Kolbeinn átti að æfa með Fury fyrir bardagann við Wilder Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. febrúar 2020 09:00 Kolbeinn hefur unnið alla bardaga sína sem atvinnumaður. mynd/aðsend Kolbeinn Kristinsson, annar af tveimur íslensku atvinnuboxurunum, átti að æfa með Tyson Fury í aðdraganda bardaga hans við Deontay Wilder.Fury sigraði Wilder í sannkölluðum risabardaga á laugardaginn. Fyrir bardagann skipti Fury um þjálfara og byrjaði að æfa hjá Javan „SugarHill“ Stewart í hinni goðsagnakenndu Kronk æfingastöð í Detroit í Bandaríkjunum. SugarHill er einnig þjálfari Kolbeins og til stóð að hann myndi hjálpa Fury að undirbúa sig fyrir bardagann stóra. „Ég átti upphaflega að fara í æfingabúðirnar með Fury. Ég átti að fara út þegar það voru þrjár vikur í bardagann en þá sagðist SugarHill ætla að geyma mig. Tyson væri að berja alla í klessu í æfingabúðunum og ég myndi ekki fá neitt út úr því að koma nema að verða laminn. Þess vegna fór ég ekki núna en við byrjum örugglega að æfa saman í sumar í Kronk,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi. Hann hefur ekki enn hitt Fury en það gerist væntanlega fyrr en seinna að þeir byrji að æfa saman. „Ég hef oft átt að fara í æfingabúðir með honum en það hefur einhvern veginn alltaf dottið upp fyrir á síðustu stundu,“ sagði Kolbeinn sem heldur utan til Detroit á fimmtudaginn til að undirbúa sig undir næsta bardaga sinn.Eftir úrslit helgarinnar er mikil eftirspurn eftir því Englendingarnir Fury og Anthony Joshua mætist í hringnum. Kolbeinn vill frekar sjá þann bardaga en Fury og Wilder mætast í þriðja sinn.Æfir væntanlega með Fury fyrir Joshua-bardagannTyson Fury og Javan „SugarHill“ Stewart sem er einnig þjálfari Kolbeins.vísir/getty„Ég vil sjá Joshua. Miðað við hvernig þessi bardagi fór eru engin rök fyrir því að taka þriðja bardagann. Þetta er eins og ef þú tapar 5-0 í fótbolta, þú getur ekki beðið um annan leik,“ sagði Kolbeinn og bætti við að bardagi við Fury væri mikilvægur fyrir Joshua. „Hann verður að gera þetta til að fá viðurkenningu sem alvöru meistari. Hann verður að vinna stórt nafn og ég held að þessi bardagi verði að veruleika, þ.e.a.s. ef Joshua vinnur bardagana sem hann þarf að vinna.“ Kolbeinn segir að það yrði spennandi að fá að æfa með Fury fyrir bardagann við Joshua.„Ég er svona 90% viss um að ég verð í þeim æfingabúðum. Hann talaði um að hann vildi hafa mig frá byrjun í næstu æfingabúðum Furys.“ Box Tengdar fréttir Fury sýndi snilli sína gegn Wilder Tyson Fury tók heimsmeistaratitilinn af Deontay Wilder. 23. febrúar 2020 10:30 „Fólk horfir á bumbuna á mér og skallann og heldur að ég geti ekki barist“ Tyson Fury var í miklum ham í bardaganum gegn Deontay Wilder og einnig eftir hann. 23. febrúar 2020 11:52 Fury stýrði fjöldasöng eftir sjö lotu bardaga Tyson Fury hefur á sínum ferli unnið alla stóru titlana í þungavigt eftir að hann vann WBC-titilinn af Deontay Wilder í Las Vegas um helgina með tæknilegu rothöggi í sjöundu lotu. 24. febrúar 2020 07:00 „Yrði stærsti íþróttaviðburður á Bretlandi frá úrslitaleik HM 1966“ Flest hnefaleikaáhugafólk vonast til að sjá Englendinganna Tyson Fury og Anthony Joshua mætast í hringnum. 24. febrúar 2020 12:30 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Sjá meira
Kolbeinn Kristinsson, annar af tveimur íslensku atvinnuboxurunum, átti að æfa með Tyson Fury í aðdraganda bardaga hans við Deontay Wilder.Fury sigraði Wilder í sannkölluðum risabardaga á laugardaginn. Fyrir bardagann skipti Fury um þjálfara og byrjaði að æfa hjá Javan „SugarHill“ Stewart í hinni goðsagnakenndu Kronk æfingastöð í Detroit í Bandaríkjunum. SugarHill er einnig þjálfari Kolbeins og til stóð að hann myndi hjálpa Fury að undirbúa sig fyrir bardagann stóra. „Ég átti upphaflega að fara í æfingabúðirnar með Fury. Ég átti að fara út þegar það voru þrjár vikur í bardagann en þá sagðist SugarHill ætla að geyma mig. Tyson væri að berja alla í klessu í æfingabúðunum og ég myndi ekki fá neitt út úr því að koma nema að verða laminn. Þess vegna fór ég ekki núna en við byrjum örugglega að æfa saman í sumar í Kronk,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi. Hann hefur ekki enn hitt Fury en það gerist væntanlega fyrr en seinna að þeir byrji að æfa saman. „Ég hef oft átt að fara í æfingabúðir með honum en það hefur einhvern veginn alltaf dottið upp fyrir á síðustu stundu,“ sagði Kolbeinn sem heldur utan til Detroit á fimmtudaginn til að undirbúa sig undir næsta bardaga sinn.Eftir úrslit helgarinnar er mikil eftirspurn eftir því Englendingarnir Fury og Anthony Joshua mætist í hringnum. Kolbeinn vill frekar sjá þann bardaga en Fury og Wilder mætast í þriðja sinn.Æfir væntanlega með Fury fyrir Joshua-bardagannTyson Fury og Javan „SugarHill“ Stewart sem er einnig þjálfari Kolbeins.vísir/getty„Ég vil sjá Joshua. Miðað við hvernig þessi bardagi fór eru engin rök fyrir því að taka þriðja bardagann. Þetta er eins og ef þú tapar 5-0 í fótbolta, þú getur ekki beðið um annan leik,“ sagði Kolbeinn og bætti við að bardagi við Fury væri mikilvægur fyrir Joshua. „Hann verður að gera þetta til að fá viðurkenningu sem alvöru meistari. Hann verður að vinna stórt nafn og ég held að þessi bardagi verði að veruleika, þ.e.a.s. ef Joshua vinnur bardagana sem hann þarf að vinna.“ Kolbeinn segir að það yrði spennandi að fá að æfa með Fury fyrir bardagann við Joshua.„Ég er svona 90% viss um að ég verð í þeim æfingabúðum. Hann talaði um að hann vildi hafa mig frá byrjun í næstu æfingabúðum Furys.“
Box Tengdar fréttir Fury sýndi snilli sína gegn Wilder Tyson Fury tók heimsmeistaratitilinn af Deontay Wilder. 23. febrúar 2020 10:30 „Fólk horfir á bumbuna á mér og skallann og heldur að ég geti ekki barist“ Tyson Fury var í miklum ham í bardaganum gegn Deontay Wilder og einnig eftir hann. 23. febrúar 2020 11:52 Fury stýrði fjöldasöng eftir sjö lotu bardaga Tyson Fury hefur á sínum ferli unnið alla stóru titlana í þungavigt eftir að hann vann WBC-titilinn af Deontay Wilder í Las Vegas um helgina með tæknilegu rothöggi í sjöundu lotu. 24. febrúar 2020 07:00 „Yrði stærsti íþróttaviðburður á Bretlandi frá úrslitaleik HM 1966“ Flest hnefaleikaáhugafólk vonast til að sjá Englendinganna Tyson Fury og Anthony Joshua mætast í hringnum. 24. febrúar 2020 12:30 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Sjá meira
Fury sýndi snilli sína gegn Wilder Tyson Fury tók heimsmeistaratitilinn af Deontay Wilder. 23. febrúar 2020 10:30
„Fólk horfir á bumbuna á mér og skallann og heldur að ég geti ekki barist“ Tyson Fury var í miklum ham í bardaganum gegn Deontay Wilder og einnig eftir hann. 23. febrúar 2020 11:52
Fury stýrði fjöldasöng eftir sjö lotu bardaga Tyson Fury hefur á sínum ferli unnið alla stóru titlana í þungavigt eftir að hann vann WBC-titilinn af Deontay Wilder í Las Vegas um helgina með tæknilegu rothöggi í sjöundu lotu. 24. febrúar 2020 07:00
„Yrði stærsti íþróttaviðburður á Bretlandi frá úrslitaleik HM 1966“ Flest hnefaleikaáhugafólk vonast til að sjá Englendinganna Tyson Fury og Anthony Joshua mætast í hringnum. 24. febrúar 2020 12:30