Lykilmenn Vals framlengja við félagið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2020 20:30 Lovísa Thompson er einn allra besti leikmaður Olís deildar kvenna. Vísir/Handknattleiksdeild Vals Handknattleiksdeild Vals hefur framlengt samninga við nokkra af lykilmönnum sínum í karla- og kvennaflokki. Félagið greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. Magnús Óli Magnússon og Róbert Aron Hostert framlengdi báðir samninga sína um tvö ár en þeir voru í lykilhlutverki er liðið varð deildarmeistari á liðinni leiktíð. Líkt og áður hefur komið fram ákvað HSÍ að aflýsa úrslitakeppninni og því engir Íslandsmeistarar krýndir. Alls skoraði Magnús Óli 93 mör í 20 leikjum á leiktíðinn á meðan Róbert Aron skoraði 35 mörk í 15 leikjum. Þá framlengdu þær Lovísa Thompson, Ragnhildur Edda Þórðardóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir allar samninga sína. Tvær fyrrnefndu framlengdu um tvö ár á meðan Díana Dögg framlengdi um eitt. Þær hafa allar verið í lykilhlutverki liðsins undanfarin tvö ár en liðið vann þrefalt á síðustu leiktíð. Þær misstu hins vegar deildarmeistaratitilinn til Fram nú í liðinni viku. Lovísa fór á kostum í vetur en hún skoraði 114 mör í 18 leikjum. Díana skoraði 70 mörk í jafn mörgum leikjum og Ragnhildur Edda skoraði 31 mark, einnig í 18 leikjum. Róbert Aron fór mikinn í liði Vals í vetur.Vísir/Handknattleiksdeild Vals Tilkynning Vals Þrátt fyrir vonbrigðin að fá enga úrslitakeppni og að okkar fólk hafi ekki getað keppt um Íslandsmeistaratitlinn eru Valsarar staðráðnir í að halda áfram að byggja ofan á það góða starf sem unnið hefur verið í vetur og ætla sér að mæta tvíelfdir til leiks á næsta tímabili. Það sendir sterk skilaboð að okkar lykilmenn í báðum meistaraflokkunum eru búin að framlengja samninga sína við félagið. Magnús Óli Magnússon hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Magnús hefur farið fyrir sóknarleik Valsmanna undanfarin ár og vann hann sér sæti í landsliðshópnum síðasta vor með frammistöðu sinni fyrir félagið. Lovísa Thompson hefur einnig skrifað undir tveggja ára samning. Lovísa var máttarstólpi í sögulegu sigurliði síðasta tímabils þar sem Valskonur unnu alla bikara sem í boði voru og var hún markahæsti leikmaður liðsins á nýloknu tímabili. Róbert Aron Hostert skrifaði undir tveggja ára samning við Val. Mikill stígandi var í leik Róberts á þessu tímabili og var hann orðinn algjör lykilmaður varnar og sóknarlega þar sem hann var beðinn um að leysa fjölbreytt verkefni sem hann gerði með stakri prýði en eins og allir vita er Róbert einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar. Ragnhildur Edda Þórðardóttir framlengdi sinn samning við félagið um tvö ár. Ragnhildur Edda hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin ár en hún spilaði til að mynda alla leikina þegar Valsliðið vann þrennuna og hefur stimplað sig inn sem einn öflugasti vinstri hornamaður landsins. Díana Dögg Magnúsdóttir hefur skrifað undir eins árs samning við félagið. Díana hefur eignað sér hægri skyttu stöðu Valsliðsins undanfarin ár og stimplað sig inn sem einn besti varnarmaður deildarinnar. Með frammistöðu sinni undanfarin ár fyrir Valsliðið hefur hún unnið sér inn sæti í landsliðinu og skoraði hún til að mynda næst flest mörk á eftir Lovísu á þessu tímabili. Við munum færa frekari fréttir af leikmannamálum á næstu vikum. Þetta eru frábærar fréttir og alveg ljóst að Valsarar stefna áfram á toppinn á næsta ári! Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
Handknattleiksdeild Vals hefur framlengt samninga við nokkra af lykilmönnum sínum í karla- og kvennaflokki. Félagið greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. Magnús Óli Magnússon og Róbert Aron Hostert framlengdi báðir samninga sína um tvö ár en þeir voru í lykilhlutverki er liðið varð deildarmeistari á liðinni leiktíð. Líkt og áður hefur komið fram ákvað HSÍ að aflýsa úrslitakeppninni og því engir Íslandsmeistarar krýndir. Alls skoraði Magnús Óli 93 mör í 20 leikjum á leiktíðinn á meðan Róbert Aron skoraði 35 mörk í 15 leikjum. Þá framlengdu þær Lovísa Thompson, Ragnhildur Edda Þórðardóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir allar samninga sína. Tvær fyrrnefndu framlengdu um tvö ár á meðan Díana Dögg framlengdi um eitt. Þær hafa allar verið í lykilhlutverki liðsins undanfarin tvö ár en liðið vann þrefalt á síðustu leiktíð. Þær misstu hins vegar deildarmeistaratitilinn til Fram nú í liðinni viku. Lovísa fór á kostum í vetur en hún skoraði 114 mör í 18 leikjum. Díana skoraði 70 mörk í jafn mörgum leikjum og Ragnhildur Edda skoraði 31 mark, einnig í 18 leikjum. Róbert Aron fór mikinn í liði Vals í vetur.Vísir/Handknattleiksdeild Vals Tilkynning Vals Þrátt fyrir vonbrigðin að fá enga úrslitakeppni og að okkar fólk hafi ekki getað keppt um Íslandsmeistaratitlinn eru Valsarar staðráðnir í að halda áfram að byggja ofan á það góða starf sem unnið hefur verið í vetur og ætla sér að mæta tvíelfdir til leiks á næsta tímabili. Það sendir sterk skilaboð að okkar lykilmenn í báðum meistaraflokkunum eru búin að framlengja samninga sína við félagið. Magnús Óli Magnússon hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Magnús hefur farið fyrir sóknarleik Valsmanna undanfarin ár og vann hann sér sæti í landsliðshópnum síðasta vor með frammistöðu sinni fyrir félagið. Lovísa Thompson hefur einnig skrifað undir tveggja ára samning. Lovísa var máttarstólpi í sögulegu sigurliði síðasta tímabils þar sem Valskonur unnu alla bikara sem í boði voru og var hún markahæsti leikmaður liðsins á nýloknu tímabili. Róbert Aron Hostert skrifaði undir tveggja ára samning við Val. Mikill stígandi var í leik Róberts á þessu tímabili og var hann orðinn algjör lykilmaður varnar og sóknarlega þar sem hann var beðinn um að leysa fjölbreytt verkefni sem hann gerði með stakri prýði en eins og allir vita er Róbert einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar. Ragnhildur Edda Þórðardóttir framlengdi sinn samning við félagið um tvö ár. Ragnhildur Edda hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin ár en hún spilaði til að mynda alla leikina þegar Valsliðið vann þrennuna og hefur stimplað sig inn sem einn öflugasti vinstri hornamaður landsins. Díana Dögg Magnúsdóttir hefur skrifað undir eins árs samning við félagið. Díana hefur eignað sér hægri skyttu stöðu Valsliðsins undanfarin ár og stimplað sig inn sem einn besti varnarmaður deildarinnar. Með frammistöðu sinni undanfarin ár fyrir Valsliðið hefur hún unnið sér inn sæti í landsliðinu og skoraði hún til að mynda næst flest mörk á eftir Lovísu á þessu tímabili. Við munum færa frekari fréttir af leikmannamálum á næstu vikum. Þetta eru frábærar fréttir og alveg ljóst að Valsarar stefna áfram á toppinn á næsta ári!
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira