Stendur einn eftir sem Sturla Atlas og syngur á íslensku Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 6. mars 2020 15:44 Sigurbjartur Sturla Atlason er á bak við verkefnið Sturla Atlas. sturla atlas Ný fjögurra laga skífa frá Sturla Atlas sem ber titilinn Paranoia leit dagsins ljós í morgun. Í gær kom jafnframt út myndband fyrir lagið Hvert sem er, sem er fyrsti síngúll plötunnar. Sigurbjartur Sturla Atlason segir útgáfuna að einhverju leyti marka tvenns konar tímamót. Annars vegar að hann færi sig yfir á íslensku í textagerð, og hins vegar að hann standi meira og minna einn eftir á bak við nafnið Sturla Atlas. Áður höfðu allir textar Sturlu verið á ensku og nafnið frekar táknað einhvers konar kollektív, sem Logi Pedro Stefánsson og Jóhann Kristófer Stefánsson voru einnig hluti af. Nýju plötuna vann Sigurbjartur mestmegnis með Ísleifi Eldi en einnig kom Baldvin Hlynsson að gerð nokkurra lag. Una Schram syngur svo bakraddir á plötunni. Spegla sig í gömlu myndefni Hugmyndin á bak við myndbandið nýja er að litið sé yfir farinn veg verkefnisins á myndrænan hátt. „Það er verið að rifja upp gamalt myndefni, gömul móment, gamla tíma,“ segir Sigurbjartur. Mikið af sjónrænu efni hafi verið unnið fyrir verkefnið í gegnum tíðina. „Það er verið að taka það allt saman. Við erum að leika okkur með það í vídjóinu. Við erum í hlutlausu rými sem lúkkar eins og það gæti verið listasafn.“ Þau spegli sig svo í myndefninu og velti því fyrir sér. Það er bara ég Að fráskildum nokkrum smáskífum eða sínglum er þetta fyrsta útgáfan sem kemur frá Sturla Atlas þar sem nafnið táknar í raun bara Sigurbjart. „Það er bara ég. Náttúrulega þegar við byrjuðum á sínum tíma, fyrir svona 5 árum, þá voru fleiri að syngja í því.“ Þá á hann við Loga Pedro og Jóhann Kristófer, eða Joey Christ. „Joey er náttúrulega búinn að gera sitt eigið. Logi gaf út sína plötu í fyrra eða hittífyrra. Við erum enn þá kollektív, en Sturla Atlas er bara ég,“ segir Sigurbjartur. Greiðari aðgangur að því að vera persónulegur á móðurmálinu Þetta er einnig fyrsta útgáfan þar sem textar Sturlu eru á íslensku. Sigurbjarti hafði lengi langað að færa sig úr enskunni yfir á móðurmálið, hann hafi skuldað sér að prófa það. Plötuumslag Paranoia. „Ég enduruppgötvaði það að semja og það flæddi einhvern veginn út. Að vissu leyti verður tjáningin skýrari og einhvern veginn dýpri af því maður kemst lengra á móðurmálinu. Maður getur verið nákvæmari í því sem maður er að segja og sömuleiðis byrjar maður að segja nýja hluti. Bara með því að taka svona stóra ákvörðun, að skipta um tungumál.“ Hann hafi alltaf reynt að vera persónulegur og einlægur í textagerð sinni en íslenskan hjálpi til. „Það er greiðari aðgangur að því að vera persónulegur á móðurmálinu, það er náttúrulegra.“ Að syngja á ensku hafi ekki beint verið úthugsað upprunalega. „Það var ekki eins og það væri stærsti faktorinn í þessu. Meira svona „Hei ókei, við ætlum að hafa þetta á ensku. Ókei, gerum það“.“ Bæði leit að sjálfum sér og flótti frá sjálfum sér „Þegar þetta var allt saman að koma saman, þá var rauði þráðurinn kannski bæði leit að sjálfum sér og flótti frá sjálfum sér. Það er eitthvað smá ástand sem algjörlega togar mann í sitthvora áttina,“ segir Sigurbjartur að lokum, spurður út í titil plötunnar. „Við getum ekki flúið frá okkur sjálfum.“ Hlusta má á Paranoia í heild sinni á Spotify hér að neðan. Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ný fjögurra laga skífa frá Sturla Atlas sem ber titilinn Paranoia leit dagsins ljós í morgun. Í gær kom jafnframt út myndband fyrir lagið Hvert sem er, sem er fyrsti síngúll plötunnar. Sigurbjartur Sturla Atlason segir útgáfuna að einhverju leyti marka tvenns konar tímamót. Annars vegar að hann færi sig yfir á íslensku í textagerð, og hins vegar að hann standi meira og minna einn eftir á bak við nafnið Sturla Atlas. Áður höfðu allir textar Sturlu verið á ensku og nafnið frekar táknað einhvers konar kollektív, sem Logi Pedro Stefánsson og Jóhann Kristófer Stefánsson voru einnig hluti af. Nýju plötuna vann Sigurbjartur mestmegnis með Ísleifi Eldi en einnig kom Baldvin Hlynsson að gerð nokkurra lag. Una Schram syngur svo bakraddir á plötunni. Spegla sig í gömlu myndefni Hugmyndin á bak við myndbandið nýja er að litið sé yfir farinn veg verkefnisins á myndrænan hátt. „Það er verið að rifja upp gamalt myndefni, gömul móment, gamla tíma,“ segir Sigurbjartur. Mikið af sjónrænu efni hafi verið unnið fyrir verkefnið í gegnum tíðina. „Það er verið að taka það allt saman. Við erum að leika okkur með það í vídjóinu. Við erum í hlutlausu rými sem lúkkar eins og það gæti verið listasafn.“ Þau spegli sig svo í myndefninu og velti því fyrir sér. Það er bara ég Að fráskildum nokkrum smáskífum eða sínglum er þetta fyrsta útgáfan sem kemur frá Sturla Atlas þar sem nafnið táknar í raun bara Sigurbjart. „Það er bara ég. Náttúrulega þegar við byrjuðum á sínum tíma, fyrir svona 5 árum, þá voru fleiri að syngja í því.“ Þá á hann við Loga Pedro og Jóhann Kristófer, eða Joey Christ. „Joey er náttúrulega búinn að gera sitt eigið. Logi gaf út sína plötu í fyrra eða hittífyrra. Við erum enn þá kollektív, en Sturla Atlas er bara ég,“ segir Sigurbjartur. Greiðari aðgangur að því að vera persónulegur á móðurmálinu Þetta er einnig fyrsta útgáfan þar sem textar Sturlu eru á íslensku. Sigurbjarti hafði lengi langað að færa sig úr enskunni yfir á móðurmálið, hann hafi skuldað sér að prófa það. Plötuumslag Paranoia. „Ég enduruppgötvaði það að semja og það flæddi einhvern veginn út. Að vissu leyti verður tjáningin skýrari og einhvern veginn dýpri af því maður kemst lengra á móðurmálinu. Maður getur verið nákvæmari í því sem maður er að segja og sömuleiðis byrjar maður að segja nýja hluti. Bara með því að taka svona stóra ákvörðun, að skipta um tungumál.“ Hann hafi alltaf reynt að vera persónulegur og einlægur í textagerð sinni en íslenskan hjálpi til. „Það er greiðari aðgangur að því að vera persónulegur á móðurmálinu, það er náttúrulegra.“ Að syngja á ensku hafi ekki beint verið úthugsað upprunalega. „Það var ekki eins og það væri stærsti faktorinn í þessu. Meira svona „Hei ókei, við ætlum að hafa þetta á ensku. Ókei, gerum það“.“ Bæði leit að sjálfum sér og flótti frá sjálfum sér „Þegar þetta var allt saman að koma saman, þá var rauði þráðurinn kannski bæði leit að sjálfum sér og flótti frá sjálfum sér. Það er eitthvað smá ástand sem algjörlega togar mann í sitthvora áttina,“ segir Sigurbjartur að lokum, spurður út í titil plötunnar. „Við getum ekki flúið frá okkur sjálfum.“ Hlusta má á Paranoia í heild sinni á Spotify hér að neðan.
Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira