Innlent

Áhættuhópar bíði með bólusetningu þar til ástandið skánar

Sylvía Hall skrifar
Frá upplýsingafundi almannavarna í dag.
Frá upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísir/Sigurjón

Bólusetningar við inflúensu og lungnabólgu hafa ekki áhrif á kórónuveirusmit. Það sé alveg ljóst að árleg inflúensusprauta hafi ekkert að segja, enda sé hún við annarri veiru.

Þetta kom fram í máli Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á upplýsingafundi almannavarna í dag.

„Við erum búin að ræða það, og meðal annars við Þórólf. Inflúensubólusetningin klárlega ekki, það er allt önnur veira, og lungabólgubólusetningin í raun ekki heldur,“ svaraði Sigríður Dóra spurningu varðandi hvort þessar bólusetningar hefðu einhver áhrif.

Skortur hefur verið á bóluefni gegn lungnabólgu og var það ófáanlegt í byrjun mars eftir mikla eftirspurn á heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu. Sigríður Dóra segir bóluefnið komið aftur í litlu magni, en þau eigi von á meira.

„Þeir sem eru með undirliggjandi lungnasjúkdóma og eru í áhættuhópum, við ráðleggjum þeim ekki að gera sérð ferð út og fara inn á heilsugæslustöð þar sem þeir eru hugsanlega útsettir fyrir smiti. Betra bara að vera heima og fá síðan þessa lungnabólgubólusetningu þegar um hægist,“ sagði Sigríður Dóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×