vinna eins og eitt mót og komast á LPGA-mótaröðina, sterkustu mótaröð heims fyrir kvenkylfinga áður en árið 2019 er á enda. Það er ekkert spilað í golfinu þessar vikurnar en golfið er eins og flestar aðrar íþróttir á ís vegna kórónuveirunnar. Ólafía gaf sér því tíma og mætti í settið í Sportinu í dag og ræddi við þá Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atla Kjartansson. „Ég verð vonandi búin að brjóta ísinn og vinna mót. Auðvitað komast á LPGA og líða bara vel og vera á góðum stað,“ sagði Ólafía áður en horfði til baka fimm ár aftur í tímann og hvað hún hefur lært á þessum viðburðaríka tíma. „Það er ótrúlega mikið af góðu fólki í kringum það og ef það er ekki gott þá er gott að það sýni þá hlið því þá geturðu hætt að eyða orkunni í það. Það er smá kúnst að læra hvernig maður á höndla öll þessi ferðalög, fjölmiðla og setja pressu á sjálfan sig. Ég er enn að læra allt þetta.“ Ólafía hefur verið að keppa á Evrópumótaröðinni en hún varð fyrsti íslenski kvenkylfingurinn til að keppa á LPGA. Hún náði þar bestum árangri á Evian-meistaramótinu er hún endaði í 48. sæti. „Það hefði verið gott að vita fyrir fimm árum að vera trú sjálfum sér og trúa á sjálfan sig og vinna hörðum höndum. Þetta er allt klisjur en bara finna hvað virkar fyrir mig og vera þakklát fyrir allt það góða því það er auðvitað erfitt stundum en að muna eftir öllu því góða sem er að gerast. Stundum kemur svona skuggi yfir mann og maður sér bara það slæma en það er svo miklu, miklu meira gott sem er í gangi.“ Klippa: Sportið í dag - Ólafía Þórunn um framtíðina og fortíðina Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Golf Sportið í dag Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira