Annar aðgerðarpakki stjórnvalda mun snúa að fólki og heimilum Jóhann K. Jóhannsson og Andri Eysteinsson skrifa 11. apríl 2020 12:45 Ásmundur Einar Daðason er félags- og barnamálaráðherra. Vísir/Baldur Annar aðgerðapakki stjórnvalda til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins mun lúta að heimilum og fólki að sögn félagsmálaráðherra. Hann gerir ráð fyrir að atvinnuleysissjóður muni greiða út fimmtíu til sextíu milljarða í bætur á þessu ári. Fleiri en þrjátíu þúsund hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Tólf þúsund af þeim koma úr ferðaþjónustu og sex þúsund úr verslun og þjónustu. Stjórnvöld hafa þegar brugðist við með 230 milljarða króna aðgerðapakka til að styðja við fyrirtæki og atvinnulíf en Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni, að gangi svartsýnustu spár eftir megi gera ráð fyrir mesta samdrætti hér á landi í heila öld. „Við erum að vinna með þær tölur núna að það verða eina tekjur af ferðaþjónustu í apríl. Engar í maí og mjög litlar í júní og við þær aðstæður þá auðvitað kreppir að,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Hann segir vinnu stjórnvalda fyrir annan aðgerðarpakka í fullum gangi og gera megi ráð fyrir að hann verði kynntur eftir páska. „Ég og menntamálaráðherra settum af stað vinnu nú í vikunni sem að miðar að því að skoða úrræði fyrir námsmenn í sumar og líka stöðu námsmanna almennt á vinnumarkaði. Við erum að skoða frekari úrræði með sveitarfélögunum og vinna að því með hvaða hætti við getum gripið til vinnumarkaðsaðgerða hvað það snertir. Við eigum við á því að við munum þurfa að grípa til róttækra aðgerða enda nokkuð ljóst að atvinnuleysistryggingasjóður fer í það að greiða út á þessu ári, ef ekkert breytist, 50-60 milljarða í atvinnuleysisbætur.“ Sem er um það bil 35-40% meira en gert var ráð fyrir á þessu ári. „Við munum núna koma með pakka eftir páska sem að snýr að ýmsum úrræðum þegar það kemur að fólki og fjölskyldum en síðan í framhaldinu munum við vinna frekari vinnumarkaðsaðgerðir þegar að við sjáum aðeins hvernig gengur að aflétta þeim hömlum sem hafa verið á íslensku samfélagi.“ „Eftir því sem þetta dregst á langinn að þá þarf auðvitað víðtækari aðgerðir í félagslegum skilningi. Ég hef lagt áherslu á það að það er mikilvægt að hjálpa fyrirtækjum en þá verðum við að gera það sama fyrir fólkið og fjölskyldurnar. Fólkið og fjölskyldurnar eru í sömu stöðu eftir því sem þetta dregst á langinn, varðandi tekjuleysi. Varðandi afkomu sína. Varðandi hræðslu við að missa sínar eignir og svo framvegis og við ætlum okkur einfaldlega að reyna að grípa sem flesta í þeim vikum og mánuðum sem fram undan eru,“sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Annar aðgerðapakki stjórnvalda til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins mun lúta að heimilum og fólki að sögn félagsmálaráðherra. Hann gerir ráð fyrir að atvinnuleysissjóður muni greiða út fimmtíu til sextíu milljarða í bætur á þessu ári. Fleiri en þrjátíu þúsund hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Tólf þúsund af þeim koma úr ferðaþjónustu og sex þúsund úr verslun og þjónustu. Stjórnvöld hafa þegar brugðist við með 230 milljarða króna aðgerðapakka til að styðja við fyrirtæki og atvinnulíf en Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni, að gangi svartsýnustu spár eftir megi gera ráð fyrir mesta samdrætti hér á landi í heila öld. „Við erum að vinna með þær tölur núna að það verða eina tekjur af ferðaþjónustu í apríl. Engar í maí og mjög litlar í júní og við þær aðstæður þá auðvitað kreppir að,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Hann segir vinnu stjórnvalda fyrir annan aðgerðarpakka í fullum gangi og gera megi ráð fyrir að hann verði kynntur eftir páska. „Ég og menntamálaráðherra settum af stað vinnu nú í vikunni sem að miðar að því að skoða úrræði fyrir námsmenn í sumar og líka stöðu námsmanna almennt á vinnumarkaði. Við erum að skoða frekari úrræði með sveitarfélögunum og vinna að því með hvaða hætti við getum gripið til vinnumarkaðsaðgerða hvað það snertir. Við eigum við á því að við munum þurfa að grípa til róttækra aðgerða enda nokkuð ljóst að atvinnuleysistryggingasjóður fer í það að greiða út á þessu ári, ef ekkert breytist, 50-60 milljarða í atvinnuleysisbætur.“ Sem er um það bil 35-40% meira en gert var ráð fyrir á þessu ári. „Við munum núna koma með pakka eftir páska sem að snýr að ýmsum úrræðum þegar það kemur að fólki og fjölskyldum en síðan í framhaldinu munum við vinna frekari vinnumarkaðsaðgerðir þegar að við sjáum aðeins hvernig gengur að aflétta þeim hömlum sem hafa verið á íslensku samfélagi.“ „Eftir því sem þetta dregst á langinn að þá þarf auðvitað víðtækari aðgerðir í félagslegum skilningi. Ég hef lagt áherslu á það að það er mikilvægt að hjálpa fyrirtækjum en þá verðum við að gera það sama fyrir fólkið og fjölskyldurnar. Fólkið og fjölskyldurnar eru í sömu stöðu eftir því sem þetta dregst á langinn, varðandi tekjuleysi. Varðandi afkomu sína. Varðandi hræðslu við að missa sínar eignir og svo framvegis og við ætlum okkur einfaldlega að reyna að grípa sem flesta í þeim vikum og mánuðum sem fram undan eru,“sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.
Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira