Fylkismenn kölluðu Tryggva á fund og báðu hann um að róa sig á æfingum Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2020 13:00 Tryggvi í leik með Fylki gegn Fram. vísir/anton Tryggvi Guðmundsson segir að ástæða viðskilnaðar hans við Fylki árið 2014 hafi meðal annars verið fundur sem hann og Sverrir Garðarsson hafi verið kallaður á vegna framgöngu þeirra á æfingum. Fylkir var síðasta félagið sem Tryggvi lék með í efstu deild en hann spilaði þar níu leiki árið 2013 og skoraði í þeim tvö mörk. Tryggvi gerði upp magnaðan feril sinn í Sportinu í kvöld hjá Ríkharði Óskari Guðnasyni sem var sýnt í gærkvöldi. „Þeir voru ekki ánægðir með hvernig ég var að hegða mér og ég var ekki ánægður með hvernig þeir tækluðu ákveðna hluti. Þeir voru ekki ánægðir með hvernig lífsstíll minn var á þessum tíma, þó svo að hann hafi ekki haft þannig séð áhrif að mínu mati. Það er þó auðvitað annara að dæma,“ sagði Tryggvi. „Það sem gerði mig svolítið pirraðan var að það var ákveðið að fá mann með reynslu og keppnismann og hataði að tapa. Þa eru til milljón manns sem elska að vinna en færri sem hata að tapa. Ég er einn af þeim og Sverrir Garðarsson var líka fenginn frá FH. Líka maður sem var með fjölda titla og var sigurvegari bæði á leikjum og æfingum.“ Hann segir að einn góðan veðurdag hafi fyrrum samherjarnir úr FH og þá samherjar í Árbænum verið kallaðir inn á fund þar sem þeirra beið mikilvæg skilaboð. „Svo kemur það upp að við erum teknir á fund og beðnir um að róa okkur á æfingum. Það séu of mikil læti í okkur á æfingum og menn séu að koma kvartandi undan okkur. Maður lætur vel í sér heyra á æfingum og þetta er oft í leiðinlegum tón og ég hef heyrt það hvert sem ég fer en það er alltaf góð meining á bakvið það.“ „Maður er að reyna leiðbeina en kemur því kannski ekki rétt frá sér í hita leiks en ég átti það til að ef mér fannst ég fara yfir strikið á æfingum að ég tók menn út í horn eftir æfingu og útskýrði fyrir þeim málið. Ég gerði það vel eins vel og ég gat. Það voru læti í mér á æfingum,“ sagði þessi mikli markaskorari. Klippa: Sportið í kvöld - Tryggvi um Fylkistímann Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Íslenski boltinn Fylkir Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Sjá meira
Tryggvi Guðmundsson segir að ástæða viðskilnaðar hans við Fylki árið 2014 hafi meðal annars verið fundur sem hann og Sverrir Garðarsson hafi verið kallaður á vegna framgöngu þeirra á æfingum. Fylkir var síðasta félagið sem Tryggvi lék með í efstu deild en hann spilaði þar níu leiki árið 2013 og skoraði í þeim tvö mörk. Tryggvi gerði upp magnaðan feril sinn í Sportinu í kvöld hjá Ríkharði Óskari Guðnasyni sem var sýnt í gærkvöldi. „Þeir voru ekki ánægðir með hvernig ég var að hegða mér og ég var ekki ánægður með hvernig þeir tækluðu ákveðna hluti. Þeir voru ekki ánægðir með hvernig lífsstíll minn var á þessum tíma, þó svo að hann hafi ekki haft þannig séð áhrif að mínu mati. Það er þó auðvitað annara að dæma,“ sagði Tryggvi. „Það sem gerði mig svolítið pirraðan var að það var ákveðið að fá mann með reynslu og keppnismann og hataði að tapa. Þa eru til milljón manns sem elska að vinna en færri sem hata að tapa. Ég er einn af þeim og Sverrir Garðarsson var líka fenginn frá FH. Líka maður sem var með fjölda titla og var sigurvegari bæði á leikjum og æfingum.“ Hann segir að einn góðan veðurdag hafi fyrrum samherjarnir úr FH og þá samherjar í Árbænum verið kallaðir inn á fund þar sem þeirra beið mikilvæg skilaboð. „Svo kemur það upp að við erum teknir á fund og beðnir um að róa okkur á æfingum. Það séu of mikil læti í okkur á æfingum og menn séu að koma kvartandi undan okkur. Maður lætur vel í sér heyra á æfingum og þetta er oft í leiðinlegum tón og ég hef heyrt það hvert sem ég fer en það er alltaf góð meining á bakvið það.“ „Maður er að reyna leiðbeina en kemur því kannski ekki rétt frá sér í hita leiks en ég átti það til að ef mér fannst ég fara yfir strikið á æfingum að ég tók menn út í horn eftir æfingu og útskýrði fyrir þeim málið. Ég gerði það vel eins vel og ég gat. Það voru læti í mér á æfingum,“ sagði þessi mikli markaskorari. Klippa: Sportið í kvöld - Tryggvi um Fylkistímann Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Íslenski boltinn Fylkir Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Sjá meira