Fótbolti

Fim­­­leika­­­fé­lagið: Fær­eyskt met í lyftingum, sungið um Sveppa og stærð­­­fræðingurinn Atli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björn Daníel Sverrisson verður seint talinn söngvari góður.
Björn Daníel Sverrisson verður seint talinn söngvari góður. vísir/skjáskot

Þriðja sería af Fimleikafélaginu er byrjuð að rúlla en í fyrsta þættinum á dögunum þá var liðinu fylgt eftir í æfingaferð sinni í Flórída. Í öðrum þættinum er haldið uppteknum hætti.

FH var eitt af þeim fáum liðum sem komust í æfingaferð áður en faraldurinn skall á. Myndatökumenn voru með í för og fylgdu leikmönnum og þjálfurum hvert fótmál.

Halda á lofti keppni, fylgst með mönnum í lyftingarsalnum, kíkt inn í nokkur hús og margt, margt fleira má sjá í þættinum en þar má einnig sjá Brynjar Ásgeir Guðmundsson reikna vegalengd úr mílum í kílómetra. Það gekk ekki sem skildi og kalla þurfti til stærðfræðinginn Atla Guðnason.

Annar þáttinn í seríu þrjú má sjá hér að neðan.

Klippa: Fimleikafélagið: 2. þáttur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×